Íslenskar uppsprettur Niflungahringsins

Úr efnisskrá Niflungahringsins 1994

Wagner sótti efnivið í óperur sínar mikið til þýskra og annarra evrópskra miðaldasagna og kvæða. Í Niflungahringnum seilist hann alla leið aftur í germanska heiðni. Þar fékk hann drjúgan hlut af hugmyndum sínum úr fornum norrænum bókmenntum sem settar voru saman og skráðar á Íslandi, einkum eddukvæðum, Völsunga sögu og Snorra Eddu. Á öðrum stað í leikskránni er gerð grein fyrir því hvernig tök hans á efninu virðast taka að sveigjast í norðurátt frá suðurgermönskum fyrirmyndum eftir að hann fær þýðingu Karls Simrocks á eddukvæðum í hendur árið 1851. Um leið tók hann að hneigja bragarhátt sinn í átt að stuðlasetningu eddukvæða, einkum fornyrðislagi og Ijóðahætti.

Saga - minnismerki um Snorra Sturluson eftir Einar Jónsson

Ástæða er samt til að vara stranglega við þeirri útbreiddu villusýn að Wagner hafi nánast brúkað eddukvæði og önnur fornrit sem óperutexta. Niflungahringur hans er algerlega sjálfstætt sköpunarverk. Hann beygir atburði, persónur, hluti, nöfn þeirra og tengsl í fornritum miskunnarlaust undir lögmál og túlkun eigin skáldverks. Við frásagnir hetjukvæða blandar hann ýmsum minnum úr goðakvæðum og Snorra Eddu, en reyndar líka úr grískum goðsögnum og harmleikjum og snýr öllu eftir eigin höfði.

Í rauninni er Iíka vandséð hvernig annað hefði verið unnt. Fornar frásagnir og kvæði um atburði úr Iífi Sigurðar Fáfnisbana, Brynhildar, Guðrúnar og ættmenna þeirra eru stundum svo ósamhljóða og stuttorðar að skáldinu hlaut að vera nauðsyn að koma einhverri skipan á allt kraðakið til að geta komið eigin túlkun viðburða á framfæri. Sama er að segja um goðsagnir.

 • Valhöll. Geitin Heiðrún stendur uppi á höllinni og bítur barr af trénu Læraði (íslensk teikning frá 1760).

Hér á eftir verður reynt að benda á efnisatriði í Niflungahringnum sem sýnast eiga rætur í þeim fyrrnefndu norrænu ritum sem sett voru saman á Íslandi og hvaða umbreytingu þau hljóta í meðförum Wagners. Um dýpri túlkun þeirrar meðferðar munu aðrir fjalla. Þess skal þó getið að sumir hafa talið gömlu sagnirnar vera alþýðlega endurspeglun á baráttu germönsku ættsveitanna við rómverska herflokka á fyrstu öldum eftir Krists burð. Ormurinn Fáfnir á gullinu væri þá tákngerving hins spillta og úr sér gengna Rómaveldis, en Sigurður Fáfnisbani fulltrúi frjálsra og óspilltra náttúrubarna, sem reyndar spillast sjálf af gullinu.

Valhöll. Geitin Heiðrún stendur uppi á höllinni og bíður barr af trénu Læaraði (íslensk teikning frá 1760)

Rínargullið

 1. atriði

Sjálft gullið í Rín og stuldur þess, sem ræður upphafi og endi harmleiksins, er að mestu leyti sköpunarverk Wagners sjálfs. Í Atlakviðu og Snorra Eddu er þess eins getið að Gunnar og Högni fólu gullið Fáfnisarf í Rín, áður en þeir fóru að heimboði til Atla konungs og Guðrúnar systur sinnar, en það var löngu eftir dauða Sigurðar.

Rínardætur koma alls ekki fyrir í íslenskum goðsögnum og ekki heldur jarðbúinn Alberich. Upphaflegur eigandi gullsins í Reginsmálum, Völsungu og Snorra Eddu er dvergurinn Andvari, sem lifir reyndar í vatni og er fiskur í álögum, en geymir gull sitt í helli undir fossi. Til að kaupa Óðin lausan úr prísund kúgar Loki gullið af dvergnum og hringinn Andvaranaut, en af honum má æxla sér fé. Dvergurinn leggur bölvun á hringinn. Wagner lætur Alberich ræna gullinu frá Rínardætrum, en af því má smiða hring sem veitir eiganda hans ótakmarkað vald. Til þess verður hann að afneita og bölva ástinni.

