Kæru óperuvinir.
Breski bassa-baritóninn Norman Bailey lést nýlega í Bandaríkjunum, 88 ára að aldri. Hann var þekkur fyrir túlkun sína á Wotan og ekki síður á Hans Sachs í Meistarasöngvurunum.
Ég sá og heyrði hann fyrst sem Sachs á sýningu Sadler’s Wells Opera í London Coliseum haustið 1969. Sungið var á ensku. Í helstu hlutverkum voru: Eva: Margaret Curphey, Walther von Stolzing: Alberto Remedios, David: Gregory Dempsey, Beckmesser: Derek Hammond Stroud. Leikstjórar voru Glen Byam Shaw og John Blatchley og hljómsveitarstjóri var Reginald Goodall, sem frægur var fyrir hæg tempi. Stundum voru Bailey og Goodall ekki sammála.
Ég sá hann næst sem Hagen í Götterdämmerung, einnig í Coliseum snemma árs 1971. Þetta var rómuð sýning undir stjórn Reginalds Goodall. Ég sá einnig Siegfried í þessum hring, en ekki Rínargullið eða Valkyrjuna. Sungið var á ensku í þýðingu Andrews Porter. Leikstjórar voru Glen Byam Shaw og John Blatchley. Rita Hunter var aðsópsmikil (og fyrirferðarmilkil!) sem Brünnhilde. Alberto Remedios var Siegfried og Derek Hammond Stroud var Alberich. Ég er næstum viss um að ég sá hann einnig sem Wotan í Siegfried.
Loks sá ég Norman Bailey sem Amfortas í Parsifal í Covent Garden þriðjudaginn 27. apríl 1971. Það var sviðssetning Herberts Graf frá 1959, en um endursýninguna sá Ande Anderson. Hljómsveitarstjóri var Reginald Goodall. Í öðrum hlutverkum voru: Kundry: Amy Shuard, Parsifal: Jon Vickers. Kiri Te Kanawa var ein af blómastúlkunum. Það var áður en hún varð fræg sem greifynjan í Brúðkaupi Fígarós. Ég var svo heppinn að sjá þá sýningu i desember 1971.
Ítarleg minningargrein birtist í Telegraph. Þar sem hún er einungis opin áskrifendum, læt ég þennan bút fylgja.
In 1969 Bailey became the first Anglo-Saxon to sing Hans Sachs at Bayreuth, though he recalled that not everyone was happy to see a non-German in the role. He was shocked when one of the chorus revealed that some of the company did not want him to succeed. “A lot of German people like to identify with Sachs,” he later explained. “He has so many good qualities. In a way he’s a symbol of mature wisdom. That, I think, is why they tend to be so possessive of the role.”
Það er jafnvel ekki óalgengt sjónarmið í Þýskalandi í dag að Þjóðverjar þurfi ekkert á því að halda að hlusta á neina Englendinga, meira að segja að aðeins Þjóðverjar geti túlkað Bach með réttum hætti.
Wagnersérfræðingurinn Barry Millington skrifar minnngargrein í The Guardian.
https://www.theguardian.com/music/2021/sep/22/norman-bailey-obituary
The Arts Desk – Greatest of Wagnerians remembered by four fellow-singers and two conductors
https://theartsdesk.com/opera/rest-now-you-god-remembering-bass-baritone-norman-bailey-1933-2021
Meðal söngvaranna eru Susan Bullock og John Tomlinson. Á slóðinni eru einnig þrjú tóndæmi: Sönglög eftur Hugo Wolf (50 mín.), einræða Hans Sachs (6 mín.) og kveðja Wotans (20 mín.).
Með góðri kveðju,
Baldur Símonarson