Mezzo í júlí og ágúst 2021

Kæru óperuvinir

Konsertuppfærsla annars þáttar Tristans og Ísoldar frá hátíðinni í Verbier verður á Mezzo-stöðvunum í júlí og ágúst. Hljómsveitarstjóri er Daniele Gatti og meðal söngvara eru Nian Stemme, Stuart Skelton og René Pape.

Sýningarnar eru sem hér segir að íslenskum tíma.

  • Föstudag 23. júlí 16:30-18:00, Mezzo Live HD, bein útsending
  • Miðvikudag 11. ágúst 14:30-16:00, Mezzo
  • Laugardag 14. ágúst 19:00-20:30, Mezzo Live HD, svipuðum tíma og Víkingur á Proms
  • Tónleikar Víkings hefjast kl 18:30 að ísl. tíma, 19:30 að breskum, 20:30 að þýskum.
  • Þriðjudagur 17. ágúst 14:30-16:00, Mezzo
  • Fimmtudagur 19. ágúst 00:00-01:30 Mezzo Live HD
  • Föstudagur 20. ágúst 15:00-16:30 Mezzo Live HD

Sjá: https://www.mezzo.tv/en/Classical/Daniele-Gatti-conducts-Wagner%27s-Tristan-and-Isolde-Act-II-at-the-Verbier-Festival-7915

Góða skemmtun,
Baldur