2. atriði

 

Hér koma fram goðin Wotan (Óðinn), Fricka húsfreyja hans (Frigg), Freia (Freyja), Froh (Freyr), Donner (Þór) og Loge (Loki). Öll eru þau vel þekkt úr goðakvæðum og Snorra Eddu, en Wagner breytir nokkuð uppruna þeirra. Hann gerir Freyju, Frey og Þór að systkinum Friggjar. Í Eddu eru Freyr og Freyja börn Njarðar, sem er reyndar ekki af kyni ása heldur vana. Þór er hinsvegar sonur Óðins og Jarðar. Wagner gerir síðan eina persónu úr hrekkjalómnum Loka og eldinum sem höfuðskepnu, en virðist taka nafnið Logi úr sögunni um för Þórs til Útgarða-Loka. 

Í óperunni reisa tveir jötnar, Fáfnir og Fasolt, Valhöll fyrir Óðin, sem hefur lofað þeim Freyju ástargyðju að launum. Hér er vísað til sögunnar um borgarsmiðinn í Snorra Eddu sem átti að fá Freyju, sól og mána að launum, ef hann lyki smíðinni fyrir sumardaginn fyrsta. Hann reyndist vera bergrisi og Loka tókst með klækjum að láta hann verða af kaupinu.

Fasolt kemur fyrir sem jötunefldur maður í Þiðreks sögu, en í íslenskum ritum er Fáfnir sá sem ásamt Regin bróður sínum drepur Hreiðmar föður beirra til að ná gulli dvergsins Andvara og leggst síðan einn á gullið í ormslíki. Ekki er þess getið hverrar ættar sú fjölskylda er.

Í óperunni bjóðast jötnarnir til að skipta á Freyju og gulli Alberichs og taka Freyju með sér sem gísl ásamt gulleplum hennar, sem halda guðunum ungum. Þeir taka því brátt að hrörna. í Snorra Eddu er það Iðunn kona Braga skáldguðs, sem á þessi töfraepli, en þau eru ekki úr gulli. Jötunninn þjasi rænir henni ásamt eplunum með aðstoð Loka, og æsir gerast „hárir og gamlir“, uns Loka tekst með brögðum að ná Iðunni aftur.

3. atriði

 

Til að ná aftur Freyju og eplunum lætur Wagner þá Óðin og Loka fara til Niflheims, þar sem Alberich ræður ríkjum og hefur smíðað sér töfrahring af Rínargulli. Þeim tekst með brögðum að fanga hann. Hér eru þau einu líkindi við Snorra Eddu, að Óðinn sendi Loka í Svartálfaheim til að afla gullsins sér til fjörlausnar eins og sagt var frá í 1. atriði.

Wagner lætur Mime bróður Alberichs smíða honum hjálm, sem nota má til að breyta sköpun sinni eða gera sig ósýnilegan og á eftir að gegna örlagaríku hlutverki. Slíkan grip er hvorki að finna í eddumVölsungu, en í Reginsmálum og Snorra Eddu hefur Fáfnir ægishjálm á höfði, sem öll kvikindi hræðast. Svipað vald lætur Wagner fylgja hringnum. Huliðshjálmur er annars alþekkt fyrirbæri í fornsögum og ævintýrum. Í Völuspá er Mímir sá sem gætir viskubrunnsins og Óðinn fær að drekka af eftir að hafa lagt annað auga sitt að veði:

Allt veit eg Óðinn
hvar þú auga falt
í inum mæra
Mímisbrunni.

4. atriði

Í óperunni er Alberich neyddur til að afhenda gull sitt, huliðshjálm og hring. Hann leggur bölvun á hringinn. Guðirnir verða að geta reitt fram jafnmikið gull og samsvarar sköpulagi Freyju til að jötnarnir láti hana lausa. Óðinn neyðist til að láta einnig af hendi huliðshjálminn til að þekja eitt hár Freyju og að lokum sjálfan hringinn til að hylja augnaráð hennar. Jötnarnir taka strax að deila um gullið og Fáfnir drepur Fasolt.

Hér eru mest Iíkindi við frásögn Reginsmála sem þegar var getið í 1. og 2. atriði. Þar verða æsir hinsvegar að hylja belginn af otri þeim sem þeir drápu og reyndist vera bróðir Fáfnis og Regins.

Saga Snorra Eddu af oturgjöldunum er á bls. 24.

 

Völvan Erda, sem að lokum fær Óðin til að láta hringinn af hendi og hefur alið honum nornir og valkyrjur, á sér nokkra Iíkingu við völvuna í Völuspá og Baldurs draumum og ásynjuna Jörð, sem er ein af barnsmæðrum Óðins og móðir Ása-Þórs, auk þess sem hún minnir á Móður Jörð og hina grísku Gaiu. 

