Fyrsti þáttur

Rínargullið

I. Ginnungagap.

Á tjaldi er þetta erindi úr Völuspá í annars kolmyrkum sal

Ár var alda,
það er ekki var,
vara sandur né sær
né svalar unnir;
jörð fannst æva
né upphiminn,
gap var ginnunga,
en gras hvergi.

Erindið deyr út þegar komið er fram í forspilið

II. Forspil

III. Dögun
Andvari afneitar ástinni

Andvari er orðlaus af bræði eftir árangurslausan eltingarleik við Rínardætur.
Þá sér hann birtu berast að ofan.
Í dagsbirtunni kviknar gullglóð efst á kletti og ljómar upp allan hylinn.

Voglinda
Sjá, systur!
Nú dagstjarna í djúpinu hlær.

Vellgunnur
Gegnum grænan flaum
þeim sofanda sendir hún koss.

Fljóthildur
Hún kyssir hans auga,
upp skal það ljúkast.

Vellgunnur
Sjá, hann brosir
er birtan skín.

Voglinda
Hann um Rínarstraum
stafar geislum sem sól.

Allar þrjá
Hæjajahæja!
Hæjajahæja!
Vallalalalala læjajahæ!
Árgull!
Árgull!
Sindrandi sæld,
hve sólbjört og tigin þú hlærð!
Glóandi glit
þú glæðir um bylgjunnar vé
Hæjajahæ!
Hæjajahæja!
Vinur vor!
Vakna þú!
Fjöruga leiki
leikum við þér.
Ljómar nú fljót,
logar nú flúð,
við köfum í djúpið,
dönsum og syngjum,
um beð þinn við bregðum á sund.
Árgull!
Árgull!
Hæjajahæja!
Vallalalalalalæja jahæ!

Andvari
Hvað er það, álar,
sem þarna skín svo skært?

Allar þrjár
Hvar býrðu, bjargbúagrey,
fyrst þér blöskrar gullið í Rín?

Woglinde
Lugt, Schwestern!
Die Weckerin lacht in den Grund.

Wellgunde
Durch den grünen Schwall
den wonnigen Schläfer sie

Flosshilde
Jetzt küßt sie sein Auge,
daß er es öffne.

Wellgunde
Schaut, es lächelt
in lichtem Schein.

Woglinde
Durch die Fluten hin
fließt sein strahlender Stern!

Die drei
Heiajaheia!
Heiajaheia!
Wallalallalala leiajahei!
Rheingold!
Rheingold!
Leuchtende Lust,
wie lachst du so hell und hehr!
Glühender Glanz
entgleißt dir weihlich im Wag!
Heiajahei!
Heiajaheia!
Wache, Freund,
wache froh!
Wonnige Spiele
spenden wir dir:
flimmert der Fluß,
flammet die Flut,
umfließen wir tauchend,
tanzend und singend,
im seligen Bade dein Bett.
Rheingold!
Rheingold!
Heiajaheia!
Wallala lalaleia jahei!

Alberich
Was ist’s, ihr Glatten,
das dort so glänzt und gleigt?

Die drei
Wo bist du Rauher denn heim,
daß vom Rheingold nie du gehört?

Þær synda kringum klettinn með sívaxandi fögnuði.
Allt djúpið ljómar í gullnu geislaflóði.
Andvari starir hugfanginn á gullið.

Vellgunnur
Veit hann ei neitt
um hið hýra auga
sem sækir vaka og svefn?

Voglinda
Né um gleðistjömu
strauma og hyls
sem birtu bylgjunum ljær?

Allar þrjár
Sjá hve sælar
við syndum í ljóma!
Viltu, blauður,
þar baðast líka?
Þá busla og fagna með oss!
Vallala lalalæjalalæ!
Vallala lalalæja jahæ!

Andvari  
Er þá gullið knöttur
í kafaraleik?
Þá met ég það minna!

Voglinda
Þá listasmíð
smáði hann vart
þekkti hann öll hennar undur.

Vellgunnur
Því auð heimsins
sá hreppir til eignar
sem úr því gulli
sjóða kann hring
er veita mun óskorað vald.

Fljóthildur
Svo mælti faðir.
Því fól hann okkur
gullsins góða
að gæta vel
til að enginn því rændi með refjum.
Svo þaggið allt ykkar þvarg!

