Kæru óperuvinir

Í viðhengi er skrá um óperusýningar á Mezzo-stöðvunum seinni hluta nóvember. Af nýjum sýningum má benda á Aidu frá Genf, Elektru frá Metropolitan og splunkunýja upptöku af sjaldheyrðri óperu, Carlo il Calvo (Karl sköllótti) eftir Nicola Porpora frá barokkóperuhátíðinni í Bayreuth (Markgräfliches Opernhaus). Karl var sonarsonur Karlamagnúsar.
https://en.wikipedia.org/wiki/Charles_the_Bald

Hann barðist við víkingaher sem sat um París 845.
https://en.wikipedia.org/wiki/Siege_of_Paris_(845)

Deilt er um hvort Ragnar Loðbrók eða einhver annar fór fyrir víkingunum. Ég fæ ekki séð í fljótu bragði að Ragnar komi við sögu í óperunni.
https://en.wikipedia.org/wiki/Ragnar_Lodbrok

Mezzo nóvember 2020

Góða skemmtun,
Baldur