1828 Wagner semur sorgarleikinn Leubald. Hann sækir tíma í tónsmíðum í Leipzig hjá Christian Gottlieb Miiller og heldur náminu áfram næstu þrjú árin.
1829 Wagner tekur ákvörðun um að verða tónlistarmaður og semur fyrstu tón- smíðar sínar, tvær píanósónötur og strengja- kvartett.
1831 Stundar tónlistarnám hjá Theodor Weinlig. Konsertforleikur eftir Wagner fluttur í óperuhúsinu í Leipzig.
1832 Wagner semur m.a. Sinfóníu í C- dúr og skrifar fyrsta óperutexta sinn, Brúðkaupið, sem hann þó eyðilagði síðar.