Opus Klassik verðlaunin og margt fleira

Athöfninni var sjónvarpað á ZDF á sunnudagskvöld kl. 20:15-22:15 að íslenskum tíma, og hún er aðgengileg til kl. 20 í kvöld. Þarna er mikið um ræðuhöld, ávörp og kynningar sem óhætt er að hraðspóla yfir, nema fólk hafi sérstaklega gaman af slíku efni. Í lok fréttatímans Heute Journal kl. 19:45 á sunnudag á ZDF var sagt frá verðlaunaafhendingunni og sýndar nokkrar stiklur frá Íslandi, þegar u.þ.b. 22 mínútur eru liðnar af fréttatímanum.

Sjá hér frétt í viðskiptablaðinu í dag, 20.10.2020

Arthur Björgvin Bollason sagði frá þessu meðal annars á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun, og það verður seinna aðgengilegt í Spilaranum.

Auk þeirra listamanna sem eru nefnd í Mogganum sjást og heyrast í þættinum Elina Garanca, Elsa Dreisig, Marlis Petersen og tenórsöngvarinn Daniel Behle, en hann er einnig tónskáld.

Á Arte var í gær, mánudag, kl. 08:30-09:30 nokkurra ára gamall sænskur þáttur um Ísland, Der große Schafbetrieb, og strax á eftir annar þáttur um Ísland sem hefur verið sýndur nokkrum sínnum áður.

Á sunnudagskvöld kl. 23:05-01:05 sýndi Arte Turandot í leikstjórn Franc Aleu, sem gerði einnig myndböndin, sem eru fyrirferðarmikill þáttur í sýningunni. Hún er ótrúlega mikið sjónarspil, vel þess virði að sjá. Iréne Theorin fer með titilihlutverkið en Ermonela Jaho er Liú. Áðurnefnt efni frá Arte er einnig á frönsku Arte-stöðinni í háskerpu, en með frönskum textum eða tali. Útsendingartímareru nokkuð svipaðir og á þýsku stöðinni.

Á NRK2 eru stuttir tónleikar norsku útvarpshljómveitarinnar KORK á laugardag, 16:00-16:50, í hinum veglega hátíðasal Oslóarháskóla.

Svo voru sumartónleikar ársins í Schönbrunn í gærkvöldi á RÚV kl 22:20-23:45, endurtekið á sunnudag kl. 12:10-13:40. Einsöngvari var Jonas Kaufmann. Veðrið var frábært og augnayndi að fylgjast með ljósaskiptunum í Vínarborg.

Góða skemmtun,
Baldur