Kæru tónlistarvinir
Í viðhengi er skrá um óperusýningar á Mezzo í fyrri hluta september. Elektra er mjög góð sýning. Lady Macbeth of Mtsensk hefur fengið frábæra dóma og verður sýnd oft. Hér hluti af því sem Hugh Canning segir í Opera, júlí 2019 um Krzysztof Warlikowski. His staging at the Opéra bastille (seen on April 13)—designed by his regular collaborator, Małgorzata Szczęśniak, with lighting by Felice Ross and video footage by Denis Guéguin—had an integrity of conception and execution that I found entirely compelling and convincing.
Þið kannist kannski við söguna um lögfræðinginn sem fór í sjónmælingu og sagði: Ég get bara lesið neðstu línuna. Nafn hönnuðarins er nokkuð óárennilegt, Małgorzata Szczęśniak. Ég hef að sjálfsögðu afritað þetta af netinu, eins og margt fleira. Svo var Pólverji sem fór í sjónmælingu (utan Póllands) og var sýnd einhver bókstafaruna: Geturðu lesið þetta? Pólverjinn svaraði að bragði: Get ég lesið þetta, við þekkjumst vel.
Ég held að sýningin á Così fan tutte frá París hafi ekki verið sýnd áður á Mezzo. Ég geri ráð fyrir að næsta yfirlit verði sent út 19. september, en ég mun senda upplýsingar um sýningu óperunnar í München á 7 Deaths of Maria Callas.
Svo er viðhengi með efnisskrá tónleika Lisu Davidsen sem verða aðgengilegir á netinu til 9. september. Fjölbreytt og áhugaverð efnisskrá. Ég á samt eftir að sjá og heyra.
Núna er þýskur þáttur á SVT2 um píanóleikarann Arturo Benedetto Michaelangeli, en fyrr á þessu ári var öld liðin frá fæðingu hans. Hann var umdeildur, sérvitur og gat verið erfiður í samskiptum. Tækni hans þótti frábær, en til voru þeir sem kunnu ekki að meta túlkun hans. Meðal annars er rætt við hinn frábæra píanóleikara Cord Garben. Þátturinn er sýndur á morgun, sunnudag kl.10:55 -12:15. Meðal þeirra sem rætt er við eru Vladmir Ashkenazy og Þórunn Jóhannsdóttir.
Góða skemmtun,
Baldur