Ágætu félagar.
Gleðilegt ár.
Valkyrju Wagners, sem flutt hafði verið á dagsetningar í lok febrúar í ár, hefur enn verið frestað.
Nýjar dagsetningar eru:
Fimmtudagur 24. febrúar 2022 kl. 18:00 (áður 25. febrúar 2021)
Laugardagur 26. febrúar 2022 kl. 16:00 (áður 27. febrúar 2021)
Aðgöngumiðar færast sjálfkrafa yfir á nýjar dagsetningar og gilda þar í sömu sæti. Einnig er hægt að fá þá endurgreidda, ekki samt beint frá Hörpu heldur með milligöngu félagsins, gegn framvísun miða. Hafið því samband við formann eða gjaldkera.
Baldur Símonarson hefur sent út upplýsingar um sýningar á mezzo.tv og eins um sýningar frá Vínaróperunni og Metropolitanóperunni. Á Met er m.a. Valkyrjan 25. janúar og nýi Hollendingurinn 30. janúar. Í Vínaróperunni er mjög spennandi dagskrá frítt, m.a. Rínargullið og Valkyrjan.
Fyrir þá sem hafa mezzo.tv er mikið úrval af óperum á næstu vikum, þökk sé Baldri fyrir samantektina.
Frekari upplýsingar í fylgiskjölum
2021-01-20 Vínaróperan 19.-25. jan. 2021 2021-01-20 Mezzo jan (2) 2021 2021-01-20 Met Opera Jan 26-Feb 01 2021 2021-01-20 Met Opera Jan 19-Jan 25 2021