Undirkaflar

Kafað í djúpið - barítónar og bassar

Óperublaðið, ?. tbl 19??

Barítónar

Eins og við þekkjum barítónröddina í dag er hún fyrirbæri, sem festi sig í sessi á tímum Rossinis, ekki ólíkt og tenórröddin. Með barítónröddinni er átt við hljómmikla og dimma karlmannsrödd, sem getur engu að síður breitt úr sér í hæðinni og sungið allt upp á G eða A fyrir neðan háa C-ið.

Fyrir tíma Rossinis eins og t.d. á tímum Mozarts, var sjaldnast ætlast til að dökk karlmannsrödd fengist við að syngja hærra en upp á F. Sú rödd sem það gerði gat því allt eins verið það sem í dag er kallað bassabarítón. Hún liggur mitt á milli þess að vera barítón og bassi; er dekkri að lit en hreinn barítón og heldur lægri, en vantar samt alla neðstu tóna hinnar eiginlegu bassaraddar samkvæmt skilgreiningu nútímans.

Fyrir tíma Rossinis eins og t.d. á tímum Mozarts, var sjaldnast ætlast til að dökk karlmannsrödd fengist við að syngja hærra en upp á F. Sú rödd sem það gerði gat því allt eins verið það sem í dag er kallað bassabarítón. Hún liggur mitt á milli þess að vera barítón og bassi; er dekkri að lit en hreinn barítón og heldur lægri, en vantar samt alla neðstu tóna hinnar eiginlegu bassaraddar samkvæmt skilgreiningu nútímans.

Tito Gobbi baritón
sem Rigoletto

Líkt og með tenórröddina hefur barítónröddum verið skipt niður í flokka eftir eiginleikum raddarinnar. Hinn lýríski barítón er oftast létt rödd og tiltölulega björt miðað við dramatísku barítónröddina, sem er miklu fyllri og kraftmeiri. Á þýskri tungu er gjarnan talað um Spielbariton, Kavalierbariton og Heldenbariton.

Lýrískur barítón er létt og tiltölulega björt af dökkri rödd að vera. Í Frakklandi er talað um afbrigði af mjög léttri barítónrödd, sem kallast „baryton martin” og liggur á mörkum tenórs og barítón. Hún hefur venjulega mikinn tenórblæ í hæðinni. Hlutverk fyrir léttustu tegund af barítónröddum á óperusviðinu eru heldur fá og hin eiginlegu heimkynni þessarar raddgerðar eru ljóðasöngurinn. Þar nýtur hún sín best.

Dramatískur barítón er miklu fyllri og kraftmeiri en sá lýríski. Þyngri barítónraddir með góða hæð fá ógrynni af hlutverkum í óperum. Þá er barítóninn gjarnan ættmenni einhverrar hetjunnar; ýmist faðir eða bróðir, stundum líka trúfastur vinur. Oft og einatt er hann þó illmenni eða alla vega vafasamur að innræti. Barítóninn er sjaldnast elskhugi í sama skilningi og tenórsöngvarinn, en brennur oft af vonlausri ást til kvenhetjunnar, sem langoftast vill ekkert með hann hafa og kýs fremur dauðann en að gefast honum á vald. Stundum snýst meira að segja dæmið við, þannig að kvenhetjan ræður barítóninn af dögum, oftast í einhvers konar sjálfsvörn.

Á óperusviðinu er barítóninn þannig gjarnan sá sem síst á upp á pallborðið í mannlegum samskiptum og allra minnst þar sem mestu máli skiptir. Einstaka sinnum er þó barítónsöngvarinn í glaðværu hlutverki („Spielbariton”) eins og t.d. Papageno í Töfraflautunni eða Fígaró í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart og Rakaranum frá Sevilla eftir Rossini. Oftar er hlutskipti hans þó dapurlegra og á óperusviðinu á hann sjaldnast óskipta samúð áheyrenda. En líkt og sagt var um dramatískar mezzósópranraddir, þá er barítónhlutverkið oft sá öxull í óperum, sem dramað snýst um og er hann því oft örlagavaldur fyrir sjálfan sig og aðra á óperusviðinu.

