Wieland Wagner í Bayreuth

Hvar og hvenær birt ???

Wieland Wagner (1917-1966) var sonur Winifried og Siegfried Wagner og því sonarsonur Richards Wagner. Ásamt bróður sínum Wolfgang endurreisti Wielarid starfsemi óperuhátíðarinnar í Bayreuth eftir síðari heimstyrjöldina og saman voru þeir bræður yfirstjórnendur hátíðarinnar allt til dauða Wielands. Að auki settu þeir sjálfir upp óperusýningarnar í Bayreuth og komu fram með nýjan stíl í óperuuppfærslum, sem oft hefur verið talað um sem “Nýja-Bayreuth” (Neu-Bayreuth) eða “Verkstæðið Bayreuth” (Werkstatt Bayreuth). Með því er átt við að lögð sé áhersla á að í Bayreuth eigi að fara fram stöðug endurnýjun á túlkun verka Richards Wagner svo þau megi skoða frá sem flestum hliðum.

Hefðbundin túlkun í Bayreuth

Það var að ýmsu leyti torvelt fyrir Wieland Wagner að fara þá leið sem hann valdi við uppsetningu verka afa síns. Richard Wagner hafði gefið nákvæmar leiðbeiningar um útlit sýninga og um leikræna túlkun. Eftir lát_ Richards tók ekkja hans Cosima við stjórntaumunum í Bayreuth. Hún tók fast á þessum málum og krafðist þess að í sviðsetningu ópera Wagners yrði allt eins og hún taldi að Richard hefði viljað. Samkvæmt fyrírmælum hennar urðu söngvarar að stilla sér upp á sviðinu eftir ströngum reglum og fábrotnar hreyfingar þeirra og stellingar urðu að vera eftir fyrirfram ákveðnum sömu reglunum. Þannig varð þetta síðan að vera ár eftir ár, ekki aðeins á óperuhátíðinni í Bayreuth, heídur einnig víða um heim þar sem áhrifa Bayreuth gætti.

Skömmu eftir aldamótin kom svisslendingurinn Adolphe Appia fram með byltingarkenndar hugmyndir um sviðsetningu ópera. Hann taldi að sviðssetningin ætti fyrst og fremst að styðja hina dramatíska túlkun með því að miðla hugarástandi miklu fremur en að setja á svið eftirlíkingu af raunveruleikanum. Á slíkar hugmyndir vildi Cosima ekki hlusta og bannaði rít Appias í Bayreuth. Siegfried sonur Cosimu og faðir Wielands fékk ekki miklu ráðíð um þessi mál á meðan móðir hans lifði þótt hann ætti að heita stjórnandi Bayreuth hátíðarinnar og hafi sviðsett mörg verka föður síns, Skömmu fyrir dauða sinn árið 1930 hafði Siegfried þó unnið að uppsetningu Tannháusers þar sem greina mátti ferska strauma, m.a. í nýstárlegri lýsingu sýningarinnar.

Á að friða Wagner?

Árið 1962 skrifaði Wieland Wagner grein sem hét ” Denkmalschutz fúr Wagner?’, sem í lauslegri þýðingu mætti kalla “Á að friða Wagner?” þar sem hann skýrði nokkur þau sjónarmið sem lágu að baki vinnu hans og urðu til þess að hann hafnaði hinum viðteknu venjum í Bayreuth. í greininni segir m.a. að þótt ítarlegar leiðbeiningar Richards Wagner gefi góða mynd af ýmsum þeim áherslum, sem hann vildi hafa í verkum sínum, þá hafi þær auðvitað tekið mið af möguleikum síns tíma og þeim beri því ekki að fylgja um ailan aldur (“Wagncrs Anweisungen sind nichts anderes ais zusátzliche Beschreibungen seiner szenischen Visionen fúr Partiturunkundige”). Wieland hélt því þvert á móti fram að bæði tæknilegar framfarir (t.d. í lýsingu), breyttar fagurfræðilegar forsendur (t.d. í myndlist) og ný hugmyndafræði hljóti og eigi á hverjum tíma að setja mark sitt á óperuuppfærslur. Hann taldi verk Wagners einmitt sérlega vel til þessa failin því grunnhugmyndir þeirra séu í fullu gíldi á öllum tímum vegna mannlegrar skírskotunar sinnar. (“Die Ideen des Wagnerschen Werkes sind zeitlos gúitig, da sie ewig menschlich sind”),

