Tími: 11. janúar 2025 kl. 13:00
Staður: Safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg
Kvikmyndaleikstjórinn Werner Herzog setti upp Lohengrin í Bayreuth 1987. Árið 1991 var þessi upptaka gerð. Um svipað leyti gerði Herzog margrómaða heimildamynd um Bayreuthhátíðina, The Transformation of the World into Music, en hún hefur einnig verið sýnd hjá félaginu. Þessi uppfærsla er 214 mín að lengd og verður sýnd í Safnaðarheimili Neskirkju. Um hana segir á DVD umslagi: Edgar Allan Poe meets Brothers Grimm in film director Werner Herzog’s probing vision of Wagner’s romantic opera.
Viðburðurinn er á vegum Richard Wagner félagsins á Íslandi.