Skrímslið og snillingurinn

Undirtitill

Aldrei hefur nokkurt tónskáld verið umdeildara en Richard Wagner. Aldrei hefur jafneldheitum aðdáunarorðum verið úthellt til dýrðar nokkurri tónlist eins og hans, né hefur nokkur tónlist orðið fyrir jafnheiftúðugum árásum. Jafnvel ennþá, meira en hundrað árum eftir andlát Wagners, skipa menn sér í fylkingar með henni eða á móti. Og ekki hefur hann síður verið umdeildur sem persóna en sem tónskáld, enda var hann einhver litríkasti maður samtíðar sinnar. Maðurinn Wagner hefur oft skyggt á tónskáldið Wagner, og mörgum hefur reynst erfitt að greina bar á milli. Strax í lifanda lífi var mikið um hann rætt og ritað, og hann var eitthvert vinsælasta myndefni skopteiknara. Menn kepptust um að vera fyndnir á hans kostnað. „Mér líkar betur við tónlist Wagners en nokkra aðra,“ sagði Oscar Wilde. „Hún er svo hávær að bað er hægt að tala allan tímann án bess að nokkur heyri hvað er sagt.“ Og eftir Rossini var haft: „Wagner á dásamleg augnablik en hrútleiðinleg kortér.“ Að Jesú Kristi og Napóleon frátöldum hafa ekki verið skrifaðar jafnmargar bækur um nokkurn mann. Eitt af því sem virðist vera sérlega heillandi fyrir ævisöguritara er hve mótsagnakenndur Wagner var. George Bernard Shaw skrifaði:

Wagner var ekki fylgismaður Schopenhauers hvern dag vikunnar, og jafnvel ekki fylgismaður Wagners. Hann skiptir um skoðun jafnoft og hann skiptir um skap. […] Það má nær endalaust vítna í Wagner gegn hans eigin orðum, rétt eins og vitna mætti í hægu þættina eftir Beethoven gegn scherzo-þáttunum, ef tveimur heimskingjum dytti í hug að deila um hvort hann var þunglyndur maður eða kátur.

Og Rudolph Sabor, sem hefur tekið saman bók af heimildum um Wagner, skrifar:

Sá sem skrifar um Wagner verður að ákveða hvernIg á að nota og meta heimildir, hvað á að taka með og hverju á að sleppa.

Hann getur, ef honum Þóknast svo, litið á Wagner sem merkan listamann og sem allsendis ómerkilega persónu, eða talið að hann sé merkur jafnt sem listamaður og sem manneskja, eða þá allsendis ómerkilegur í báðum hlutverkum. Slíka afstöðu hafa menn tekið. Eða hann getur sýnt fram á að Wagner sé þjóðernishyggjumaður, eða jafnaðarmaður, óvinur eða vinur Gyðinga, tryggur eða ótryggur eiginmaður, eða þá fyrirrennari annað hvort Leníns eða Hitlers.

Heyrum fyrst tvö vitni saksóknarans. Nafnlaus gagnrýnandi í Parísarblaðinu Figaro getur verið fulltrúi fjölmargra gagnrýnenda sem skrifuðu á sömu nótum og hann:

Þessi tónlist getur aðeins vakið lægstu hvatir manna. Tónlist Wagners vekur svínið frekar en engilinn. En það sem verra er, hún drepur bæði. Þetta er tónlist vitstola geldings.

Þeir sem höfðu ánetjast tónlist Wagners en losnað undan áhrifum hennar aftur töldu sig vera læknaða af sjúkdómi. Friedrich Nietsche skrifaði:

Er Wagner yfirleitt manneskja? Er hann ekki heldur sjúkdómur? Hann sýkir allt sem hann kemur nálægt – hann hefur sýkt tónlistina – […].

Þeir sem höfðu ánetjast tónlist Wagners en losnað undan áhrifum hennar aftur töldu sig vera læknaða af sjúkdómi. Friedrich Nietsche skrifaði:

Er Wagner yfirleitt manneskja? Er hann ekki heldur sjúkdómur? Hann sýkir allt sem hann kemur nálægt – hann hefur sýkt tónlistina – […].

Forsíða að 3. sinfóníu Bruckners.
Forsíða að 3. sinfóníu Bruckners.
Wagner að velja silki.
Wagner að velja silki.
Wagner við vinnu sína umvafinn dýrindis silki og ilmi.
Wagner við vinnu sína umvafinn dýrindis silki og ilmi.