 

Valkyrjan

 1. þáttur

Í óperunni er Óðinn sagður faðir tvíburanna Siegmunds og Sieglinde.

Í Völsunga sögu, sem er helsta kveikja Wagners að þessu efni, er Óðinn langalangafi Sigmundar og tvíburasysturinnar Signýjar, sem eru börn Völsungs konungs. Signý er nauðug gefin Siggeiri konungi. Wagner kallar eiginmann Sieglinde Hunding, enda hæfir það betur hlutverkinu. Það nafn er í Eddu og Völsungu: Helgi sonur Sigmundar drepur Hunding konung, en Sigmundur fellur sjálfur fyrir Lyngva, syni Hundings, eftir að Óðinn hefur látið sverð Sigmundar brotna á spjóti sínu í bardaganum.

Aður hafði Óðinn komið í dulargervi í brúðkaupsveisiu Signýjar og Siggeirs, rekið þetta sama sverð upp að hjöltum í eikartré á gólfinu og mælt að sá skyldi eiga, sem gæti dregið það út. Það gat Sigmundur einn. Wagner kallar sverðið Notung, sem getur haft ýmsar tilvísanir í þýskum orðsifjum, en það heitir Gramur í íslenskum ritum.

Siggeir svíkur Völsung konung í tryggðum og fellir hann. Til að eignast nógu hugaðan son til föðurhefnda geta tvíburasystkinin son saman. Hann heitir Sinfjötli. Áður en af hefndinni geti orðið, leynast þeir feðgar um hríð í skógum, klæddir úlfshömum. Á þessu atriði er Siegmund látinn tæpa nokkrum sinnum í frásögn sinni í óperunni. í Völsunga sögu kýs Signý að brenna inni með Siggeiri, eftir að föður hennar hefur verið hefnt, en í óperunni er líkt og Signý og Hjördís, seinni kona Sigmundar, renni saman í eina konu, Sieglinde.

 1. káttur

Hér er fátt tekið úr íslenskum fornritum sem ekki var þegar nefnt í 1. þætti. Afbrýði Friggjar á sér nægar forsendur í Snorra Eddu. Þar er Óðinn sagður hafa haldið framhjá henni með ekki færri en fjórum öðrum. Hún er þar einnig einskonar verndari hjónabandsins. Því er eðlilegt að Wagner Iáti hana heimta sigur Hundings í væntanlegu einvígi við hjónadjöfulinn Siegmund.

Óhlýðni Brynhildar við Óðin á sér nokkra fyrirmynd í Sigurdrífumálum, Helreið Brynhildar og Völsungu, þar sem valkyrjan gefur sigur öðrum og yngri manni en Óðinn vildi. Þar heita kapparnir hinsvegar Hjálmgunnar og Agnar og ástæður valkyrjanna fyrir þessu tiltæki eru ekki útskýrðar. Eins og nefnt var við 1. þátt lætur Völsunga sverð Sigmundar bresta fyrir tilstilli Óðins í bardaga við son Hundings.

 1. þáttur

Í óperunni segir Brynhildur við Sieglinde að hún sé með barni og skuli varðveita brotin af sverði Siegmunds handa syni sínum. í Völsungu biður Sigmundur á dauðastundinni Hjördísi seinni konu sína hins sama.

Sömu líkindi og í 2. þætti eru að löngum svefni Brynhildar og vafurloga um sal hennar, sem óttalaus hetja ein getur brotist gegnum. Þessi refsing Óðins er auk þess nefnd í Fáfnismálum.

Í óperunni á Brynhildur hestinn Grana, en í íslenskum sögnum er hann frá upphafi eign Sigurðar og af kyni SIeipnis, enda hjáIpar Óðinn honum að velja sér hestinn úr stóði Hjálpreks konungs. Á hinn bóginn er þess oft getið í fornum sögum og kvæðum að valkyrjur ríði loft og lög.

 1. þáttur

Í íslenskum sögnum drepur Borghildur, fyrri eiginkona Sigmundar, Sinfjötla son hans og Signýjar á eitri. Sigurður er hinsvegar sonur Sigmundar og seinni konu hans, Hjördísar Eylimadóttur. Hann er í móðurkviði þegar Sigmundur fellur eins og getið var um við 3. þátt Valkyrjunnar.

