Saga vestrænnar tónlistar

Síðrómantík og þjóðernisstefnur – Wagner

The Bodley Head History of Western Music
eftir Christofer Headington, útgefin 1974
Jón Ásgeirsson þýddi, Ísafold 1984

Eftirmáli þýðanda

Um langt skeið hef ég fundið til þess að grunnlestrarefni um sögu tónlistarinnar hefur vantað á íslensku. Þessi bók hentar vel sem slíkur grunnur og raunar betur en önnur fræðilegri rit á þessu sviði.

Ég gerði mér far um að fylgja frumtextanum að öllu leyti og gerði ekki tilraun til að bæta þar við er á vantaði að mínu mati eða koma að skoðunum mínum. Aðeins var sleppt þeim kafla er ber yfirskriftina ÞAKKIR og er hann í raun óþarfur fyrir íslenska notendur.

Ég þakka Árna Böðvarssyni cand.mag. fyrir margvíslegar ábendingar, yfirlestur á handriti og próförkum og þolinmæði í seinunnu verki.                                                     |

Jón Ásgeirsson