Pílagrímakórinn í popp útsetningu

Fluttur á hljómplötum af Ævintýri og Trúbroti

Tíminn, 9. nóvember 1969

Í apríl mánuði síðast liðum fór fram í Austurbæjarbíói miðnæturskemmtunin „Vettvangur unga fólksins”, þar vakti Flowers mikla athygli fyrir flutning sinn á Pílagrímakórnum úr Tannhäuser eftir Richard Wagner. Þessa poppútgáfu af hinu klassíska verki nefndu þeir „Kristur“, textinn var á ensku, saminn af Þorsteini Eggertssyni. Þetta leynivopn þeirra Flowersmanna var komið frá Karli Sighvatssyni, og útsetningin hans verk.

Í maí mánuði áttu Flowers að koma fram i sjónvarpsþætti, og ætluðu þeir að flytja umrætt lag þar, en þá tók for maður lista- og skemmtideildar sjónvarpsins til sinna ráða og lagði blátt bann við því að þessi útgáfa Karls Sighvatssonar á verki Wagners yrði sýnt í sjónvarpinu, og gaf þá skýringu að þetta væri misþyrming á klassísku verki.

Nú er svo komið að tvær vinsælustu popphljómsveitir landsins Ævintýri og Trúbrot, hafa báðar flutt pílagrímakórinn inn á hljómplötur í sitt hvorri útgáfunni. Útgáfa Ævintýrisins nefnist „Frelsarinn“, og að sjálfsögðu annast Björgvin Halldórsson um sönginn, en það gerði hann líka þegar Flowers fluttu það, og hlaut mikið lof fyrir. Eins og kunnugt er, þá er Karl Sighvatsson i Trúbrot, og hans útgáfa ber heitið, „Elskaðu náungann”, og það er Rúnar Júlíusson sem syngur.

Í tilefni af þessu sérstæða máli hafði ég samband við þá Karl Sighvatsson og Björgvin Halldórsson, og bað þá að skýra frá því, hvorn um sig, hvers vegna þeir ákváðu að taka þetta umdeilda lag inn á hljómplötu, og fl. því viðvíkjandi. Þá kom ég að máli við Guðmund Jónsson óperusöngvara og bað um hans álit á þessu tiltæki popphljómsveitanna, við gefum Guðmundi orðið fyrst.

Í apríl mánuði síðast liðum fór fram í Austurbæjarbíói miðnæturskemmtunin „Vettvangur unga fólksins”, þar vakti Flowers mikla athygli fyrir flutning sinn á Pílagrímakórnum úr Tannhäuser eftir Richard Wagner. Þessa poppútgáfu af hinu klassíska verki nefndu þeir „Kristur“, textinn var á ensku, saminn af Þorsteini Eggertssyni. Þetta leynivopn þeirra Flowersmanna var komið frá Karli Sighvatssyni, og útsetningin hans verk.

Í maí mánuði áttu Flowers að koma fram i sjónvarpsþætti, og ætluðu þeir að flytja umrætt lag þar, en þá tók for maður lista- og skemmtideildar sjónvarpsins til sinna ráða og lagði blátt bann við því að þessi útgáfa Karls Sighvatssonar á verki Wagners yrði sýnt í sjónvarpinu, og gaf þá skýringu að þetta væri misþyrming á klassísku verki.

Björgin Halldórsson

„Álíka og að umsnúa biblíunni“

Þetta er svo sem engin nýlunda svaraði Guðmundur, mörg látin tónskáld hafa orðið fyrir þessu sama, eins og t.d. Tchaikovsky.

Ég hef gaman af ýmsu, sem kemur fram í dægurlagaheiminum, en þetta er smekkleysa. Bítlarnir hafa ekki þurft að fara út í það að umsemja klassísk verk, þeir semja öll sín lög sjálfir. Það væri nær fyrir ísl. poppmúsíkanta að taka þá til fyrirmyndar í þeim efnum, í stað þess að fara að snúa út úr verkum látinna tónlistarsnillinga, satt að segja finnst mér það svona álíka smekklegt og einhver tæki upp á því að umsnúa Biblíunni, og gefa hana út á einhverju „slangmáli“.

