Metropolitanóperunni á næstunni

Kæru óperuvinir

Í viðhengjum eru skrár um útsendingar frá Metropolitanóperunni 19.-25. okt. (gamanóperur) og 26. okt. til 1. nóv. (stjórnmál í óperum). Sumar sýningar eru frá fyrir daga óperubíóanna, Don Carlo frá 1980 með Renötu Scotto og Sherrill Milnes, og gamanóperan The Ghosts of Versailles eftir John Corigliano, f. 1938.
https://en.wikipedia.org/wiki/John_Corigliano
Met Opera Oct 19-Oct 25 2020
Met Opera Oct 26-Nov 1 2020

Í þessari viku eru óperur eftir Donizetti, meðal þeirra eru líka pólitískar óperur um Túdorana (Anna Bolena, Maria Stuarda og Roberto Devereux). Ég set líka í viðhengi málverk sem sýnir þegar María Skotadrottning er leidd á höggstökkinn. Ég hef sent þá mynd áður.
María Skotadrottning

Svo má líka minna á tónleikaröðina Met Stars Live in Concert, en vægt gjald er tekið fyrir þær.

https://metstarslive.brightcove-services.com

Það er margt áhugavert frá Wigmore Hall, ókeypis upptökur af tónleikum. Það þarf að skrá sig, sem er auðvelt og fljótlegt.
https://wigmore-hall.org.uk
https://wigmore-hall.org.uk/wigmore-hall-live/past-live-streams

Með góðri kveðju,
Baldur