Vellgunnur
Þú vitrust systra,
er vítanna þörf?
Hefurðu gleymt
hvers sá þarf til
sem hringinn smíða sér kýs?

Voglinda
Sá einn er vísar
elsku á bug,
afneitar ástar
yndi og hug,
hann einn mun eflt geta seiðinn
og hring úr gullinu gert.

Vellgunnur
Við kvíðum engu
og kát er lund
því skepnan öll vill elska.
Enginn vill vera án ástar.

Voglinda
Og dvergurinn sízt
svo djarfur af girnd.
Af ástarbrá
beinin hann ber.

Fljóthildur
Ég geiglaus er
við álf eins og hann
því hans lostabál
brenndi mig nær.

Vellgunnur
Sem brennisteinn
hér í bylgjuflaum
af ástarbrima
bullar hann.

Allar þrjár
Vallala! Vallalæjalala!
Álfurinn hýri,
hlærðu ekki með?
Hér í Ijóma gulls
hve lýsir af þér!
Já kom, hugljúfi, hlæjum nú öll!
Hæjajahæja! Hæjajahæja!
ValIalalalalalæja jahæ!

Wellgunde
Nichts weiß der Alp
von des Goldes Auge,
das wechselnd wacht und schläft?

Woglinde
Von der Wassertiefe
wonnigem Stern,
der hehr die Wogen durchhellt?

Alle drei
Sieh’, wie selig
im Glanze wir gleiten!
Willst du Banger
in ihm dich baden,
so schwimm und schwelge mit uns!
Wallala lalaleialalei!
Wallala lalaleia jahei!

Alberich
Eu’rem Taucherspiele
nur taugte das Gold?
Mir es dann wenig!

Woglinde
Des goldes Schmuck
schmäte er nicht,
wüßte er all seine Wunder!

Wellgunde
Der Welt Erbe
gewänne zu eigen,
wer aus dem Rheingold
schüfe den Ring,
der maßlose Macht ihm verlieh’.

Flosshilde
Der Vater sagt’ es,
und uns befahl er,
klug zu hüten
den klaren Hort,
daß kein Falscher der Flut ihn entführe:
d’rum schweigt, ihr schwatzendes Heer!

Wellgunde
Du klügste Schwester!
Verklagst du uns wohl?
Weißt du denn nicht,
wem nur allein
das Gold zu schmieden vergönnt?

Woglinde
Nur wer der Minne
Macht versagt,
nur wer der Liebe
Lust verjagt,
nur der erzielt sich den Zauber,
zum Reif zu zwingen das Gold.

Wellgunde
Wohl sicher sind wir
und sorgenfrei:
denn was nur lebt, will lieben;
meiden will keiner die Minne.

Woglinde
Am wenigsten er,
der Iüsterne Alp:
vor Liebesgier
möcht’ er vergeh’n!

Flosshilde
Nicht fürcht’ ich den,
wie ich ihn erfand:
seiner Minne Brunst
brannte fast mich.

Wellgunde
Ein Schwefelbrand
in der Wogen Schwall:
vor Zorn der Liebe
zischt er laut.

Alle drei
Wallala! Wallaleialala!
Lieblichster Albe,
lachst du nicht auch?
In des Goldes Scheine
wie leuchtest du schön!
O komm, Lieblicher, lache mit uns!
Heiajaheia! Heiajaheija!
Wallalala Ieiajahei!

Þær synda fram og aftur og hlæja í ljósinu.
Andvari hefur ekki augun af gullinu né eyrun af orðum systranna.

Andvari
Svo auð heimsins
ég eignast ef öðlast ég big?
Þótt ást náist ekki
með valdi, þá nær vald í nautn.
Spottið mig nú!
Sjá Niflung nálgast í leik!

Alberich
Der welt Erbe
gewänn’ ich zu eigen durch dich?
Erzwäng’ ich nicht Liebe,
doch listig erzwäng’ ich mir Lust?
Spottet nur zu!
Der Nibelung naht eu’rem Spiel!

Hann klífur klettinn þar sem gullið er.
Systurnar tvístrast með hrópum og köllum og koma aftur í ljós hver í sinni áttinni.

Allar þrjár
Hæja! Hæja! Hæjajahæ!
Björgum oss
frá brjáluðum dverg! 
Vatnið skvettist úr
skrefunum hans.
Nú varð hann óður af ást!
Hahahahahahaha!

