Parísarhringurinn

Ágætu félagar.

Philippe Jordan hljómsveitarstjóri hætti ekki fyrr en hann hafði náð að gera hljóðupptöku af Niflungahringnum, sem átti að sýna í Parísaróperunni í nóv/des og 40 félagsmenn okkar ætluðu að sjá.
Einvalalið söngvara tekur þátt. Rheingold verður flutt í kvöld kl 18, og svo hinar óperurnar koll af kolli, 28. og 30. des og 2. jan. Fyrir neðan bréfið frá Parísaróperunni en hér er linkur á útvarpsstöðina sem sendir út

https://www.francemusique.fr/dossiers/le-ring-de-wagner

Vona að jólin hafi farið vel með ykkur, gleðilega rest.

K.kv.
Selma