Þeir sem höfðu ánetjast tónlist Wagners en losnað undan áhrifum hennar aftur töldu sig vera læknaða af sjúkdómi. Friedrich Nietsche skrifaði:

Er Wagner yfirleitt manneskja? Er hann ekki heldur sjúkdómur? Hann sýkir allt sem hann kemur nálægt – hann hefur sýkt tónlistina – […].

Nú er ekki hægt að græða peninga með öðru en sjúkri tónlist; stóru leikhúsin okkar lifa á Wagner.

Og þá heyrum við eitt vitni verjandans. Anton Bruckner var svo einlægur aðdáandi Wagners að hann faldi sig í húsasundi, bara til að geta séð honum bregða fyrir þegar hann gekk út úr húsi sínu. Bruckner hlotnaðist einnig sá óumræðilegi heiður að hitta meistarann sjálfan. Í bréfi sem hann skrifaði mörgum árum seinna finnum við ennþá sæluhrollinn. Bruckner ætlaði að biðja Wagner leyfis að fá að tileinka honum þriðju sinfóníu sína. Hann fór til Wagners og bað hann að lita á raddskrárnar að annarri og þriðju sinfóníunni. Fyrst sagðist Wagner engan tíma hafa, en Bruckner taldi hann á að renna augunum yfir þær. Bruckner segir svo frá:

Hann tók mig með sér inn í setustofuna og leit á aðra sinfóníuna. „Gott, gott,“ sagði hann, en svo virtist sem honum fyndist hún ekki nógu framsækin. Síðan sneri hann sér að þriðju sinfóníunni og mælti: „Sjáum bara til! Ja hérna! Ja hérna!“ Svo sagði hann. „Skiljið þér raddskrána eftir. Ég skal líta á hana eftir hádegismatinn.“ Ég gaf í skyn að ég vildi bera fram ósk, og Wagner sagði að ég mætti það. Afar feiminn og með ákafan hjartslátt sagði ég við heittelskaðan meistara minn:

„Meistari, mér liggur dálítið á hjarta, en ég þori ekki að segja það.“

Meistarinn sagði: „Út með það, þú veist hvað mér er hlýtt til þín.“ Þá bar ég fram óskina, en aðeins að því tilskyldu að meistarinn væri tiltölulega ánægður með verk mitt, því að ég vildi ekki vanhelga háæruverðugt nafn hans.

Wagner sagði Bruckner að koma aftur klukkan fimm. Þá hafði hann litið á sinfóníuna.

Meistari allra meistara hljóp á móti mér opnum örmum, faðmaði mig að sér og sagði: „Kæri vinur, það er í lagi með tileinkunina; verk yðar veitir mér ómælda ánægju.“ Mér veittist sú hamingja að sitja við hlið meistarans í tvær og hálfa klukkustund meðan hann ræddi um tónlistarlíf í Vínarborg, bauð mér bjór, tók mig með sér út í garð og sýndi mér gröf sína. Síðan fékk ég, alsæll, að fylgja meistaranum inn í húsið.

Mörgum árum seinna hitti Bruckner meistara sinn aftur:

Meistarinn tók […] í hönd mína og sagði: „Treystið mér, ég skal sjálfur flytja sinfóníuna og öll önnur verk yðar.“ Ég sagði: „Ó, meistari!“, og meistarinn svaraði: „Eruð þér búnir að sjá Parsifal? Hvernig finnst yður hann?“ Af því að hans hágöfgi hélt í hönd mína, kraup ég á kné, þrýsti hendi hans hágöfgi að vörum mér, kyssti hana og sagði: „Ó, meistari, ég tilbið yður!!!“ Þá sagði meistarinn:

„Svona, svona, Bruckner. Góða nótt!!!“ Þetta voru síðustu orðin sem meistarinn sagði við mig.

Þegar gefa átti út þriðju sinfóníu Bruckners fékk prentarinn ströng fyrirmæli um að nafn þess sem verkið var tileinkað skyldi vera meira áberandi en nafn höfundarins:

Ég skal leyfa yður að skreyta titilinn „Sinfónía í d-moll“ með svolitlu skrautmynstri, en ekki meira. Nafn mitt á að vera alveg látlaust. […] En nafnið RICHARD WAGNER á að lýsa í gulli, með einföldum en tignarlegum hætti.

