Meira á döfinni. Ólafur Kjartan og Oddur Arnþór

Richard Wagner félagið á Íslandi

Ágætu félagar.

Það er skammt á milli stórra frétta.

Í fyrsta lagi hefur Sinfónían getað stóraukið fjölda gesta á tónleikana með Stuart Skelton á fimmtudag:
https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/martinu-og-sibelius-sinfoniuhljomsveit-islands/.

Varðandi afar sviplegt og sorglegt fráfall píanósnillingsins og Wagnersérfræðingsins Stefan Mickisch sendi ég link á minningarorð Rainer Fineske, forseta Alþjóðasamtaka Wagnerfélaga um Mickisch:
https://www.richard-wagner.org/rwvi/en/news/news-committee/?collection_id=3165

Og svo nýju fréttirnar, hvort tveggja gleðifréttir:

Oddur Arnþór Jónssons barytón og fv styrkþegi Wagnerfélagsins til Bayreuth og píanóleikarinn frábæri, og félagsmaður, Guðrún Dalía Salómonsdóttir, verða með tónleika í Salnum í Kópavogi 2. mars, með mjög spennandi efnisskrá:
https://salurinn.kopavogur.is/dagskra-og-tonleikaradir/vidburdur/2357/waldeinsamkeit

Og svo nýjasta fréttin, sannarlega óvænt og gleðileg. Ólafur Kjartan Sigurðsson verður með tónleika hjá Íslensku óperunni í Norðurljósum 19. mars ásamt Bjarna Frímanni Bjarnasyni. Framundan hjá Ólafi, sem átt hefur afar glæstan feril erlendis, er m.a. að syngja Biterolf í Tannhäuser í Bayreuth á komandi sumri og svo Alberich í nýja Hringnum, sem verður í Bayreuth 2022. Dásamlegt að íslenskur Wagnersöngvari hafi náð svo langt! Þegar er hægt að tryggja sér miða:
https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/songskemmtun-islensku-operunnar-olafur-kjartan-og-bjarni-frimann/

Bestu kveðjur,
Selma