Á óperusviðinu er barítóninn þannig gjarnan sá sem síst á upp á pallborðið í mannlegum samskiptum og allra minnst þar sem mestu máli skiptir. Einstaka sinnum er þó barítónsöngvarinn í glaðværu hlutverki („Spielbariton”) eins og t.d. Papageno í Töfraflautunni eða Fígaró í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart og Rakaranum frá Sevilla eftir Rossini. Oftar er hlutskipti hans þó dapurlegra og á óperusviðinu á hann sjaldnast óskipta samúð áheyrenda. En líkt og sagt var um dramatískar mezzósópranraddir, þá er barítónhlutverkið oft sá öxull í óperum, sem dramað snýst um og er hann því oft örlagavaldur fyrir sjálfan sig og aðra á óperusviðinu.

Friedrich Schorr bass-baritón
sem Hans Sachs í Meistarasömgvurunum

Heidenbariton eða hinn raunverulegi hetjubarítón er kraftmesta barítónröddin og venjulega sú dekksta. Heimkynni hennar eru venjulega óperur af þýska skólanum, einkum óperur Richards Wagner, sem krefjast oft allt að yfirmannlegs raddmagns, en sjaldnast mikillar hæðar. Þetta er því rödd sem nálgast mjög svo eðli bassaraddarinnar, en hefur þó örlítið meiri hæð og ef til vill nokkuð bjartari lit.

Fyrir barítón eða bassa?
Í óperum sem samdar voru í lok 18. aldar og í upphafi þeirrar 19. er oft talsvert á reiki hvort hlutverk fyrir dökkar karlaraddir henti betur barítón eða bassaröddum, enda var í rauninni ekki farið að greina á milli þessara tveggja raddgerða á þeim tíma. Dökkar karlmannsraddir voru einfaldlega kallaðar „bassaraddir” og það ekki skilgreint nánar. Eitt frægasta dæmið um þetta er hlutverk Don Giovannis í óperu Mozarts, sem nútíma bassasöngvarar hafa oft tekið að sér og ekki gert síður góð skil en barítónsöngvarar. Um þetta eru líka til dæmi frá síðari tímum. Hlutverk Escamillos í óperunni Carmen eftir Bizet krefst mikillar glæsimennsku af söngvaranum jafnt í söng sem leik og útliti, en liggur eiginlega of lágt fyrir hinn dæmigerða barítónsöngvara og of hátt fyrir bassasöngvara. Því er vandfundinn sá söngvari sem getur gert þessu hlutverki góð skil.

Nokkur baritónhlutverk

Lýrískur baritón Hlutverk
Debussy Golaud í „Pelleas et Melisande“
Leoncavallo Silvio í „I Pagliacci“
Mozart Papageno í „Töfraflautunni“
Masetto í „Don Giovanni“
Puccini Marcello í „La boheme“
Schaunard í „La boheme“
Rossini Figaro í „Rakaranum í Sevilla“
Verdi Germont í „La traviata“
Wagner Wolfram í „Tannhäuser“
Þyngri baritón Hlutverk
Beethoven Don Pizzarro í „Fidelio“
Berg Wozzeck
Bizet Escamillo í „Carmen“
Donizetti Enrico „Lucia di Lammermoor“
Giordano Gérard í „Andrea Chenier“
Gounod Valentiní „Faust“
Leoncavallo Tonioí „I Pagliacci“
Mascagni Alfio í „Cavaaeria Rusticana“
Massenet Athanael í „Thais“
Lescaut í „Manon“
Herode í Herodiade“
Mozart Almavia greifi í „Brúkaupi Fígarós“
Fígaró í „Brúðkaupi Fígarós“
Don Alfonso í „Cosi fan tutte“
Don Giovanni í „Don Giovanni“
Offenbach Dapertutto í „Ævintýrum Hoffmanns“
Ponchielli Barnaba í „La Gioconda“
Puccini Gianni Schicchi (oft sunginn af bassa)
Lescaut í „Manon Lescaut“
Sharpless í „Madama Butterfly“
og Scarpia í „Tosca“
R. Strauss Jochanaan í „Salome“
Orestes í „Elektra“
Tsjækovskí Onegín í „Evgení Onegín“
Verdi Amonasro í „Aida“
Conte di Luna í „Il Trovatore“
Falstaff
Jago í „Otello“
Renato í „Ballo in Maschera“
Rigoletto
Simon Boccanegra

Bassaröddin

Bassaröddin er tiltölulega sjaldgæf, en hún er dýpsta karlmannsröddin. Yfirleitt er þetta virðuleg og tignarleg rödd, sem hentar vel til að túlka göfugmennsku í fari fyrirmenna í andlegum eða veraldlegum efnum á óperusviðinu. Hinn dökki hljómur er samt oft notaður til að túlka hið gagnstæða, eða vald fúlmennsku og myrkraafla í tilverunni; jafnvel persónu sjálfs myrkrahöfðingjans, því „margt býr í djúpinu”.