Alle drei
Heia! Heia! Heiajahei!
Rettet euch!
Er raset der Alp!
In den Wassern sprüht’s,
wohin er springt:
die Minne macht ihn verrückt!
Hahahahahahaha!

Dvergurinn kemst upp á klettinn.

Andvari
óhræddar enn?
Nú daðrið í myrkri
drósir í Rín!
Því ljós logans ég slekk,
af klettinum gríp ég gull,
smíða hinn heiftrækna hring.
Já hlustaðu, Rín!
Ást ég hafna um eilífð!

Alberich
Bangt euch noch nicht?
So buhlt nun im Finstern,
feuchtes Gezücht!
Das Licht lösch’ ich euch aus;
entreiße dem Riff das Gold,
schmiede den rächenden Ring;
denn hör’ es die Flut –
so verfluch’ ich die Liebe!

Hann hrifsar gullið og steypist i djúpið.
Niðamyrkur.
Systurnar elta hann.

Fljóthildur
Grípið nú þjófinn!

Vellgunnur
Gullið skal nást!
Voglinda og Vellgunnur
Hjálp oss! Hjálp oss!

Allar þrjar
Vei! Vei!

Flosshilde
Haltet den Räüber!

Wellgunde
Rettet das Gold!
Woglinde und Wellgunde
Hilfe! Hilfe!

Alle drei
Weh! Weh!

Þær hverfa í djúpið. Andvari hlær.
Bylgjurnar breytast í ský sem síðan hverfa.
Það er dögun á fjallstindi.
Þar sofa Óðinn og Frigg á blómguðum bakka.

IV. Borg rís í Miðgarði

Á öðru flalli í fjarska kemur mikil borg í ljós. Frigg vaknar og sér borgina. Hún er hrædd

Frigg
Óðinn, nú vakna, vinur!

Fricka
Wotan, Gemahl! Erwache!

Óðinn sefur áfram.

Óðinn
Hinn góða gleðinnar sal
nú geyma hans hlið og dyr:
karlmanns æra,
eilífðarvald,
orðstír sem aldregi deyr!

Frigg
Vak, ekki dreyma!
Draumur er tál.
Nú vakna, karl, nota vitið!

Wotan
Der Wonne seligen Saal
bewachen mir Tür und Tor:
Mannes Ehre,
ewige Macht,
ragen zu endlosem Ruhm!

Fricka
Auf, aus der Träume
wonnigem Trug!
Erwache, Mann, und erwäge!

Hann rís upp við dogg og festir strax augun á borginni.

Óðinn
Sjá alskapað eilífðarverk!
Á efsta tindi
reis ása borg,
gnæfir hátt
hin geislandi höll.
Draumur vísaði veg,
veginn vilji minn fór.
Fögur, sterk
stendur þú þar,
glæsta, göfuga borg!

Wotan
Vollendet das ewige Werk:
auf Berges Gipfel
die Götter-Burg
prächtig prahlt
der prangende Bau!
Wie im Traum ich ihn trug,
wie mein Wille ihn wies,
stark und schön
steht er zur Schau;
hehrer, herrlicher Bau!

Framsaga

Loki: Hittast æsir á Iðavelli. Þa er Óðinn fremstur, Alfaðir og Valfaðir. Hann á sér tólf nöfn, segir Snorri. Kona hans er Frigg sem býr á Sökkvabekk. Hún hefur hrúta tvo fyrir reið sinni. Þór á hamarinn Mjölni og tvo hafra sem draga reið hans. Hann heitir líka Ása-Þór og Öku-Þór. Hann er þrumuguð. Freyja og Freyr eru ágætust af ásum. Það segir Snorri. Freyr ræður sól og regni og ávexti jarðar. Á Freyju heitum við til ásta. Reið hennar draga tveir kettir. Meðan ég man. Ég heiti Loki. Ég er Laufeyjarson.

Óðinn gerði kaup við tvo jötna, þá Fáfni og Regin, um að gera ásum borg svo góða að þaðan gæti hann stýrt öllum heimi í krafti laga sinna og sáttmála. Sáttmáli heimsins var letraður á spjót hans. Borgarsmiðirnir mæltu sér það til kaups að þeir skyldu eignast Freyju, gyðju ástar og æsku. Hún gætti eplanna sem æsir átu til að eldast ekki. Frigg bar Óðin þungum sökum fyrir þessi kaup. Hún var skass og hann var skepna.