Þótt höfundarétturinn sé fyrndur, þá hefur sá sem breytir viðkomandi hluta hins klassíska verks i popplag, engan rétt til að skrá sig sem höfund lagsins.

Guðmundur Jónsson

„Kalli hélt að við ætluðum að stela hans útsetningu“

Upphaflega var ætlunin að við í Ævintýrinu myndum flytja Pílagrímakórinn í útsetningu Kalla inn á hljómplötu, og hann var hinn hressasti yfir því, sagði Björgvin. En þegar velja átti lög á hina væntanlegu LP plötu Trúbrots kom í ljós að þeir voru í alvarlegu lagahallæri, þess vegna var ákveðið að taka þessa útgáfu Kalla inn á plötuna. Um tíma held ég að honum hafi komið í hug að við ætluðum okkur að stela hans útsetningu, alla vega var kappinn hálf fúll við okkur fyrir það að við skyldum ekki hætta við allt saman.

Þórir Baldursson útsetti okkar útgáfu af Pílagrímakórnum, og markmiðið var að hafa hana sem allra líkasta hinni upprunalegu útsetningu. Okkur til aðstoðar höfðum við 15 hljóðfæraleikara, þar á meðal eru allir þessir helstu, Lárus Sveinsson, Björn R. Einarsson og fl., Þórir Baldursson leikur á orgel, en við erum sérstaklega ánægðir með samstarfið við hann. Textinn er eftir Jóhönnu Erlingsson og fjallar um trúarhræsni og blóðugan veruleikann.

Auðvitað slá Trúbrot okkur við hvað varðar upptökuna, en ég er bjartsýnn á að okkar útgáfa nái meiri vinsældum. Ég ætla mér ekki að leggja neinn dóm á mína getu, en þetta viðfangsefni er mjög sérstætt og þar reynir mjög á sönggetu viðkomandi söngvara en ég hef ekki trú á því að Rúnar nái réttum tökum á því.

Robert Wagner

„Ég vona að útkoman hjá Wagner og verði góð“

Þegar Flowers hættu kom Ævintýrið að máli við mig því að þeir ætluðu að flytja „Krist”, eins og lagið var kallað þá, inn á hljómplötu sagði Karl Sighvatsson. Þeir báðu mig leyfis, enda var hér algerlega um mína útsetningu að ræða. Ég sagði að það hlyti að vera í lagi en gaf þeim ekki ákveðið svar. . . Nú svo fórum við til Ameríku og þá fór ég að pæla betur í þessu lagi og útkoman varð sú að við ákváðum að taka það inn á LP plötuna. Ég breytti útsetningunni dálítið því að nú var ákveðið að fá til aðstoðar 15 manna sveit strengja- og blásturshljóðfæraleikara, í heild er það því tuttugu manna hljómsveit sem flytur þessa nýju útgáfu af Pílagrímakórnum.

Vegna smá mistaka varð upphafskaflinn ekki eins og ég hafði hugsað mér hann, en samt sem áður er ég mjög ánægður með lagið í heild.

Karl Sighvatsson

Já það er rétt að ég er skráðu  höfundur lagsins á plötunni. Þegar við vorum úti talaði Ólafur Haraldsson við þá hjá EMT um þetta atriði og þeir tóku að sér að fá þetta á hreint. Útkoman varð sú að það bæri að skrá mig sem höfund lagsins, eins og það er á plötunni, þó svo að einhver Wagner hafi búið það til fyrir fjölda mörgum árum, því að höfundarétturinn væri fyrndur.

Textinn er eftir Þorstein Eggertsson og fjallar í stórum dráttum um ævi Jesú Krists, m.a. segir í textanum: „Hans sjónarmið öll tignum við“.

Ég vil engu spá um hvort okkar útgáfa verði vinsælli en það sem Ævintýri eru að koma með, það gæti jafnvel farið svo að báðar útgáfurnar næðu svipuðum vinsældum.

Að lokum vill undirritaður geta þess að Tónaútgáfan s.f. gefur út plötu Ævintýrisins, en LP plata Trúbrots er gefin út af Fálkanum h.f.

Nú er spurningin, hvor platan kemur fyrst á markaðinn? …