Greininni lauk Wieland með því að segja að tilgangurinn með uppfærslum á verkum Wagners ætti alls ekki að vera sá að rýna í og fylgja í smáatriðum forskrift Wagners heldur að þjóna sjálfum uppruna verkanna, að túlkunin

eigi að vera ný og fersk í hvert sinn. Á hverja einastu sýningu beri að líta sem tilraun á leið að óþekktu takmarki.

Af hverju Neu-Bayreuth?

Mörg samverkandi atriði hafa að líkindum leitt til þess að þeir bræður Wieland og Wolfgang urðu að taka áhættuna á að setja upp óperur Wagners á algerlega nýjan hátt. Það var ekki aðeins listræn stöðnun Bayreuthhátíðarinnar, sem þeir urðu aö brjótast út úr, heldur líka hitt, að stimpill nazismans hafði brennimerkt jafnt hátíðina sem og sjálfa fjölskyldu þeirra. Þannig varð síðari heimstyrjöldin eins konar “Götterdámmerung” bæði fyrir Þýskaland almennt og fyrir Bayreuth sérstaklega. Til þess að “sól risi úr ægi öðru sinni” vissu þeir bræður, að þeir yrðu að segja skilið við fortíðina með afgerandi hætti,

Margt í verkum og skrifum Richards Wagner gaf líka tilefni og ástæðu til róttækni í túlkun á verkum hans. Sjálfur hafði Richard verið mjög róttækur á ýmsum sviðum, jafnt listrænum sem stjórnmálalegum, og skilaboð hans voru eitt sinn: “Kinder macht was Neues”. í “Bréfi til vina minna” hafði Wagner mæit með því að sviðið yröi rutt af öllu öðru en því allra nauðsynlegasta. Því má segja að í hinum nýstárlegu uppfærslum sínum hafi Wieland tekið afa sinn á orðinu!

Einnig má nefna að í óperum Wagners kemur fram bæði í texta og ekki siður í tónlistinni skilningur eða innsæi hans gagnvart djúpsálarfræði, sem þá var þó alls ekki til orðin sem fræðigrein, en kom síðar fram með kenningum Freud og lærisveina hans. Eftir Freud var alls ekki hægt að líta fram hjá þessari hlið verka Wagners. Það kom þó fyrst í hlut sonarsona hans að með nýjum aðferðum túlka og leggja áherslu á þessar mikilvægu kenningar, sem höfðu svo gjörbreytt hugsunarhætti manna á 20. öldinni. Uppfærslur Wielands lögðu mikla áherslu á djúpsálarfræðilega og symbólistíska túlkun verka Wagners. Til að koma þeirri sýn sem best til skila varð að ryðja af sviðinu öllu óþarfa prjáli, en einföld nútímaleg form og áhrifamikil lýsing og litir notuð til að undirstrika túlkunina.

Wieland Wagner lagði einnig áherslu á að verk Wagners ættu alis ekki að vera safngripir heldur yrðu þau að ná til samtíðar sinnar. Hann taldi t.d. ekki líklegt að gömlu aðferðirnar myndu duga til að vekja áhuga þess fólks sem vaxa myndi úr grasi í skugga kjarnorkusprengjunnar.

En Wieland Wagner leit ekki aðeins til nútímans í túlkun sinni á verkum Richards Wagner. Hann minntist þess að afi hans hafði litið á sig sem arftaka hins forngríska leikhúss. Eins og Grikkirnir sótti Wagner í sjóð goðsagna og dramatísk uppbygging verka hans dró oft dám af hinum grísku fyrirmyndum. Þá má benda á að Wagner teiknaði nýtt óperuhús sitt í Bayreuth með hliðsjón af hinu gríska leikhúsi (“amphiteater”). Með u’malausum sviðsmyndum og búningum áttu uppfærsiur Wielands eftir að minna á tengsl verka Wagners við grísku harmleikina.