Þegar karla þyrstir í auð og völd, sagði Frigg, er þeim ekkert heilagt. Engin æska, engin ást og engar konur. En Óðinn sagði henni að hann hefði aldrei hugsað sér að standa við kaupin. Það vissi Freyja ekki, og hún var skelfd.

V. Freyja flýr Regin

Freyja
Ver mig, systir,
vernda mig, mágur!
Af fjalli efra
ógnar mér Reginn
og segist sækja mig bráðum.

Óðinn
Ógni sá!
Sástu ekki Loka?

Frigg
Já þú treystir að vanda
á vélabrögð hans!
Margt böl hann bakaði oss fyrr,
og veiðir þig enn í vað sinn.

Óðinn
Ef krafizt er kjarks
ég kemst einn af án hjálpar.
En ef níðingsskap
í nyt skal færa
véla og kænsku það krefst,
og Loki er liprastur þar.
Hann samdi sáttmála þann,
og sór að laus mundi Freyja.
Á ráð hans reiði ég mig.

Frigg
Og hann er ekki hér!
Hratt skálma þar
nú þursarnir tveir.
Hvar dvelst þinn vélráði vin?

Freyja
Hvað dvelur mína bræður
sem bjarga mér skyldu
þegar mágur mér magnlausri bregzt?
Kom, Þór, til hjálpar!
Kom hér! Kom hér!
Bjarga Freyju, þú Freyr!

Frigg
Þeir sem svikasáttmálann gerðu
í felur fóru um sinn.

Freia
Hilf mir, Schwester!
Schütze mich, Schwäher!
Vom Felsen drüben
drohte mir Fasolt,
mich Holde käm’ er zu holen.

Wotan
Laß’ ihn droh’n!
Sah’st du nicht Loge?

Fricka
Daß am liebsten du immer
dem Listigen traust!
Viel Schlimmes schuf er uns schon,
doch stets bestrickt er dich wieder.

Wotan
Wo freier Mut frommt,
allein, frag’ ich nach keinem;
doch des Feindes Neid
zum Nutz’ sich fügen,
lehrt nur Schlauheit und List,
wie Loge verschlagen sie übt.
Der zum Vertrage mir riet,
versprach mir, Freia zu lösen:
auf ihn verlass’ ich mich nun.

Fricka
Und er läßt dich allein!
Dort schreiten rasch
die Riesen heran:
wo harrt dein schlauer Gehilf?

Freia
Wo harren meine Brüder,
daß Hilfe sie brächten,
da mein Schwäher
die Schwache verschenkt?
Zu Hilfe, Donner!
Hieher, hieher! Rette Freia, mein Froh!

Fricka
Die im bösen Bund dich verrieten,
sie alle bergen sich nun.

Reginn og Fáfnir koma inn með stóra stafi í höndum.

Reginn
Blítt þig
blundur lék.
Við bræður reistum
höll án blunds á brá,
þreyttumst ei
þrotlaust strit,
hörðu grjóti
hlóðum við.
Turninn hár,
hlið og dyr,
hlífa sal
í borg á bjargi hátt.
Þarna er

Fasolt
Sanft schloß
Schlaf dein Aug’:
wir beide bauten
Schlummers bar die Burg.
Mächt’ger Müh’
müde nie,
stauten starke
Stein’ wir auf;
steiler Turm,
Tür und Tor,
deckt und schließt
im schlanken Schloß den Saal.
Dort steht’s,

Hann bendir á borgina.

okkar smíði.
Ljómar björt
í ljósi dags.
Gangið inn
og greiðið laun.

Óðinn
Þá kjósið nú kaup.
Hvað kunnið þið að meta?

Reginn
Við sættumst á
hvað samið var um.
Er minnið orðið myrkt?
Freyja hin ljúfa,
ljúfasta Freyja
var loforð þitt.
Hún heldur með heim.

was wir stemmten;
schimmernd hell
bescheint’s der Tag:
zieh nun ein,
uns zahl’ den Lohn!

Wotan
Nennt, Leute, den Lohn:
was dünkt euch zu bedingen?

Fasolt
Bedungen ist’s,
was tauglich uns dünkt:
gemahnt es dich so matt?
Freia, die holde,
Holda, die freie
– vertragen ist’s –
sie tragen wir heim.

