Richard Wagner - Æviágrip rakið í ártölum

Hollendingurinn fljúgandi 2002 – Úr efnisskrá

Þjóðleikhúsið í maí 2002

 • 1813 Richard Wagner fæðist í Leipzig 22. maí, sonur hjónanna Jóhönnu og Carls Friedrichs Wagner. Carl Friedrich andast um haustið.
 • 1814 Móðir Wagners giftist leikaranum, myndlistarmanninum og skáldinu Ludwig Geyer. Talið er hugsanlegt að Geyer, sem var góður vinur Wagnerfjölskyldunnar um árabil, hafi í raun verið faðir Richards Wagner. FjöIskyldan flyst til Dresden.
 • 1827 Fjölskyldan flyst til Leipzig.
 • 1828 Wagner lýkur við fyrsta leikrit sitt, sorgarleikinn Leubald. Sækir tíma í tónsmíðum og heldur náminu áfram næstu þrjú árin.
 • 1829 Sér óperuna Fidelio eftir Beethoven og ákveður að verða tónlistarmaður. Semur fyrstu tónsmíðar sínar.
 • 1831 Innritast í háskólann í Leipzig og stundar jafnframt tónlistarnám. Konsertforleikur eftir Wagner fluttur í óperuhúsinu í Leipzig.
 • 1832 Semur sinfóníu í C-dúr.
 • 1833 Verður kórstjóri óperuhússins í Würzburg og byrjar á fyrstu óperu sinni, Álfunum, Die Feen, rómantískri óperu í þremur þáttum, sem er fullgerð árið eftir en ekki frumsýnd fyrr en 1888.
 • 1834 Verður tónlistarstjóri við óperuna í Magdeburg. Stjórnar óperusýningu í fyrsta sinn í Bad Lauchstädt. Skrifar fyrstu ritgerð sína af mörgum um tónlist, Um þýsku óperuna.
 • 1835 Semur Ástarbannið, Das Liebesverbot, gamanóperu tveimur þáttum í ítölskum stíl. Trúlofast leikkonunni Minnu Planer.
 • 1836 Ástarbannið frumflutt í Magdeburg. Kvænist Minnu Planer.
 • 1837 Tónlistarstjóri við óperuna í Königsberg og síðar í Riga í Lettlandi.
 • 1839 Flýr lánardrottna í Riga sjóleiðis til London og þaðan ti Parísar. Þessi erfiða sjóferð veitir Wagner innblástu tónlistina í Hollendingnum.
 • 1840 Byrjar að semja texta og tónlist við Hollendinginn fljúgandi í París. Þar kynnist hann Heinrich Heine, Liszt og Meyer Lýkur við Rienzi, grand óperu í fimm þáttum í frönskum stíl.
 • 1841 Lýkur við Hollendinginn fljúgandi, Der fliegende Holländer, rómantíska óperu í þremur þáttum. óperum Wagners er gjarnan skipt í þrjá flokka. Í þeim fyrsta eru „æskuverkin“, Álfarnir, Ástarbannið og Rienzi. Í öðru flokknum eru fyrstu verk hins „fullþroska listamanns“,  Hollendingurinn fljúgandi, Tannhäuser og Lohengrin, þeim þriðja eru svo hin fullmótuðu “Musikdrama” Waganers,  Niflungahringurinn, Tristan og Isolde, Meistarasöngvar í Nürnberg og Parsifal.
 • 1842 Snýr aftur til Dresden, þar sem óperan Rienzi er frumflutt við mikinn fögnuð áhorfenda.
 • 1843 Hollendingurinn fljúgandi frumfluttur í Dresden. Wagner skipaður hljómsveitarstjóri konunglega óperuhússins Dresden.
 • 1844 Stjórnar flutningi á Hollendingnum fljúgandi í Berlín.
 • 1845 Lýkur við Tannäuser, rómantíska grand óperu í þremur þáttum, og stjórnar frumflutningi hennar í Dresden.
 • 1846 Stjórnar 9. sinfónfu Beethovens í fyrsta sinn í Dresden.
 • 1848 Lýkur við Lohengrin, rómantíska óperu í þremur þáttum. Skrifar fyrstu drögin að texta Niflungahringsins. Tekur þátt í stjórnmálastarfsemi róttækra menntamanna í Dresden.
 • 1849 Tekur þátt í misheppnaðri byltingartilraun í Dresden og flýr til Zürich í Sviss.
 • 1850 Í útlegð í Zürich. Skrifar hina umdeildu ritgerð Gyðingdómurinn í tónlistinni. Óperan Lohengrin frumflutt í Weimar undir stjórn Franz Liszt.
 • 1851 Skrifar höfuðritgerð sína í fræðilegum efnum, Ópera og drama, og Skilaboð til vina minna.
 • 1852 Kynnist hjónunum Mathilde og Otto Wesendonck.
 • 1853 Gefur út texta Niflungahringsins í 50 eintökum. Niflungahringurinn, Der Ring des Niebelungen, sem var fullgerður í heild sinni 1874, ber heitið hátíðarsjónieikur fyrir leiksvið í þrjá daga auk kynningarkvölds, og samanstendur af Rínargullinu, Valkyrjunni, Siegfried og Ragnarökum.
