Hundur í óskilum snýr aftur í Borgarleikhúsið í haust og nú með verkið Niflungahringurinn allur.
Segir í tilkynningu að þarna verði stórvirki listasögunnar dregið saman í tveggja tíma hláturskast.
„Hundur í óskilum ríður aldrei vafurlogann þar sem hann er lægstur. Síðast fór hann flikkflakk og heljarstökk í öllum herklæðum í gegnum Njálu á hundavaði. Nú tekst hann á hendur að færa Íslendingum í fyrsta sinn allan Niflungahring Wagners eins og hann leggur sig.“
Morgunblaðið, 2. júlí 2025