Framsaga

Loki: Óðinn vildi rifta kaupunum. En Reginn minnti Óðin á, af einfeldni bergrisans, að Alfaðir mætti enga eiða rjúfa. Allt vald hans og ása væri reist á sáttmálum og lögum. Þegar svona stóð á treysti Óðinn ræfillinn ævinlega á mig. Annars reiddi hann sig á Jörð því hún sá óorðna hluti. Vitið þér enn, eða hvað? Snorri Sturluson segir að áður en borgarsmíðinni lauk hafi ég brugðið mér í merarlíki og tryllt Svaðilfara, stóðhest borgarsmiðsins, svo að smiðurinn gat ekki lokið verkinu, og síðan hafi ég kastað áttfættu fylli sem varð Sleipnir hestur Óðins.

Þetta er tóm vitleysa hjá Snorra. Hið rétta er að ég hafði komizt á snoðir um Rínargullið í fórum Andvara dvergs í Niflheimi. Ég vildi fyrst að því yrði skilað til Rínardætra þar sem það átti heima. En þegar Fáfnir og Reginn, og eins Óðinn og Frigg, fréttu af hringnum Andvaranaut sem veitti óskorað vald yfir heiminum öllum, þá fylltust þau ástríðu til gullsins og hringsins.

Ég stakk upp á að við stælum öllu saman. Fáfnir og Reginn gætu fengið gullið, en æsir haldið Freyju og þar með eplunum og æsku sinni. Þetta gekk eftir.

Í krafti hringsins sem Andvari smíðaði sér úr Rínargullinu ríkti hann yfir öllum Niflungum í Niflheimi. Þangað héldum við Óðinn og höfðum af Andvara, með brögðum og valdi, bæði gullið og ægishjálminn og á endanum hringinn Andvaranaut. Það var ég sem beitti brögðunum, en Óðinn valdinu.

VI. Álög Andvara
Innreið ása í Valhöll

Andvari er í fjötrum.

Óðinn
Fá mér hring!
Það helgar þér
hringinn ekki, þitt mas.

Wotan
Her den Ring!
Kein Recht an ihm
schwörst du schwatzend dir zu.

 

Hann rífur hringinn af fingri Andvara með ofstopa.

Andvari
Sjá mig rúinn,
í rúst af döprum hinn daprasta þræl.

Óðinn
Ég held því sem hampar mér,
af voldugum mest hlýt ég vald.

Loki
Er hann þá laus?

Óðinn
Leysið hann!

Alberich
Ha! Zertrümmert! Zerknickt!
Der Traurigen traurigster Knecht!

Wotan
Nun halt’ ich, was mich erhebt,
der Mächtigem mächtigsten Herrn!

Loge
Ist er gelöst?

Wotan
Bind’ ihn los!

Loki leysir Andvara úr fjötrunum.

Loki
Hypja þig heim!
Engin hindrun lengur.
Heim farðu nú frjáls!

Andvari
Er ég þá frjáls?

Loge
Schlüpfe denn heim!
Keine Schlinge hält dich:
frei fahre dahin!

Alberich
Bin ich nun frei?

Hann hlær trylltum hlátri.

Alveg frjáls?
Þá fyrstum skal
ykkur fagna frelsi mitt.
Fyrir bölvun hlaut ég hring,
nú hringnum bölva ég.
Gull hans gaf
mér gífurlegt vald,
hans töfrar tryggi
bana þeim er hann ber!
Ei glaðri lund
gleði hann fær,
engum hamingjumanni
neitt happ né bros.
Sá sem hann á
af sorgum skal bugast,
sá sem á ekki
sé öfundar bráð.
Sérhver girnast
mun gæði hans,
en enginn hans njóta
svo not verði af.
Sínum herra færir ei feng,
en hann freistar morðingjahers.
Við dóminn til dauða
gungan mun fyllast af geig.
Og ævin öll
verður dauðanum vígð.
Þá drottinn hrings
verður hringsins þræll
unz í hendur mér
því rænda næ ég að nýju.
Svo blessar
í bágri neyð
einn svartálfur hringinn sinn.
Nú hirðið hann,
hafið á gát!
Bölvun mín bresta mun seint.

