Mezzo í október 2020 – 2

Kæru óperuvinir

Í viðhengi er listi yfir sýningar á Mezzo-stöðvunum seinni hluta október.
Sýningin á Così fan tutte frá París er óvenjuleg, dansarar fara einnig með hlutverkin. Hef séð hluta af henni, leist ekki illa á.
Brottnámið úr kvennabúrinu frá Genf er sögð athyglisverð og vekja fólk til umhugsunar.
Wozzeck frá Grísku þjóðaróperunni fær frábæra dóma, sviðsetning sem og söngur. Hef séð hrafl úr henni, virðist mjög áhrifamikið.
Í næsta mánuði eru tvær sýningar sem hafa ekki sést áður, Aida frá Barcelona sem fær ekki góða dóma, en Don Carlos frá Liège þykir mjög góð.

Á öðrum stöðvum:
NRK2 La 15:55-16:25 Myndir á sýningu fyrir málmblásara
Su 18.10. 17:45-19:40 Beethoven þrefaldur  konsert, Bruckner sinfónía nr.9
SVT2 La 17:10-18:00, Su 18.10. 08:45-09:45 Strindberg og Beethoven
La 18:15-19:45 Su 09:45-11:15 Örlagasinfónía Beethovens. John Eliot Gardiner stjórnar og spjallar um verkið.
Arte Su 18.10. 23:05-01:05 Turandot frá Barcelona. Myndbandagerð Franc Aleu. Fær góða dóma,en er mjög óvenjuleg.

Listi yfir sýningar Mezzo hér

Bestu kveðjur,
Baldur