Kæru óperuvinir
Rósarriddarinn er í ókeypis útsendingu frá Metropolitanóperunni til kl. 22:30 í kvöld. Kristinn Sigmundsson er Ochs barón. Sýningin er 3 tímar og 20 mínútur.
Farið á slóðina https://www.metopera.org, finnið Nightly Opera Stream, smellið á Watch Now. Mjög einfalt.
Parsifal með Tómasi Tómassyni er aðgengileg á ArteConcert þar til í apríl á næsta ári. Leitið að óperum og þar eru margar fleiri https://www.arte.tv/en/
Sýningarnar eru aðgengilegar í snjallsjónvarpstækum. Sláið inn slóðina að ofan, en sýnið þolinmæði. Það tekur nokkurn tíma fyrir slóðina að hlaðast inn. Veljið viðeigandi óperu. Enskir skjátextar koma sjálfkrafa.
Meira um Tómas, umboðsmaður hans er íslensk kona, Ingunn Sighvatsdóttir.
https://www.orlob.net/data/pages/pages-en/TomasTomasson.html
Hann mun fara með hlutverk Klingsors í Parsifal í Genf í mars-apríl á næsta ári.
https://www.operabase.com/artists/tomas-tomasson-17208/en
Í viðhengi er listi yfir sýningar frá Met í næstu viku.
Met Opera 27.7. – 2.8.2020
Góða skemmtun,
Baldur