Wirklich frei?
So grüß‘ euch denn
meiner Freiheit erster Gruß!
Wie durch Fluch er mir geriet,
verflucht sei dieser Ring!
Gab sein Gold
mir – Macht ohne Maß,
nun zeug’ sein Zauber
Tod dem, der ihn trägt!
Kein Froher soll
seiner sich freu’n;
keinem Glücklichen lache
sein lichter Glanz;
wer ihn besitzt,
den sehre die Sorge,
und wer ihn nicht hat,
den nage der Neid!
Jeder giere
nach seinem Gut,
doch keiner genieße
mit Nutzen sein’;
ohne Wücher hüt’ ihn sein Herr,
doch den Würger zieh’ er ihm zu!
Dem Tode verfallen,
fessle den Feigen die Furcht;
so lang’ er lebt,
sterb’ er lechzend dahin,
des Ringes Herr,
als des Ringes Knecht:
bis in meiner Hand
den geraubten wieder ich halte!
So – segnet
in höchster Not
der Nibelung seinen Ring!
Behalt’ ihn nun,
hüte ihn wohl:
meinen Fluch fliehest du nicht!

Andvari steypir sér ofan í gjá.

Loki
Heyrðir þú kæra
kveðju hans?

Loge
Lauschtest du
seinem Liebesgruß?

Óðinn er hugfanginn af hringnum á fingri sér.

Óðinn
Felli hann froðu að vild!

Wotan
Gönn’ ihm die geifernde Lust!

Loki skimar í fjarska.

Loki
Reginn og Fáfnir
rata á vorn fund.
Freyju færa þeir oss.

Loge
Fasolt und Fafner
nahen von fern;
Freia führen sie her.

Þór, Freyr og Frigg koma úr þokunni.

Freyr
Þau sneru þá við.

Þór
Velkominn, bróðir!

Frigg
Gerast fréttir góðar?

Loki
Með valdi og vél
er verkið leyst.
Hér liggur lausnargjald.

Þór
Og úr fjötrum frjáls
Freyja nú nálgast.

Freyr
Hve yndishlýr blær
andar á ný,
fagnaðarsæld
nú fyllir vorn hug.
Döpur yrðu vor örlög
ef aldrei sæist hún meir
sem veitir eilífrar æsku
unað og gleði og dug.

Froh
Sie kehrten zurück.

Donner
Willkommen, Bruder!

Fricka
Bringst du gute Kunde?

Loge
Mit List und Gewalt
gelang das Werk:
dort liegt, was Freia löst.

Donner
Aus der Riesen Haft
naht dort die Holde.

Froh
Wie liebliche Luft
wieder uns weht,
wonnig Gefühl
die Sinne erfüllt!
Traurig ging’ es uns allen,
getrennt für immer von ihr,
die leidlos ewiger Jugend
jubelnde Lust uns verleiht.

Það birtir fremst á sviðinu. Æsir sýnast ungir aftur fyrir vikið. En borgin sést ekki á fjallinu fyrir mistri. Reginn og Fáfnir koma inn og leiða Freyju. Frigg hleypur fagnandi til systur sinnar.

Frigg
Systir min góða,
gleði mín mest!
Ég hef þá heimt þig að nýju?

Reginn
Nei! Haltu þér frá!
Hún er eign vor enn!
Við Jötunheims
háfjallabrún
hvíldumst við þrjú.
Af tryggum hug
þá við trúðum enn
traustri sátt.
Ekki er mér skemmt
að skila Freyju.
Nú ber að leggja
fram lausnargjald.

Óðinn
Nú gjaldið skal goldið,
og gullið allt
mælt sem réttast og metið.

Reginn
Að missa konu
veldur mér sárustu sorg.
Eigi hún að hverfa úr hug mér
þá skal haugur gulls
hylja hana sýn,
og auga mitt
þá aldregi sjá hana meir.

Óðinn
Svo Freyju mynd
þá miða skal við.

Fricka
Lieblichste Schwester,
süßeste Lust!
Bist du mir wieder gewonnen?

Fasolt
Halt! Nicht sie berührt!
Noch gehört sie uns.
Auf Riesenheims
ragender Mark
rasteten wir:
mit treuem Mut
des Vertrages Pfand
pflegten wir
so sehr mich‘s reut,
zurück doch bring‘ ich‘s,
erlegt uns Brüdern
die Lösung ihr.

Wotan
Bereit liegt die Lösung:
des Goldes Maß
sei nun gütlich gemessen.

Fasolt
Das Weib zu missen,
wisse, gemutet mich weh:
soll aus dem Sinn sie mir schwinden,
des Geschmeides Hort
häufe denn so,
daß meinem Blick
die Blühende ganz er verdeck’!

Wotan
So stellt das Maß
nach Freias Gestalt.