Parsifal og Niflungahringurinn 1951

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.

Ungur að aldri lagði Wieland Wagner stund á listmálun og síðan leiktjaldagerð. Sem ungum manni var honum falið að teikna leiktjöldin fyrir sýningu á Meistarasöngvurunum í Bayreuth og fyrir stríð hafði hann sett upp nokkrar óperur, þar á meðai allan Niflungahringinn, í nokkrum óperuhúsum í Þýskalandi.

Að jafnaði bæði leikstýrði og hannaði Wieland Wagner allt útlit sýninga sinna í Bayreuth. Við opnun fyrstu hátíðarinnar eftir stríð árið 1951 var fyrst sýnd uppfærsla hans á óperunni Parsifal og vakti hún strax heimsathygli og ákafar deilur fyrir nýstárlegan stíl. Áhorfendur voru sem þrumu lostnir, margir voru fastagestir frá fyrri tíð og töldu að þarna væri verið að vinna helgispjöll á verki Wagners, en aðrir hylltu sýninguna ákaft. Hinn frægi Wagner sérfræðingur Ernest Newmann skrifaði: “Þetta var ekki aðeins besti Parsifal, sem ég hef séð, heldur einnig ein af þremur eða fjórum mestu andlegu upplifunum sem mig hafa snortið um dagana.” Nýstárleg lýsingin (aðferöin var uppnefnd “Lichtregie”) var umdeild; þegar hljómsveitarstjórinn Hans Knappertsbusch var spurður að því hvernig hann gæti látið bjóða sér að taka þátt í svona uppfærslu, svaraði hann því snúðugt til að það hefði verið svo dimmt.á sviðinu á æfingum að hann hefði ekki séð hvað þar fór fram, hann hafi haldið að sviðsbúnaðurinn kæmi seinna!

 Á sömu hátíð var einnig sýnd ný uppfærsla Wielands á öllum Niflungahringnum, sem var með sama marki brennd, – brynjum, hjálmum og öðrum hefðbundnum búningum og leikmunum var varpað fyrir róða, en eins og í Parsifal var áherslan lögð á innsýn í tilfinninga- og sálarheim persónanna, ekki síst með nýjum leiðum í lýsingu og litbrigðum sviðsins og einföldum búningum og formum. Á sviðinu fór öll atburðarásin fram á afmarkaðri, einfaldri kringlu undir háum himni og minnti þannig á svið forngrísku leikhúsanna, en var um leið tákn hringformsins. Með uppfærslu verksins sýndi Wieland fram á tímaleysi þess, það átti sér ekki lengur stað í forsögulegum norrænum goða- og hetjuheimi, það hefði alveg eins getað verið forngrísk saga eða eithvað allt annað.

Neu-Bayreuth heldur áfram

Á næstu árum leikstýrði Wieland Wagner öllum síðari óperum Richards Wagner í Bayreuth, fyrst Tristan og Isolde 1952, síðan Tannháuser 1954, Meistarasöngvurunum í Nurnberg 1956, Lohengrin 1958 og Hollendingnum fljúgandi 1959.

Það var fyrst og fremst uppfærslan á Meistarasöngvurunum sem olli endanlegu uppgjöri við gömlu Wagnerítana í Bayreuth. Verkið var það “þýskasta” af ölíum verkum Wagners og sem slíkt í margra augum nær heilagt verk. En einnig þar rauf Wieland allar hefðir og mokaði út öllu sem minnt gat á Nurnberg af sviðinu – “Meistarasöngvararnir án Nurnberg” var sýningin úthrópuð. Þegar tjaldið féll púuðu áheyrendur í fyrsta skipti í Festspielhaus í Bayreuth! “Hver mun verja Wagner í Bayreuth?” spurðu æstir þjóðernissinnar.

