Ólafur Kjartan í Bayreuth – með meiru

Ágætu félagar.

Eins og allir vita var Bayreuthhátíðin felld niður í ár, en í staðinn er ýmislegt í gangi frá Bayreuth á netinu. Samhliða hátíðinni undanfarin ár hefur verið dagskrá undir nafninu  Diskurs Bayreuth, þar sem yfirleitt hefur verið frumsýnd glæný “ópera” núlifandi tónskálds, oftast mjög framúrstefnulegt. Diskurs 2020 var sent út online frá Festspielhaus 29. júlí og er enn á heimasíðu hátíðarinnar: https://www.bayreuther-festspiele.de/en/festspiele/news/2020/launch-of-bayreuth-discourse-online/.

Annar af tveim söngvurum í verkefninu er Ólafur Kjartan Sigurðarson. Hann hefur á undanförnum árum unnið með Katharinu Wagner, fyrst í Prag og síðan í Barcelona, þar sem hann átti að syngja Telramund í Lohengrin, en aflýsa þurfti frumsýningu með tveggja daga fyrirvara. Sex félagsmenn okkar sátu uppi með sárt ennið. Nú gefst tækifæri að sjá Ólaf í þessu verkefni í Bayreuth, sem er þó mjög ólíkt því sem maður á að venjast hjá Wagner.

 

Deutsche Grammophone verður með stórglæsilegt prógramm alla dagana, sem Bayreuthhátíðin stendur yfir á https://bayreuth.dg-stage.com/, þar sem m.a. verða flutt öll verkin, sem verið hefðu á hátíðinni í ár, Hringurinn þó bara í eldri útgáfum (Castorf og CHÉREAU). Þetta kostar eitthvað smáræði en ábyggilega þess virði. Hver vill ekki sjá Lise Daviden í Tannhäuser.

Í viðhengi er svo dagskrá Metropolitan opera næstu viku, föstudaginn 7. ágúst Parsifal.  (www.metopera.org)

Ég gef DG orðið varðandi Bayreuth, B.kv. SG:

Deutsche Grammophon is proud to present a virtual Bayreuth Festival this summer. The Yellow Label’s digital enterprise, created in partnership with the spiritual home to Richard Wagner’s music dramas, will run on sixteen evenings between 25 July and 29 August as part of DG Stage – The Classical Concert Hall.

The four works scheduled for the 2020 Bayreuth Festival – Die Meistersinger von Nürnberg, Tannhäuser, Lohengrin and Der Ring des Nibelungen – will be broadcast online in recent or landmark productions from the Bayreuth archives. Every production will be shown on the day and at the time it would have been performed during this year’s cancelled festival and subsequently repeated a second time. Each will remain available to view for 48 hours.

DG Stage ticketholders can also watch critically acclaimed festival stagings of Tristan und Isolde and Parsifal on free days in the 2020 Bayreuth calendar. To substitute for Bayreuth’s new production of the Ring, DG Stage is set to run Frank Castorf’s challenging 2013 staging of Wagner’s tetralogy (in a recording from 2016, conducted by Marek Janowski) as well as Patrice Chéreau’s iconic production from 1976, the “Centenary Ring” (recorded in 1980) with Pierre Boulez conducting. Most of the productions will be introduced by a stage director, conductor or principal singer involved with the original production, specially filmed for the festival’s DG Stage season.
Together with the festival management, the Friends of Bayreuth have set up an emergency fund for artists of the Bayreuth Festival. Artists and performers who are in need as a result of the Corona pandemic are to be supported by this fund. Income generated from the sale of these DG Stage-Bayreuth Festival tickets will also benefit this fund.

Í viðhengi er svo dagskrá Metropolitan opera næstu viku, föstudaginn 7. ágúst Parsifal.
Met Opera August 3-August 9 2020