Þriðji þáttur

Sigurður Fáfnisbani
og Ragnarök

Sigurður Fáfnisbani

Á tjaldi er þetta erindi úr Grípisspá:

Þú munt maður vera
mæztur und sólu
og hæstur borinn
hverjum jöfri,
gjöfull af gulli,
en glöggur flugar,
ítur áliti
og í orðum spakur.

Framsaga

Jörð: Þessu spáði Grfpir fyrir Sigurði. Sigurður óx upp, munaðarlaus, í skógarhelli hjá dverginum Mfmi. Mimir var bróðir Andvara sem átt hafði hringinn Andvaranaut. Mimir þóttist vera faðir S igurðar.

Loki: Og meira að segja móðir hans lfka.

Jörð: En Sigurður hafði séb dýrin f skóginum, feður og mæður me3 ungviði sfnu. Af Pvi vissi hann hvað ást var, og eins að hann elskaði ekki dverginn. Af 13vi vissi hann lfka að ungviðið liktist foreldrunum, og eins að Peir MIrnir voru ekki likir. Hann hafði séð mynd sína í lind f skóginum. Og Mfmir varð að segja honum af Signýju móður hans.

Loki: Stundum lék Sigurður sér við villidýrin. Sigurður Fáfnisbani var glöggur flugar, sagði Grípir. Hann kunni ekki að hræðast, segir Völsunga saga. Hún ætti a8 vita Pað.

Jörð: Óðinn hafði sagt Mími að sá einn sem kynni ekki að hræðast gæti smíðað aftur sverðið Gram sem óðinn hafði brotið f tvennt. Og Sigurður smíðaði Gram. Svo hjó hann f steðjann og klauf niður fótinn. Gramur brast ekki né brotnaði.

Loki: Munið þið eftir ævintýrinu um drenginn sem fór út f heim til að læra að hræðast? A fslandi heitir þessi strákur ófælni drengurinn, nema hjá Húnvetningum. Deir kalla hann Jón hrædda og segja að hann hafi verið frá Borðeyri. En vitið þið hver hann var? Sigurður Fáfnisbani og enginn annar. Þetta vissuð þið ekki.