Ragnarök
Þriðji þáttur – síðari hluti
Fylgirit efnisskrár Niflungahringsins 1994
I. Högni kveður Gjúkaþegna til brúðkaups
Högni
Hojhó! Hojhó hó hó!
Þér Gjúkabændur,
glaðir af stað!
Vei því! Vei því!
Vopnin! Vopnin!
Vopnbúið land!
Góðu vopnin!
Gegnu vopnin!
Sterk í stríð!
Nauð er nú!
Nauð! Vei því! Vei því!
Hojhó! Hojhó hó hó!
Hagen
Hoiho! Hoihohoho!
Ihr Gibichs-Mannen,
machet euch auf!
Wehe! Wehe!
Waffen! Waffen!
Waffen durch’s Land!
Gute Waffen!
Starke Waffen,
scharf zum Streit!
Not ist da!
Not! Wehe! Wehe!
Hoiho! Hoiho! Hoho!
Menn Gjúkunga koma vopnaðir yfir holt og hæðir. Þeir safnast saman á fljótsbakkanum framan við höllina.
Gjúkaþegnar
Hví klingir horn?
Hví kveður það her?
Við komum með sverð,
við komum með skildi.
Högni! Högni!
Hojhó! Hojhó!
Hvaða neyð er þar?
Hvaða fjandi er nær?
Hver girnist stríð?
Er Gunnar í nauð?
Við komum með skildi
og skarpleg sverð.
Hojhó! Hó! Högni!
Högni
Hervæðizt vel
og hvíldarlaust!
Fagnið Gunnari glatt,
hann heitmey færir heim!
Gjúkaþegnar
Steðjar að nauð?
Níðingasveit?
Högni
Hann stórlynda mey
staðfestir sér.
Gjúkaþegnar
Svo elta hann þá hennar
heiftræknu þegnar?
Högni
Einn hann ferðast
fylgdarlaus.
Gjúkaþegnar
Svo hann vann bug á vá?
Svo hann kom þeim á kné?
Segðu frá!
Högni
Hann Ormsbani
bægði burt nauð,
Sigurður knár,
og sigur vann.
Einn Gjúkaþegna
Hvert gagn verður honum að hernum?
Níu aðrir
Hvað dugir honum her?
Högni
Nýtum nautum
nú skal slátrað,
um blótstall eisi
Óðni það blóð.
Einn Gjúkaþegna
Hvað, Högni, hvað heimtarðu af oss næst?
Átta aðrir
Hvað heimtarðu af oss næst? Hvað viltu næst?
Högni
Þá ber gölt að fella,
gefa hann Frey,
því næst gjöldum við Þór
geithafur fráan,
sauði síðan
Frigg fær að fórnum,
svo góðan hjúskap hún gefi.
Die Mannen
Was tost das Horn?
Was ruft es zu Heer?
Wir kommen mit Wehr,
wir kommen mit Waffen!
Hagen! Hagen!
Hoiho! Hoiho!
Welche Not ist da?
Welcher Feind ist nah?
Wer gibt uns Streit?
Ist Gunther in Not?
Wir kommen mit Waffen,
mit scharfer Wehr.
Hoiho! Ho! Hagen!
Hagen
Rüstet euch wohl
und rastet nicht!
Gunther sollt ihr empfahn:
ein Weib hat der gefreit.
Die Mannen
Drohet ihm Not?
Droht ihn der Feind?
Hagen
Ein freisliches Weib
führet er heim.
Die Mannen
Ihm folgen der Magen
feindliche Mannen?
Hagen
Einsam fährt er:
keiner folgt.
Die Mannen
So bestand er die Not?
So bestand er den Kampf?
Sag es an!
Hagen
Der Wurmtöter
wehrte der Not:
Siegfried, der Held,
der schuf ihm Heil!
Die Mannen
Was soll ihm das Heer nun noch helfen?
Was hilft ihm nun das Heer?
Hagen
Starke Stiere
sollt ihr schlachten;
am Weihsten fließe
Wotan ihr Blut!
Die Mannen
Was, Hagen, was heißest du uns dann?
Was heißest du uns dann?
Hagen
Einen Eber fällen
sollt ihr für Froh!
Einen stämmigen Bock
stechen für Donner!
Schafe aber
schlachtet für Fricka,
daß, gute Ehe sie gebe!
