Um langt skeið hef ég fundið til þess að grunnlestrarefni um sögu tónlistarinnar hefur vantað á íslensku. Þessi bók hentar vel sem slíkur grunnur og raunar betur en önnur fræðilegri rit á þessu sviði.
Ég gerði mér far um að fylgja frumtextanum að öllu leyti og gerði ekki tilraun til að bæta þar við er á vantaði að mínu mati eða koma að skoðunum mínum. Aðeins var sleppt þeim kafla er ber yfirskriftina ÞAKKIR og er hann í raun óþarfur fyrir íslenska notendur.
Ég þakka Árna Böðvarssyni cand.mag. fyrir margvíslegar ábendingar, yfirlestur á handriti og próförkum og þolinmæði í seinunnu verki. |
Jón Ásgeirsson