Fárviðri geisar. Skip Dalands varpar akkerum skammt frá heimahöfn. Skipstjóri og áhöfn taka á sig náðir. Stýrimaðurinn á að standa vakt. Án þess að hann verði þess var birtist skip Hollendingsins fljúgandi. Hollendingurinn rekur raunir sínar, og segir frá þeirri bölvun sem á honum hvílir. Öldum saman hefur hann mátt sigla fram og aftur um heimsins höf. Hann þráir að deyja til að öðlast lausn undan álögunum, en hann getur ekki dáið. Eina von hans um endurlausn er að öðlast ást trúrrar konu. Á sjö ára fresti stígur hann á land í leit að slíkri ást. Hollendingurinn býður Daland gull og gersemar fyrir einnar nætur gistingu. Hann kemst að því að Daland á dóttur. Daland er heillaður af ríkidæmi þessa ókunna manns, sem kynnir sig einfaldlega sem Hollending, og lofar honum hönd dóttur sinnar, Sentu.