Gjúkaþegnum síeflist kæti.
Gjúkaþegnar
Blétum við dýrum,
hvað drýgjum við svo?
Högni
Þið hefjið horn,
sem hugljúf fljóð
með mjöð og vín
vel hafa fyllt.
Gjúkaþegnar
Með hornin við hönd,
hve högum við oss þá?
Högni
Kneyfi hver kátt
unz hann kyrrir veig.
Allt er það ásum til dýrðar
svo góðan hjúskap þeir gefi!
Die Mannen
Schlugen wir Tiere,
was schaffen wir dann?
Hagen
Das Trinkhorn nehmt,
von trauten Fraun´n,
mit Meth und Wein
wonnig gefüllt.
Die Mannen
Das Trinkhorn zur Hand,
wie halten wir es dann?
Hagen
Rüstig gezecht,
bis der Rausch euch zähmt!
Alles den Göttern zu Ehren,
daß gute Ehe sie geben!
Gjúkaþegnar hlæja dátt.
Gjúkaþegnar
Hamingja og heill
hlær nú á Rín
er Högni hinn grimmi
oss gleður svo mjög!
Nú högnaþorn
þyrnum er svipt.
Sem brúðkaupsboði
birtist það nú.
Die Mannen
Groß Glück und Heil
lacht nun dem Rhein,
da Hagen, der Grimme,
so lustig mag sein!
Der Hage-Dorn
sticht nun nicht mehr:
zum Hochzeitrufer
ward er bestellt.
Nú fyrst stígur Högni ofan og slæst í hóp manna sinna.
Högni
Nú hemjið hlátur,
hraustu þegnar.
Kom heil, Gunnars víf!
Brynhildur nálgast nú brátt.
Hagen
Nun lagt das Lachen,
Mut´ge Mannen!
Empfangt Gunthers Braut:
Brünnhilde naht dort mit ihm.
Hann bendir til Rínar. Sumir manna hans hlaupa í brekkur til að sjá sem bezt.
Hollustu heitið,
hjálpið af tryggð.
Þoli hún raun,
röskir til hefnda!
Hold seid der Herrin,
helfet ihr treu:
traf sie ein Leid,
rasch seid zur Rache!
Hann gengur upp að höllinni. Skip birtist á Rín og ber Gunnar og Brynhildi.
Gjúkaþegnar
Heil! Heil!
Velkomin! Velkomin!
Die Mannen
Heil! Heil!
Willkommen! Willkommen!
Sumir hlaupa í fljótið og draga skipið að landi.
Velkominn, Gunnar!
Heil! Heil!
Willkommen! Gunther!
Heil! Heil!
II. Gunnar stígur með Brynhildi á land
Endurfundir Brynhildar og Sigurðar – Eiður Sigurðar
Gjúkaþegnar
Heill þér, Gunnar!
Heill brúði þinni og þér!
Velkomin!
Die Mannen
Heil dir, Gunther!
Heil dir und deiner Braut!
Willkommen!
Þeir slá saman vopnum sínum. Gunnar kynnir Brynhildi, föla og niðurlúta.
Gunnar
Brynhildi, mesta mey,
merki menn nú við Rín!
Neitt eðlara fljóð
vann enginn maður.
Hið göfga Gjúkungakyn
guðunum þóknaðist vel.
Við hæstu frægð
fremd sé því vís!
Gunther
Brünnhild’, die hehrste Frau,
bring’ ich euch her zum Rhein.
Ein edleres Weib
ward nie gewonnen!
Der Gibichungen Geschlecht
gaben die Götter ihm Gunst,
zum höchsten Ruhm
rag es nun auf!
Gúkaþegnar slá saman vopnum sinum.
Gjúkaþegnar
Heill þér,
happsæli Gjúkungur!
Die Mannen
Heil! Heil dir,
glücklicher Gibichung!
Gunnar leiðir Brynhildi til hallarinnar, undirleita sem fyrr. Sigurður og Guðrún koma út og konur með þeim.
Gunnar
Þér heilsa ég, hetja glæst!
Og heil, góða systir!
Ég sé þig hýra við hlið hans
sem kaus að kvongast þér.
Af sælu brúðhjón
sé ég hér ljóma.
Brynhildi og Gunnar,
Guðrúnu og Sigurð.
Gunther
Gegrüßt sei, teurer Held!
