Niflungahringurinn allur – Hundur í óskilum

Niflungahringurinn allur - Hundur í óskilum

Hund­ur í óskil­um snýr aft­ur í Borg­ar­leik­húsið í haust og nú með verkið Nifl­unga­hring­ur­inn all­ur.

Seg­ir í til­kynn­ingu að þarna verði stór­virki lista­sög­unn­ar dregið sam­an í tveggja tíma hlát­urskast.

„Hund­ur í óskil­um ríður aldrei vaf­ur­log­ann þar sem hann er lægst­ur. Síðast fór hann flikk­flakk og helj­ar­stökk í öll­um herklæðum í gegn­um Njálu á hunda­vaði. Nú tekst hann á hend­ur að færa Íslend­ing­um í fyrsta sinn all­an Nifl­unga­hring Wagners eins og hann legg­ur sig.“

Morgunblaðið, 2. júlí 2025