Í Völsungu segir að Hjördís giftist Álfi syni Hjálpreks konungs. Sigurður elst upp við hirðina og fóstri hans er Reginn smiður, bróðir Fáfnis. Í óperunni heitir smiðurinn Mime og er bróðir Alberichs. Reginn gerði Sigurði tvö sverð sem hann braut á steðjanum. Þá smíðaði hann hið þriðja úr sverðsbrotum Sigmundar. Frá því segir svo í Reginsmálum:

Reginn gerði Sigurði sverð; er Gramur hét. Það var svo hvasst, að hann brá því ofan í Rín og lét reka ullarlagð fyrir straumi, og tók í sundur lagðinn sem vatnið. Því sverði klauf Sigurður í sundur steðja Regins.

Í óperunni smíðar Siegfried þriðja sverðið sjálfur úr sverðsbrotunum.

 1. Þáttur

Frá því segir í Reginsmálum og Fáfnismálum að eftir að Sigurður hefur hefnt föður síns og fellt Lyngva Hundingsson, ríða þeir Reginn upp á Gnitaheiði að leita Fáfnis og gullsins. Wagner kallaði bæli ormsins fyrst Neidheide en síðar Neidhöhle. Hvort tveggja er hljóðlíking við Gnitaheiði en hefur augljósari merkingu: öfundarheiði eða -hellir.

Óðinn birtist enn í dulargervi í Reginsmálum og Völsungu og með tilsögn hans grefur Sigurður sér gröf á veg Fáfnis og leggur sverðinu í hjarta ormsins, er hann skríður til vatns. Síðan á Sigurður langt tal við Fáfni í fjörbrotunum. Nú tekur Reginn að krefjast bróðurbóta. Meðan Reginn sefur steikir Sigurður hjarta Fáfnis, etur af því og skilur þá fuglsrödd. Spörfuglar, igður, ráðleggja honum að höggva höfuð af Regin og það gerir hann. Síðan hvetja igðurnar hann til að ríða upp á Hindarfjall og finna fagra, vitra og sofandi mey undir hjálmi.

 1. þáttur

Samtal Erdu og Óðins í 1. atriði þessa þáttar á sér vissa kveikju í Völuspá, þar sem spáð er fyrir um örlög guðanna, og kvæðinu Baldurs draumum, þar sem Óðinn spyr völvu um örlög síns elskaða sonar.

Orðasenna Óðins og Siegfrieds í 2. atriði þegar spjót Óðins brotnar fyrir sverði Siegfrieds, á sér hinsvegar enga samsvörun í fornum ritum, enda eitt lykilatriðið í sjálfstæðum skáldskap Wagners um hina frjálsu og óttalausu hetju, sem frelsa skal guði og veröld alla frá syndugri tilveru.

Margar frásagnir eru á hinn bóginn til um reið Sigurðar gegnum vafurlogann, þegar hann ristir brynju af valkyrjunni og vekur hana af svefni. Í Snorra Eddu og Völsunga sögu heitir hún Brynhildur, en Sigurdrífa í Sigurdrífumálum, sem líklega eru kveikja Wagners að óði Brynhildar þegar hún vaknar á fjallinu:

Heill dagur.
Heilir dags synir.

Heilir æsir.
Heilar ásynjur.
Heil sjá in fjölnýta fold.

Í sama kvæði kennir valkyrjan Sigurði speki og heilræði. Í Völsungu segir að Sigurður og Brynhildur hafi þá bundist tryggðum:

Sigurður mælti: „Engi finnst þér vitrari maður, og þess sver eg, að þig skal eg eiga, og þú ert við mitt æði.“ Hún svarar: „Þig vil eg helst eiga þótt eg kjósa um alla menn.“ Og þetta bundu þau eiðum með sér.

 

Ragnarök

Rögn merkir goð og seinni hluta orðsins hafa menn oftast lesið sem „rök“ í merkingunni örlög. Á tímabili var það stundum lesið og skilið sem „rökkur“, og sú merking er á bak við heiti þessarar síðustu óperu Niflungahringsins, þótt „Dämmerung“ geti einnig þýtt bæði ljósaskipti og hugboð.

Forleikur

Samtal nornanna á fjallinu á sér enga beina fyrirmynd í íslenskum fornritum. Kveðjustund Brynhildar og Sigurðar má hinsvegar skoða sem túlkun og útvíkkun Wagners á stuttorðri frásögn Völsungu og Snorra Eddu. Wagner lætur Siegfried gefa Brynhildi hringinn Andvaranaut sem tryggðapant á þessari stundu. Það er mikilvægur munur frá því sem segir í fornritum, enda eru þau ekki samhIjóða innbyrðis:

Í Völsungu gefur Sigurður Brynhildi ekki hringinn fyrr en hann hittir hana í annað sinn, hjá Heimi í Hlymdölum, og í Snorra Eddu ekki fyrr en hann ríður vafurlogann í seinna skiptið og gengur í sæng með Brynhildi í líki Gunnars.