 • 1854 Lýkur við Rínargullið, Das Rheingold, kynningarkvöld f fjórum atriðum.
 • 1856 Lýkur við Valkyrjuna, Die Walküre, fyrsta dag í þremur þáttum.
 • 1857 Wagnerhjónin gerast leigjendur hjá Wesendonckhjónunum í Zürich. Semur tónlist við ljóð Mathilde Wesendonck, sem hann á í ástarsambandi við.
 • 1858 Samband Wagners við Mathilde vekur hneykslun og hann flyst til Feneyja. Minna fer til Dresden.
 • 1859 Flyst til Luzern og lýkur þar við Tristan og Isolde, óperu í þremur þáttum. Sest að í París og Minna snýr aftur til hans.
 • 1860 Gerir nýja gerð af Tannhäuser, Parísarútgáfuna. Heimsækir Þýskaland í fyrsta sinn frá því hann flýði í útlegð 1849.
 • 1861 Tannhäuser kolfellur í París.
 • 1862 Flytur til Biebrich við Rín. Minna og Richard sjást í síðasta sinn.
 • 1863 Fer í tónleikaferðir víða um Evrópu.
 • 1864 Flýr lánardrottna í Vín. Hittir verðandi velgjörðarmann sinn, Lúðvík II. konung Bæjaralands í fyrsta sinn. Konungurinn greiðir skuldir Wagners, lætur hann fá fastan lífeyri og útvegar honum bústað í München. Wagner stjórnar sýningu á Hollendingnum fljúgandi í München. Hefur ástarsamband við Cosimu von Bülow, dóttur Franz Liszt og eiginkonu hljómsveitarstjórans Hans von Bülow.
 • 1865 Isolde, fyrsta barn Cosimu og Richards, fæðist í München. Tristan og Isolde frumflutt í München undir stjórn Bülows. Líferni Wagners vekur hneykslun í München og hann neyðist til að flýja úr borginni. Sest að í Genf.
 • 1866 Eiginkona Wagners, Minna, deyr. Cosima og Wagner flytjast til Tribschen hjá Luzern í Sviss.
 • 1867 Eva, önnur dóttir Cosimu og Wagners fæðist.
 • 1868 Meistarasöngvararnir í Nürnberg, Die Meistersinger von Niürnberg, gamanópera í þremur báttum, frumflutt í München undir stjórn von Bülows við mikla hrifningu. Kynnist heimspekingnum Friedrich Nietzsche. Hefur opinberlega sambúð með Cosimu.
 • 1869 Siegfried, sonur Cosimu og Richards, fæðist. Rínargullið frumflutt í München gegn vilja Wagners.
 • 1870 Valkyrjan frumflutt í München. Kvænist Cosimu í Luzern.
 • 1871 Lýsir því opinberlega yfir að hann hafi valið borgina Bayreuth fyrir hið nýja óperuhús sem hann kveðst ætla að reisa fyrir sýningar á Niflungahringnum. Wagner vildi sameina allar listgreinar í óperunni, tónlist, skáldskap, myndlist, leiklist og dans, og sá fyrir sér að hið nýja óperuhús yrði vettvangur fyrir samruna listanna. Lýkur við Siegfried, annan dag í þremur þáttum.
 • 1872 Flyst til Bayreuth og leggur hornsteininn að nýja óperuhúsinu.
 • 1873 Stjórnar byggingu óperuhússins.
 • 1874 Flytur í nýtt hús sitt í Bayreuth, Villa Wahnfried. Lýkur við Ragnarök, Götterdämmerung, þrlðja dag í þremur þáttum með forleik, og þar með allan Niflungahringinn.
 • 1875 Stjórnar æfingum fyrir Niflungahringinn um sumarið.
 • 1876 Fyrsta Wagnerhátíðin í Bayreuth opnuð í ágúst í viðurvist Vilhjálms I. keisara Þýskalands og margra annarra fyrirmenna. Allur Niflungahringurinn er fluttur alls þrisvar sinnum á hátíðinni en Wagner er óanægður með sýningarnar og tónlistarhátíðin er nánast gjaldþrota. Ítalíudvöl.
 • 1877 Tónleikaferð til London til að safna fé upp í skuldir hátíðarinnar í Bayreuth.
 • 1878 Luðvfk II. konungur greiðir skuldir hátíðarinnar f Bayreuth gegn því að fá útgáfuréttinn að Niflungahringnum.
 • 1880 Heilsubótardvöl á ftalfu.
 • 1881 Dvöl á Sikiley. Er viðstaddur frumflutning Niflungahringsins í Berlín.
 • 1882 Lýkur við óperuna Parsifal, hátíðarhelgileik í þremur þáttum. Önnur Wagnerhátíðin í Bayreuth er opnuð með frumflutningi Parsifals.
 • 1883 Richard Wagner deyr af hjartaslagi í Feneyjum 13. febrúar. Lík hans er flutt til Bayreuth og jarðsett í garði húss hans Villa Wahnfried.