Hin draumkennda uppfærsla Wielands á Lohengrin 1958 var á þeim tíma af mörgum talin Ijóðrænasta og fallegasta sýning hans, en næsta uppfærsia hans, Hollendingurinn fljúgandi, ári síðar markaði viss kaflaskil. Hið einfalda og táknræna var ekki það sem réði lögum og lofum, heldur sáu áhorfendur nú ekta skip á sviðinu og annað eftir því. Sýningin varð dramatískt mjög áhrifarík og vakti mikla aðdáun.

Með uppfærslu Hollendingsins hafði Wieland sett upp ÖU verk afa síns sem heima áttu í Bayreuth, en á næstu árum setti hann sumar þessar sýninga upp _aftur. Uppfærslan á TrJstan og Isolde 1962 vakxi mikla hrifningu, þar var symbolíkin alls ráðandi, í hverjum þætti var á sviðinu risavaxinn abstrakt skúlptúr og áhrif ljóss og lita voru nýtt til fulls. Þegar þar við bættist að Birgit Nilsson og Wolfgang Windgassen voru í aðalhlutverkum og Karl Böhm stjórnaði, skal engan undra þótt uppfærslan hafi verið sýnd á hverju sumri sjö ár í röö viö miknn fögnuð. Árið 1963 setti Wieland aftur upp Meistarasöngvarana , uppfærslan var enn róttækari en sú fyrri og var sýnd við enn minni hrifningu íhaldssamra aðdáenda Wagners.

Síðasta verkefni Wielands Wagner í Bayreuth var önnur uppfærsla hans á Niflungahringnum 1965. Aftur var róið á mið hins táknræna, en með öðrum hætti en 1951; á sviöinu var sýndur óraunverulegur furðuheimur og aðgerðir og hreyfingar söngvaranna takmarkað við það allra nauðsynlegasta.

Wieland Wagner lést árið 1966 aðeins 49 ára að aldri. Ekki mun ofsagt að hann hafi verið einn helsti áhrifavaldur í óperuleikstjórn um miðja öldina. í kjölfar hans varð gjörbreyting á stíl óperuuppsetninga. Skömmu fyrir dauða sinn haföi Wieland þó velt fyrir sér þörfinni á nýjum áherslum í uppsetningum Wagnerópera, – að þær yrðu að höfða enn meir til samtímans með beinni skírskotun, en ekki með tilvísunum aftur í tímann eða til tímaleysis. Það kom síðar í hlut Wolfgangs bróður hans á áttunda áratugnum að ráða framsækna leikstjóra til að leikstýra óperum Wagners á hátíðinni í Bayreuth og þeir hafa svo sannarlega fært verk Wagners inn í samtímann, jafnvel svo að mörgum finnst meira en nóg um. En það er önnur saga.

Add Your Heading Text Here

  1. Grein þessi er tekin saman í tilefni af fyrirlestri Josefs Lienhart í Goethe Institut: “Szene in Licht und Farbe – Wieland Wagner í Bayreuth”. Greinin er þó á engan hátt byggð á fyrirlestrinum né tengíst honum a.ö.l.

„=“ merkir hjónaband

  • Richard (1813-1883) = Cosima (1837-1930) 
    • Isolde (1865-1919)
    • Eva (1867-1942)
    • Siegfried (1869-1930) = Winifred (1897-1980)
      • Wieland (1917-1966) = (Gertrud 1916) 
        • Iris (1942-)
        • Wolf Siegfried (1943-)
        • Nike (1945-)
        • Dapne (1946-)
      • Friedelind ( (1918)
      • Wolfgang  (1919-)
        • = Ellen (1919-) 
        • Eva (1945-)
        • Gottfried (1947)
        • = Gudrun (1944-)
        • Katharina (1978-)
      • Verena /1920-) = Bodo (1897-1974)
        • Amalie (1944-)
        • Manfred (1945-)
        • Winifred (1947-)
        • Wieland (1949-)
        • Verena (1952-)