Óperusýningar á netinu frá München 2020-2021

Kæru óperuvinir

Bæverska þjóðleikhúsið býður upp á sex ókeypis óperusýningar á netinu 2020-2021. Allt er þetta nýjar sviðsetningar. Tvær óperur eru sjaldheyrðar, jafnvel lítt þekktar: Fuglarnir eftir Walter Braunfels, byggð á gamanleik Aristófanesar, sem ég held að hafi ekki verið þýdd á íslensku og Lér konungur eftir Aribert Reimann. Tvær sýningar fyrir áramót eru eingöngu aðgengilegar á raunverulegum sýningartíma, en þær fjórar sem eru eftir áramót verða aðgengilegar í 30 daga eftir fyrstu sýningu. Ég hef rekið augun í ósamræmi á upphafi sýninga eftir áramót. Þeir tímar sem eru á vef óperunnar eru sýndir í viðhenginu. Á slóð fyrir netsýningar hefjast sýningarnar hálftíma fyrr. Líklega er það þegar útsending hefst, e.t.v. með kynningu. Þetta á ekki að koma að sök.

Dagskrá München NT Live haust 2020 – vor 2021

Svo hvet ég ykkur til að hlusta á þátt Unu Margrétar Jónsdóttur um Árna Thorsteinson í Spilaranum.

Góða skemmtun, þetta er spennandi óperuvetur í Munkaborg.
Baldur