 

 1. þáttur

Sagan um komu Sigurðar til Gjúkunga, óminnisdrykkinn og skipti hans við þá er til í svo mörgum myndum í eddukvæðum og fornsögum, að of langt yrði upp að telja. Wagner lætur Hagen (Högna) vera hórson Alberichs og Grímhildar og því aðeins hálfbróður Gunnars og Guðrúnar. Í eddum og Völsungu heitir hálfbróðir þeirra þriggja Guttormur og er látinn vega Sigurð, þar sem hann hafði ekki svarist í fóstbræðralag við hann. Það hlutverk er Hagen látinn leika hjá Wagner.

Heimsókn valkyrjunnar Waltraute til að biðja Brynhildi um hring Sigurðar til bjargar guðunum, er skáldskapur Wagners. Heimsókn Sigurðar í liki Gunnars er hinsvegar í öllum fornsögnum, en hér útskýrir Wagner hina dularfullu útlitsbreytingu með huliðshjálminum. Í öllum sögnum leggur Sigurður nakið sverðið Gram milli þeirra á brúðkaupsnóttina.

Völsunga sögu og Snorra Eddu ber eins og áður sagði ekki saman um hringaskiptin á þessum stað: Völsunga lætur hann taka hringinn Andvaranaut af henni og fá henni í staðinn annan af Fáfnis arfi. Í Snorra Eddu lætur hann nú fyrst gefa Brynhildi Andvaranaut að línfé, en taka af hendi hennar annan hring til minja.

Bæði í Völsungu og Snorra Eddu er þess lauslega getið, að Sigurður og Brynhildur hafi eignast dóttur, Áslaugu, sem ólst upp hjá Heimi í Hlymdölum. Það atriði finnst hinsvegar ekki í þeim eddukvæðum sem varðveist hafa og Wagner notar það ekki.

 1. þáttur

Samtal feðganna Hagens og Alberichs er að sjálfsögðu skáldskapur Wagners. Brúðkaupsveislu Gunnars og Brynhildar er lýst í Völsunga sögu, og þar fær Sigurður minnið aftur, en lætur kyrrt liggja. Guðrún og Sigurður höfðu eftir þeirri sögu gifst mörgum árum fyrr. Í óperunni er ekki notuð hin fræga orðasenna kvennanna, þegar þær bleikja hadda sína úti í ánni Rín og Guðrún bendir Brynhildi á hringinn Andvaranaut sem sönnun þess að Sigurður hefði riðið vafurlogann til hennar en ekki Gunnar.

Wagner lætur Brynhildi strax þekkja hringinn á hendi Sigurðar og átökin um eiðrofin verða milli hennar og Sigurðar. Nokkur líkindi Þess eru að vísu í 29. kapítula Völsunga sögu, þar sem Sigurður reynir að friðmælast við Brynhildi. Banaráð Brynhildar og Högna við Sigurð eru sögð í ýmsum myndum í eddum og Völsungu. Högni er þar reyndar enn tregari til en Gunnar, enda báðir fóstbræður Sigurðar.

 1. þáttur

Samtal Sigurðar og Rínardætra er skáldskapur Wagners. Hann lætur Siegfried ekki heldur fá minnið fyrr en hann rekur sögu sína fyrir veiðifélógum sínum.

Í Broti af Sigurðarkviðu og Guðrúnarkviðu fornu myrðir Guttormur Sigurð úti í skógi „sunnan Rínar“, en tekið er fram í lausamáli, að „þýðverskir menn“ segi svo frá. Gerð Wagners er í samræmi við þetta. Í öðrum kvæðum og Völsungu er hann hinsvegar drepinn í rúmi sínu í faðmi Guðrúnar.

Í öllum íslenskum heimildum gengur Brynhildur á bálið með Sigurði. Þar er þess hinsvegar að engu getið, hvað varð að lokum um hringinn Andvaranaut. Helst verður að ætla að Gunnar og Högni hafi fólgið hann með gullinu í ánni áður en þeir héldu í heimboðið til Atla Húnakonungs. í Snorra Eddu lýkur þættinum á þessa leið:

Eftir það lagði Brynhildur sig sverði og var hún brennd með Sigurði, en Gunnar og Högni tóku þá Fáfnisarf og réðu þá löndum.

Árni Björnsson

Valkyrjan í Bayreuth 1876. Sigmundur dregur sverðið úr stokkinum í húsi Hundings