En jafnvel heitustu aðdáendur Wagners þurftu stundum á allri þolinmæði sinni að halda. Hér eru nokkrar setningar úr bréfi sem tónskáldið Peter Cornelius skrifaði sameiginlegum vini þeirra Wagners:

Samband mitt við Wagner getur ekki gengið svona, það er að koma mér í gröfina. Wagner veit ekki og hann mundi ekki trúa því hve óþolandi þreytandi hann er – í þessum látlausa æsingi. […] Til dæmis! Við heimsóttum frú von Bülow nýlega. Wagner tekur strax upp Firdusi eftir Schack og les fyrir okkur þó nokkur kvæði um Rustum og Sohrab. Næst fær Bülow að ljúka sér af – það tekur rétt tólf mínútur – og síðan steypum við okkur beint út í Tristan og Isold – allur fyrsti þátturinn er sunginn fyrir okkur. Þá er borið fram te, og varla höfum við drukkið hálfan bolla þegar Wagner er kominn á kaf að segja söguna um Parsifal – og það tekur allt kvöldið þangað til við förum. […] Og þetta gerist ekki bara öðru hvoru, heldur næstum alltaf. Þessi góði vinur okkar verður að tala um sjálfan sig, hann verður að syngja og lesa úr sínum eigin verkum, annars er hann óánægður. Þess vegna vill hann alltaf vera umkringdur fáum nánum aðdáendurn, því að hann fær ekki sínu framgengt hjá öðru fólki. Eftir að ég hitti hann til að borða með honum klukkan tvö síðdegis á ég enga von um að losna burtu, nema í undantekningartilfellum, og þetta er að ganga af mér dauðum. Og ég get ekki sagt honum það. Það væri óréttlátt, illa gert – hann skilur ekki – hann grunar ekki hvað það sýgur úr mér allan merg að vera með honum við þessi skilyrði, hve ég þarfnast einveru og umfram allt frelsis.

Auðvitað erum við þakklát þegar hann syngur fyrir okkur úr Siegfried. En svo verður hann líka að flytja fyrir okkur alla einræðu Hollendingsins fljúgandi með sömu mærðinni.

Jafnvel þegar Wagner gefur honum dálitla jólagjöf þykir Corneliusi nóg um:

Þessi geggjaði Wagner hafði kveikt ljós á gríðarstóru jólatré, og undir því stóð konunglega ríkmannlegt borð handa mér! Hugsið ykkur bara: dásamlega þykkur yfirfrakki, viðhafnarmikill grár innisloppur, rauður hálsklútur, blátt vindlahylki og kveikjari, dýrindis silkivasaklútar, stórkostlegir ermahnappar úr gulli, Struwwelpeter [þýsk barnabók], glæsilegur blekþurrkari með gylltri áletrun, nokkur vönduð hálsbindi, vindlamunnstykki úr merskúmí merkt upphafsstöfum hans — í stuttu máli gjafir sem einungis austurlenzku ímyndunarafli gæti dottið í hug.

Wagner hafði sjálfur sterka þörf fyrir ríkmannlegt umhverfi til að geta unnið, og sjálfsagt hefur hann talið að sama máli gegndi um vin sinn. Cornelius fór hins vegar hjá sér og var ekki í rónni fyrr en hann hafði gefið öðrum helminginn af jólagjöfunum. Þegar Wagner var nýbyrjaður að semja tónlistina við Rínargullið, skrifaði hann í bréfi til Franz Liszts:

Til að ég geti sökkt mér aftur niður í straum listrænnar sköpunar og til að hafast við í heimi hugarflugsins, þá þarf hugarflugið talsverðan stuðning, og ímyndunaraflið þarfnast næringar. Ég get ekki lifað eins og hundur þegar ég er að vinna, né get ég sofið á halmi og svolgrað í mig ódýrt glundur. Það verður að dekra mig með einum eða öðrum hætti, ef mér á að heppnast hið óumræðilega erfiða verkefni að skapa heim sem er ekki til.

Til að geta samið þurfti Wagner að loka sig inni í herbergi, draga þykk tjöld fyrir gluggana til að útiloka dagsljós og hávaða, raða kringum sig dýrum púðum, ábreiðum, þykkum teppum og veggtjöldum, klæða sig í alveg sérstakan fatnað, og loftið þurfti að vera þrungið ilmi. Þegar Wagner var orðinn frægur var fylgst með hverju fótmáli hans líkt og með poppgoðum nú til dags. Blaðamönnum þótti alldeilis matur í að komast yfir pöntunarlistann sem hann sendi saumakonu sinni í Vínarborg, og þeir voru fljótir að prenta hann.

