Ágætu Wagnerfélagar.
Þar sem sagt hafði verið frá því að Parísarhringurinn, sem við urðum að hætta við að fara að sjá, yrði í útvarpssendingu 23.-28. nóvember, er nauðsynlegt að gera leiðréttingu, sem ekki var óvænt en þurfti að hafa svolítið fyrir að finna. Það stendur engu að síður til að Hringurinn verði tekinn upp á þessum dögum en ekki sendur beint, af heilbriðgðisástæðum, kemur engum á óvart. Engar upplýsingar eru á síðu Parísaróperunnar
Nýjar dagsetningar (26.des til 2. jan) eru á þessari slóð: Le Ring de Wagner à l’Opéra Bastille pendant les fêtes sur France Musique.
Þarna kemur m.a. fram að Stuart Skelton hafi tekið við af Jonasi Kaufmann. Lise Davidsen muni syngja Sieglinde.
Seinni fyrirlestur Árna Blandon um Richard Wagner og verk hans í Dagbókum Cosimu var í gær, í streymi, stórskemmtilegur og fróðlegur.
Innan skamms verður sendur Youtubelink þar sem njóta má fyrirlestursins, fyrir þá sem misstu af.
Þegar hefur verið sendur link á fyrri fyrirlestur hans. https://youtu.be/aIVZh5hYOYA
Bestu kveðjur
Selma