„Basso cantate” – „basso profundo“. Það er í sjálfu sér ekki hefðbundið að tala um lýrískar eða dramatískar bassaraddir á sama hátt og gert er um aðrar raddgerðir. Raddstyrkur og raddmagn söngvara getur verið mjög mismunandi enda þótt raddliturinn sé oft nokkuð svipaður og tiltölulega einhæfur miðað við aðrar raddir. Ítalir tala þó um „basso cantate” þegar röddin er tiltölulega létt og flauelsmjúk, en slíkri rödd lætur best að syngja langar, órofnar laglínur. Kraftmeiri og voldugri bassaröddum, „basso profundo”, lætur betur að þruma einstök orð og texta af munni fram fremur en að móta fagrar laglínur og binda tóna. Sá söngmáti er algengastur í þýskurn óperum og þá sérlega í óperum Richards Wagner.

„Basso buffo”. Stundum venda bassasöngvarar kvæði sínu í kross og taka að sér gamanhlutverk, en þau eru nokkuð algeng bæði í þýskum og ítölskum óperum. Sum þeirra hafa alvarlegan undirtón, en önnur eru hrein gamanhlutverk. Hin svokallaða „basso buffo” rödd hefur verið vinsælt fyrirbæri allt frá dögum Mozarts og jafnvel enn fyrr. Mörg tónskáld hafa gert sér mat úr þessari rödd, jafnvel til að lífga upp á óperur, sem ella hefðu orðið yfir sig alvarlegar og þunglamalegar.

Oft er „basso buffo” röddin notuð sem burðarás í hreinum gamanóperum og njóta margar þeirra óhemju vinsælda, sérlega þegar leikur, söngur og útlit söngvara eru þannig að allt hittir beint í mark. Oft er það meira að segja útlit söngvarans og kímnigáfa sem ræður úrslitum um það hvort hann teljist „basso buffo”, fremur en eðli raddarinnar sjálfrar, sem eins og áður sagði er oft nokkuð einlit frá náttúrunnar hendi og í sjálfu sér ekki frábrugðin þeirri sem hentar í dramatísk hlutverk.

„Kóloratúr bassi“. Ef það er eitthvað sem er algjörlega andstætt eðli bassaraddarinnar frá náttúrunnar hendi þá er það léttleiki, sveigjanleiki og lipurð. Engu að síður hafa verið til bassasöngvarar, sem urðu frægir fyrir vald sitt yfir „flúrsöng”. Þeirra á meðal var ítalski bassasöngvarinn Luigi Laplache sem var uppi á 19. öld. Á okkar tímum hefur gætt vaxandi áhuga á tónlist frá barokktímabilinu og jafnvel enn eldri tónlist. Þar með hafa kröfur aukist um færni í flúrsöng hver svo sem raddgerð söngvarans kann að vera frá náttúrunnar hendi. Óperur Händels eru t.d. vinsælar um þessar mundir, en flestar þeirra gera miskunnarlausar kröfur um færni í flúrsöng. Einn og einn bassasöngvari á okkar tímum hefur sýnt verulega hæfni á þessu sviði, t.d. bandaríski bassasöngvarinn Samuel Ramey, sem hefur þótt skara fram úr að þessu leyti.

„Kóloratúr bassi“. Ef það er eitthvað sem er algjörlega andstætt eðli bassaraddarinnar frá náttúrunnar hendi þá er það léttleiki, sveigjanleiki og lipurð. Engu að síður hafa verið til bassasöngvarar, sem urðu frægir fyrir vald sitt yfir „flúrsöng”. Þeirra á meðal var ítalski bassasöngvarinn Luigi Laplache sem var uppi á 19. öld. Á okkar tímum hefur gætt vaxandi áhuga á tónlist frá barokktímabilinu og jafnvel enn eldri tónlist. Þar með hafa kröfur aukist um færni í flúrsöng hver svo sem raddgerð söngvarans kann að vera frá náttúrunnar hendi. Óperur Händels eru t.d. vinsælar um þessar mundir, en flestar þeirra gera miskunnarlausar kröfur um færni í flúrsöng. Einn og einn bassasöngvari á okkar tímum hefur sýnt verulega hæfni á þessu sviði, t.d. bandaríski bassasöngvarinn Samuel Ramey, sem hefur þótt skara fram úr að þessu leyti.

