Óperufréttir frá Baldri

Kæru óperuvinir

Í viðhengi eru upplýsingar um óperusýningar á Mezzo-stöðvunum í seinni hluta febrúar. Töfraskytta Webers frá München er einnig aðgengileg þarna. Af nýlegum sýningum má nefna The Fiery Angel eftir Prokofiev og beina útsendingu á La clemenza di Tito frá Genf. Ég gæti trúað að Ariadne auf Naxos frá Aix sé áhugaverð. Leikstjóri er Katie Mitchell og Lise Davidsen er í titilhlutverkinu.
http://wagnerfelagid.is/wp-content/uploads/2021/02/2021-02-13-Mezzo-feb-2-2021.pdf

Útsendingar Metropolitanóperunnar 16.-22. febrúar eru helgaðar sýningum sem Franco Zeffirelli setti á svið. Elsta upptakan er frá 1978.
Vikuna 23. febrúar til 1. mars verða sýningar þar sem Dmitry  Hvorostovsky var í aðalhlutverki.
http://wagnerfelagid.is/wp-content/uploads/2021/02/2021-02-13-Met-Opera-Feb-16-Feb-22-2021.pdf
http://wagnerfelagid.is/wp-content/uploads/2021/02/2021-02-13-Met-Opera-Feb-23-March-01-2021.pdf

Í viðhengjum er hlutverkaskipan í Töfraskyttunni í kvöld og söguþráður á þýsku. Ég finn ekki söguþráð á ensku á heimasíðu bæversku óperunnar. Einnig er ítarlegur söguþráður á ensku úr óperuhandbók.
Mér skilst að Kuno sé gerður að viðskiptajöfri í þessari sviðsetningu.
http://wagnerfelagid.is/wp-content/uploads/2021/02/Der-Freischütz-–-Opera-Guide.pdf

Í viðhengi er skrá um ókeypis óperusýningar frá Vínaróperunni 13.-22. febrúar. Brottnámið úr kvennabúrinu er að ég held nýleg sýning, leikstjóri er Hans Neuenfels. Sunnudaginn 21. febrúar er bein sýning nýrrar sviðsetningar á Carmen, leikstjóri er Calixto Bieito.
http://wagnerfelagid.is/wp-content/uploads/2021/02/2021-02-13-Vínaróperan-13.-feb.-22.-feb.-2021.pdf

Bæverska óperan heldur mánudagstónleika sem eru aðgengilegir á netinu.
http://wagnerfelagid.is/wp-content/uploads/2021/02/2021-02-13-Montagsstücke-München.pdf

Góða skemmtun,
Baldur