Óperusýningar í mars 2021

Kæru óperuvinir

Það er ótúlega mikið framboð af ýmsum óperusýningum á netinu á næstunni.

Á Metropolitan er vikan 2.-8. mars helguð framlagi kvenna. Hér eru forvitnilegar eldri sýningar frá því áður en óperubíó komu til sögunnar: Falstaff 1992, Peter Grimes 2008 og Vald örlaganna 1984. Vikan 9.-15. mars er helguð versimo-óperum. Hér eru einnig eldri sýningar: Manon Lescaut 1980, Fedora 1997 og Andrea Chénier 1996. Dísella Lárusdóttir er í litlu hlutverki í Francesca da Rimini frá 2013.
http://wagnerfelagid.is/wp-content/uploads/2021/02/2021-02-26-Met-Opera-March-02-08-2021.pdf
http://wagnerfelagid.is/wp-content/uploads/2021/02/2021-02-26-Met-Opera-March-09-15-2021.pdf

Á Mezzo-stöðvunum eru tvær eldri sýningar aftur á dagskrá.
http://wagnerfelagid.is/wp-content/uploads/2021/02/2021-02-26-Mezzo-mars-1-2021.pdf

Á Operavision frá og með morgundeginum eru atriði úr óperum byggðum á leikritum Schillers. Meðal söngvara í sýningunni Love & Politics frá  Norrlandsoperan í Umeå er Hrólfur Sæmundsson.
http://wagnerfelagid.is/wp-content/uploads/2021/02/2021-02-26-Operavision-mars-2021.pdf

Vínaróperan: Í kvöld er Carmen, aftur mánudaginn 1. mars í leikstjórn Calixto Bieito. Föstudaginn 7. mars kl 17 að íslenskum tíma er bein útsending á La traviata með Pretty Yende og Juan Diego Flórez. Leikstjórinn, Simon Stone, færir atburðarásina í snjallsímavædda veröld áhrifavalda. Ég held að þetta sé sama sviðswetning og í París 2019. Sú sýning fékk góða dóma í Opera í desember 2019. Ég held að hún hafi einnig verið sýnd á Arte.
http://wagnerfelagid.is/wp-content/uploads/2021/02/2021-02-26-Vínaróperan-1.-8.-mars-2021.pdf

Frá München eigum við von á Rósarriddaranum 21. mars. Mánudaginn 8. mars er ókeypis útsending á Das Lied von der Erde. Tenor: Klaus Florian Vogt, Bariton: Christian Gerhaher, Pianist: Gerold Huber.
https://www.staatsoper.de/en/productioninfo/montagsstueck-xvii-das-lied-von-der-erde/2021-03-08-20-15.html?tx_sfstaatsoper_pi1%5BfromSpielplan%5D=1&tx_sfstaatsoper_pi1%5BpageId%5D=527&cHash=1cf9952f3b5f1385650dc6216b246bc0

Svo er tónlistarlífið hér að lifna við.

Góða skemmtun,
Baldur