Ezio Pinza
sem Don Giovanni

Nokkur bassahlutverk

Basso cantate (aðalhlutverk) Hlutverk
Bellini Rudolfo í „La Sonnembula“
Oroveso í „Norma“
Giorgío í „I Puritani“
Debussy Arkael í „Pelleas et Melisande"
Gounod Mefistofele í „Faust“
Montmezzi Avito í „L'amore dei tre re“
Mozart Fígaró í „Brúðkaupi Fígarós“
Don Giovanni
Mussorgsky Boris Godunov
Verdi Padre Guardiano í „Il Forza del Destino“
Philip í „Don Carlo“
Ramfis í „Aida“
Basso cantate
(styttri hlutverk)
Hlutverk
Charpentier Faðirinn í „Louise“
Massenet Des Grieux eldri í „Manon“
Mussorgsky Pimen í „Boris Godunov“
Mozart Commendatore í „Don Giovanni“
Offenbach Dr. Miracle í „Ævintýrum Hoffmanns“
Puccini Colline í „La Boheme“
Timur í „Turandot“
Verdi Fernando í „Il Trovatore“
Grand Inquisitor í „Don Carlo“
konungurinn í „Aida“
Sam og Tom í „Ballo in Maschera“
Sparafucile í „Rigoletto“
Basso buffo Hlutverk
Donizetti Dulcamara í „Ástardrykknum
Don Pasquale
Mussorgsky Varlaan í „Boris Godunov"
Mozart Leporello í „Don Giovanni"
Puccini Alcindoro og Benoit í „La Boheme"
Sacristano í „Tosca"
Rossini Bartolo í „Rakaranum frá Sevilla"
Verdi Fra Melitone í „ Il Forza del Destino"
Þýsk bassahlutverk fyrir þungar raddir Hlutverk
Beethoven Rocco í „Fidelio"
Mozart Osmin í „Die Entfuhrung aus dem Serail"
Sarastro í „Töfraflautunni"
R. Strauss Barón Ochs í „Rósariddaranum"
Wagner Daland í „Hollendingnum fljúgandi
Fafner í „Rheingold" og „Siegfried
Fasolt í „Rheingold"
Guarnemaz í „Parsifal
Hagen í „Götterdämmerung
Hunding í „Die Walküre
König Heinrich í „Lohengrin
König Mark í „Tristan und Isolde
Kothner og Pogner í „Meistarasöngvurunum
Landgraf í „Tannhäuser"

Rödd - útlit - leikur

Ef á heildina er litið má segja að mannsröddinni hafi tekist að svara öllum kröfum sem framþróun tónlistarinnar hefur gert til þessa hljóðfæris. Fyrr á tímum voru það einungis söngvarar með frábærar náttúruraddir, sem gátu gert sér vonir um að fá tilhlýðilega menntun í söng og komast áfram sem atvinnusöngvarar. Nú á tímum getur næstum hver sem hefur laglega söngrödd komist í söngnám og lært að þroska þá möguleika sem röddin býr yfir. En eftir sem áður eru fáir útvaldir og í dag verður sérhver óperusöngvari einnig að uppfylla kröfur um leikhæfileika og útlit, ekki síst eftir að óperur á myndböndum og í kvikmyndum fóru að verða daglegt brauð.

Chaliapin bassi
sem Boris Godunov

Á leiksviðinu er fjarlægð milli söngvara og áheyrenda oft mjög mikil. Engu að síður leyfa vel raflýst leiksvið nútímans áheyrendum að sjá og fylgjast betur með því sem þar gerist en aðstæður leyfðu fyrir tíma rafmagnsins. Hið sjónræna hefur því farið að keppa harkalega við eyrað á óperusviðum nútímans og því eiga söngvarar með fagrar raddir en óhagstætt útlit mun erfiðara um vik en nokkru sinni fyrr. Það er því ekki nema von þótt margir spyrji hvort ýmsir af frægustu söngvurum fortíðarinnar hefðu átt nokkra möguleika nú á dögum.

Hvað sem þessu líður, þá er víst að tíminn stendur aldrei kyrr. Söngvarar koma og fara rétt eins og aðrir dauðlegir menn. Um ókomna tíð munu þeir vafalaust halda áfram að reyna að mæta kröfum síns samtíma, hverjar sem þær kunna að vera – rétt eins og maðurinn hefur gert frá ómuna tíð á hreint öllum sviðum tilverunnar.