Óperukvöld útvarpsins – Hringurinn frá Met – München o.fl.

Kæru óperuvinir

Óperukvöld útvarpsins eru hafin að nýju. Hér er sagt frá óperu sem flutt var í síðustu viku, svo og ráðgerðum óperukvöldum 2020-2021.
https://www.ruv.is/frett/2020/10/01/sjaldheyrd-opera-eftir-nadiu-boulanger?term=óperukvöld&rtype=news&slot=4

Metropolitanóperan sýnir Niflungahringinn á netinu frá og með morgundeginum. Wagnervika stendur núna yfir.
https://www.metopera.org/user-information/nightly-met-opera-streams/

Sýnd er uppfærsla frá um 1990, leikstjóri Otto Schenk, leikmynd eftir Günther Schneider-Siemssen. Í viðhengi er grein eftir Þorstein J. Halldórsson, eðlisfræðing í München um Günther Schneider-Siemssen og Ísland. Flest ykkar hafa fengið þá sendingu áður. Scheider-Siemssen lést í júní 2015.
Günther Schneider-Siemssen og Ísland

Bæverska þjóðleikhúsið verður með endurgjaldslausar óperusýningar á netinu 2020-2021. Sumar verða aðgengilegar næstu 30 daga á eftir
https://www.staatsoper.de/en/staatsopertv.html?no_cache=1

Það er fjölbreytt dagskrá hjá Sadler’s Wells leikhúsinu í London á næstunni.
https://www.sadlerswells.com
https://www.whatsonstage.com/london-theatre/news/sadlers-wells-reopen-shows-archived-online_52369.html?utm_source=twitter&utm_medium=social&utm_campaign=10September2020

Með góðri kveðju,
Baldur