Gegrüßt, holde Schwester!
Dich seh’ ich froh ihm zur Seite,
der dich zum Weib gewann.
Zwei sel’ge Paare
seh’ ich hier prangen:
Brtinnhild’ und Gunther,
Gutrun’ – und Siegfried!
Brynhildur lítur upp og sér Sigurð. Hún er furðu lostin og starir á bann. Gunnar og aðrir undrast.
Nokkrir Gjúkaþegna
Hvað amar? Er hún þá sjúk?
Mannen und Frauen
Was ist ihr? Ist sie entrückt?
Brynhildur tekur að skjálfa. Sigurður gengur í átt til hennar.
Sigurður
Hvað laust Brynhildar brá?
Siegfried
Was müht Brünnhildes Blick?
Brynhildur ræður sér varla.
Sigurður
Hvað laust Brynhildar brá?
Brynhildur
Sigurður … hér …! Guðrún?
Sigurður
Systur Gunnars hlotið
hef ég víst
sem Gunnar þig.
Brynhildur
Mig … Gunnar … laugst!
Siegfried
Was müht Brünnhildes Blick?
Brünnhilde
Siegfried … hier …! Gutrune…?
Siegfried
Gunthers milde Schwester:
mir vermählt,
wie Gunther du.
Brünnhilde
Ich … Gunther … ? Du lügst!
Henni liggur við öngviti. Sigurður styður hana.
Nú liður burt ljós.
Sigurður, manstu ei mig?
Sigurður
Gunnar, hún er veik og vesæl.
Mir schwindet das Licht…
Siegfried kennt mich nicht?
Siegfried
Gunther, deinem Weib ist übel!
Gunnar gengur til þeirra.
Nú vakna, mær!
Maður þinn er hér.
Erwache, Frau!
Hier steht dein Gatte.
Brynhildur sér bringinn á fingri Sigurðar. Henni bregður ákaflega.
Brynhildur
Ha! Þann hring
á hendi hann ber.
Hann … Sigurður?
Nokkrir Gjúkaþegna
Hvað er? Hvað er?
Brünnhilde
Ha! der Ring …
an seiner Hand!
Er … Siegfried?
Mannen und Frauen
Was ist? Was ist?
Högni nálgast gegnum mannþröngina.
Högni
Nú gripið glöggt
þeirrar konu kvein.
Brynhildur
Ég sá hringinn þann
á hendi þér.
Þú átt hann ekki,
af mér tók hann
Hagen
Jetzt merket klug,
was die Frau euch klagt!
Brünnhilde
Einen Ring sah ich
an deiner Hand:
nicht dir gehört er,
ihn entriß mir
Hún bendir á Gunnar.
þessi þar!
Hve náðir þú hring
af hönd þessa manns?
– dieser Mann!
Wie mochtest von ihm
den Ring du empfahn?
Sigurður virðir hringinn fyrir sér.
Sigurður
En Gunnar ekki
gaf mér hring.
Siegfried
Den Ring empfing ich
nicht von ihm.
Brynhildur snýr sér að Gunnari.
Brynhildur
Hrifirðu af mér þann hring
sem heitbatt okkur tvö,
þá rek nú réttar þíns,
taktu þitt teikn á ný!
Gunnar
Þann hring? Ég gaf ei gullið.
Er víst þú þekkir það?
Brynhildur
Hvar hylur þú þann hring
sem hreifstu af mér með valdi?
Brünnhilde
Nahmst du von mir den Ring,
durch den ich dir vermählt;
so melde ihm dein Recht,
fordre zurück das Pfand!
Gunther
Den Ring? – Ich gab ihm keinen:
doch kennst du ihn auch gut?
Brünnhilde
Wo bärgest du den Ring,
den du von mir erbeutet?
Gunnar þegir.
Ha! Þessi var það
sem þreif þann hring af mér!
Sigurð ég segi nú þjóf!
Ha! Dieser war es,
der mir den Ring entrifß:
Siegfried, der trugvolle Dieb!
Allir líta til Sigurðar. Hann sér ekkert annað en hringinn.
Sigurður
Ei kona góð
gaf mér þann baug.
Né hreif ég hring
með valdi af vænni mey.
Ég sé hér gjörla
mín sigurlaun
sem á Gnitaheiði ég greip
er ég eyddi orminum þar.