 1. Einn innisloppur, bleikur með stífum kraga. Annar eins, blár.
  Annar eins, grænn.
  Einn vatteraður innisloppur, dökk-grænn.
 2. Jakkar: Einn bleikur.
  Einn fölgulur.
  Einn ljósgrár.
 3. Buxur: Einar bleikar.
  Einar fölgular.
  Einar ljósgráar.
  Einar dökkgrænar, eins og vatteraði sloppurinn.
 4. Stígvél: Hvít – bleik – blá – gul – grá – græn.
 5. Ábreiður: Ein hvít, útsaumuð, með bleikum bryddingum, fóðruð með þungu bleiku satíni.
  Ein blá með bláum bryddingum, hvítu fóðri.
  Ein bleik með bleikum bryddingum, bleiku fóðri.
  Ein blá rúmábreiða, hvítt fóður.
 6. Púðar: Tveir stórir hvítir, útsaumaðir, mikið skreyttir, annar með bleiku, hinn með gulu.
 7. Borðar: Eins margir og fallegir og til eru, og líka um það bil 10 faðmar af hvítum útsaumuðum borða.
 8. Sendu mikið magn, til dæmis 20 til 30 faðma, af fallega þykka bleika satínefninu.

Að auki fallega blómaknipplinga.

Franska skáldkonan Judith Gautier var þrítug og Wagner var 63 ára þegar þau hittust fyrst. Wagner skrifaði henni eldheit ástarbréf, en notaði tækifærið til að biðja hana um að senda sér nokkrar nauðsynjar frá París.

Hvað ilmvötnin varðar, þá fel ég þau þínum eigin góða smekk og skynsemi. Allt sem þú getur útvegað er velkomið, jafnvel andlitskrem. En ilmurinn má vera í sterkara lagi, því að lyktarskyn mitt er dálítið sljótt.

Og tveimur dögum síðar bætir hann við:

Vertu rausnarleg með baðolíurnar, þar með taldar amburolíur. Baðkarið mitt er beint undir vinnuherberginu, og ég nýt þess þegar ilmurinn stígur upp.

Þegar Wagtier dvaldist í útlegð Zürich skrifaði lögreglan í Vín um hann leyniskýrslur. Hún komst að því að hann væri eyðslusamur, og auk þess vöknuðu hjá henni ýmsar grunsemdir í listrænum efnum:

Richard Wagner býr í Zürich, ekki aðeins í íburðarmiklum munaði, heldur festir hann einnig kaup á afar dýrmætum hlutum, svo sem gullúrum, sem hann greiðir háu verði. Íbúð hans er full af glæsilegum húsgögnum og teppum skreytt silkitjöldum og fínum Ijósakrónum. Álit almennings á tónlist hans fer ört þverrandi, og sú sannfæring manna vex að verk hans, þótt þau séu í glæstum hljómsveitarbúningi, séu gjörsneydd sál og talið er að þvi sem í þeim kann að finnast af hinu síðarnefnda hafi hann stolið.

Þegar þessi lögregluskýrsla var skrifuð, árið 1854, var Wagner nýbyrjaður að semja tónlist að nýju eftir rúmlega fimm ára hlé. Hann hafði lokið við síðustu óperu sína, Lohengrin, í febrúar 1848. Lohengrin var sjötta ópera Wagners; áður hafði hann samið Álfana, Ástarbannið, Rienzi, Hollendinginn fljúgandi og Tannhäuser. Fyrstu tvær óperurnar eru nú svo að segja aldrei fluttar og Rienzi mjög sjaldan. Strax og hann hafði lokið við Lohengrin fór hann að huga að næsta verki, sögunni um Niflungahringinn. Þetta mikla verk, sem lauk ekki fyrr en 26 árum síðar, hófst í október 1848 með því að hann skrifaði fyrstu drög að sögunni í óbundnu máli. Í desember hafði hann samið óperutexta upp úr þessum drögum, Siegfrieds Tod eða Dauða Sigurðar. Jafnframt skrifaði hann greinar um stjórnmál í blöðin. Um sumarið 1849 var gerð uppreisn í Dresden, og Wagner tók þátt í henni. Ekki er nákvæmlega vitað hvað hann gerði, en hugsanlega hjálpaði hann til að smíða handsprengjur og njósnaði um ferðir herflokka úr kirkjuturni. Í maí var gefin út handtökuskipun á hendur honum, hann þurfti að flýja land í skyndi og naut til þess aðstoðar frá Franz Liszt, sem var ævilangur vinur og velgjörðarmaður hans. Wagner settist að í Zürich. Hann var í útlegð frá Þýskalandi í 11 ár, eða til ársins 1860, og frá Saxlandi til ársins 1862. Hann gat því ekki verið viðstaddur frumflutninginn á Lohengrin í Weimar 1850 undir stjórns Liszts.

Í næsta tölublaði verður síðan fjallað um glímu Wagners við stærsta verkið á ferli hans, Niflungahringinn, og heimkontu hans úr útlegðinni fyrir tilstuðlan hins mikla aðdáanda hans, skrautkonungsins og draumóramannsins Lúðviks kóngs af Bayern.