Kæru óperuvinir.

Í kvöld kl. 19:00 verður óperukvöld Útvarpsins á Rás 1, en Una Margét Jónsdóttir var að vekja athygli mína á því. Óperan er um 80 mínútur á lengd.

Stutt kynning:
Í tilefni af 100 ára afmæli Maribor-óperunnar í Slóveníu á liðnu ári, 2020, var pöntuð ný ópera hjá slóvenska tónskáldinu Ninu Šenk. Úr varð óperan „Marpurgi“ sem var frumsýnd í Slóvenska þjóðleikhúsinu í Maribor síðastliðið haust. Óperan er byggð á sögulegri skáldsögu sem Zlata Vokač-Medic samdi árið 1985. Hún gerist á árunum 1455-1456 í borginni Maribor sem þá hét Marborg. Skáldin Matthías og Jani, læknirinn Hannes og Gyðingastúlkan Mirjam þurfa öll að glíma við hinn trúarlega Rannsóknarrétt sem verður sífellt valdameiri í borginni. Með aðalhlutverkin fara Martin Susnik, Bohdan Stopar, Jaki Jurgec og Sabina Cvilak, en Simon Krečič stjórnar Sinfóníuhljómsveit Slóvenska þjóðleikhússins í Maribor. Umsjón með Óperukvöldi hefur Una Margrét Jónsdóttir.

Nánari umfjöllun og söguþráður sem gæti verið gott að prenta út
https://www.ruv.is/frett/2021/02/16/ny-slovensk-opera

Um tónskáldið
https://en.wikipedia.org/wiki/Nina_Šenk
http://www.ninasenk.net

Marpurgi – Umsögn á þýsku, mjög lofsamleg
https://www.opera-online.com/de/columns/hmayer/maribormarburg-erfolgreiche-urauffuhrung-der-oper-marpurgi-von-nina-senk

Marpurgi – Stutt kynning og umsögn á þýsku
https://www.deutschlandfunkkultur.de/nina-senks-neue-oper-marpurgi-am-slowenischen.1091.de.html?dram:article_id=485618

Verk á netinu
Fiðlukonsert nr. 1, 18 mín., verðlaunaverk frá 2014
https://www.youtube.com/watch?v=F6qy3dspzbc

Konsert fyrir hljómsveit (2019), tæpur hálftími
https://www.youtube.com/watch?v=334nonEtJ2Y

Góða skemmtun,
Baldur