Jólakveðja frá Wagnerfélaginu

Share on email
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on whatsapp

Ágætu félagar.

Fyrir hönd stjórnar Wagnerfélagsins sendi ég ykkur bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Við þökkum samfylgdina á undanförnum árum og hlökkum til skemmtiegra samverustunda á árinu 2022.

Dagskrá Bayreuthhátíðarinnar 2022 mun ekki liggja fyrir fyrr en í lok febrúar. Það og svo margt annað svífur á skýjum óvissunnar.

Þar sem ég velti fyrir mér hvaða tónlist Wagners væri mest viðeigandi í jólakveðjuna kom mér strax Parsifal í hug. Það fyrsta sem ég fann á youtube var forleikurinn að Parsifal, dásamlega myndskreyttur með íslensku landslagi! Getur þetta verið tilviljun?

Hér er linkurinn til að njóta:
https://www.youtube.com/watch?v=zzvcldLU6us

Þess má svo geta að Parsifal var frumfluttur í Metropolitanóperunni í New York á aðfangadag 1903 og hófst sýningin klukkan fimm. Með löngu hléi eftir fyrsta þátt stóð sýningin framundir miðnætti.

Stóra spurningin fyrir margar amerískar dömur var hvort hægt væri að mæta í síðkjól á sýningu, sem byrjaði klukkan 5. Sumar leystu þetta með að fara heim og skipta í hléinu.

Á meðfylgjandi link er skemmtileg frásögn úr skjalasafni Met. Sýningin var stórmál á sínum tíma þar sem Wagnerfjölskyldan hafði lagt blátt bann við sýningum á Parsifal utan Bayreuth.

https://www.metopera.org/discover/archives/notes-from-the-archives/from-the-archives-the-met-premiere-of-parsifal/?gclid=Cj0KCQiA2ZCOBhDiARIsAMRfv9LhQLVT4monWMNOKENUPsqAkqrxZ-SyEktdkuA0tZ00OASUmh0cyzkaArNnEALw_wcB&gclsrc=aw.ds

Með bestu kveðjum,
Selma Guðmundsdóttir formaður RW félagsins
www.wagnerfelagid.is