Högni
Brynhildur, djarfa dís!
Þekkir þú þennan hring?
Sem þann er þú Gunnari gafst?
Gunnar á baug.
Hann Sigurður vann fyrir svik,
og þá glæfra hann gjalda skal.
Brynhildur
Sú brigð, sú brigð!
Svívirðileg brigð!
Slík svik, slík svik
sem hefndi ei hetjan fyrr!
Guðrún
En svik við hvern?
Konur og karlar
En svik við hvern?
Brynhildur
Helgu æsir!
Himnesku regin!
Var hvíslað því
í Valhöll fyrst?
Skal kvöl mér lærast
sem leið enginn fyrr?
Skal mér gerð skömm
sem skemmdi engan fyrr?
Ráðið nú hefndir
sem heyrðust ei fyrr.
Kveikið mér heift
þá sem hamdi ei neinn.
Bjóðið Brynhildi
að brjóta sitt hjarta,
tortíma þegar
þeim hana sveik.
Gunnar
Brynhildur, kona!
Kunn þér hóf!
Brynhildur
Vík frá, þú fóli!
Sveikst þig sjálfan!
Viti það allir:
ekki hann,
en þennan hér:
þann hef ég átt.
Konur og karlar
Sigurð? Guðrúnar mann?
Brynhildur
Hann knúði girnd
og kærleik fram.
Sigurður
Annast þú svo
um eigin sóma?
Þær varir sem hann víta,
skal væna þær um lygar?
Heyr nú hvort flár ég var!
Fóstbræðralag
göfgum Gunnari sór ég!
Gramur, hið góða sverð,
gætti þess tryggðaeiðs.
Mig skildu skarpar eggjar
frá hinni mæddu mey
Brynhildur
Þú hetjan svo séð,
sjá þína lygð!
Eins við þitt sverð
þú sverð rangan eið.
Ég áður sá þær eggjar,
og eins sá ég slíðrin.
Þar hvíldi feginn
fast upp við vegg,
Gramur, þinn góði vin,
meðan eigandinn yfirsteig mey.
Siegfried
Von keinem Weib
kam mir der Reif;
noch war’s ein Weib,
dem ich ihn abgewann:
genau erkenn’ ich
des Kampfes Lohn,
den vor Neidhöhl’ einst ich bestand,
als den starken Wurm ich erschlug.
Hagen
Brünnhild’, kühne Frau!
Kennst du genau den Ring?
Ist’s der, den du Gunther gabst,
so ist er sein,
und Siegfried gewann ihn durch Trug,
den der Treulose büßen sollt‘!
Brünnhilde
Betrug! Betrug!
Schändlichster Betrug!
Verrat! Verrat –
wie noch nie er gerächt!
Gutrune
Verrat? An wem?
Mannen und Frauen
Verrat? An wem?
Brünnhilde
Heilige Götter!
Himmlische Lenker!
Rauntet ihr dies
in eurem Rat?
Lehrt ihr mich Leiden,
wie keiner sie litt?
Schuf ihr mir Schmach,
wie nie sie geschmerzt?
Ratet nun Rache,
wie nie sie gerast!
Zündet mir Zorn,
wie noch nie er gezähmt!
Heißet Brannhild‘,
ihr Herz zu zerbrechen,
den zu zertrümmern,
der sie betrog!
Gunther
Brunnhild‘, Gemahlin!
Mäß‘ge dich!
Brünnhilde
Weich’ fern, Verräter!
Selbst Verratner!
Wisset denn alle:
nicht – ihm –
dem Manne dort
bin ich vermählt.
Mannen und Frauen
Siegfried? Gutruns Gemahl?
Brünnhilde
Er zwang mir Lust
und Liebe ab.
Siegfried
Achtest du so
des eignen Ehre?
Die Zunge, die sie lästert,
muß ich der Lüge sie zeihen?
Hört, ob ich Treue brach!
Blutbrüderschaft
hab’ ich Gunther geschworen:
Notung, das werte Schwert,
wahrte der Treue Eid;
mich trennte seine Schärfe
von diesem traurigen Weib.
Brünnhilde
Du listiger Held!
Sieh, wie du lügst!
Wie auf dein Schwert
du schlecht dich berufst!
Wohl kenn ich seine Schärfe,
doch kenn’ auch die Scheide,
darin so wonnig
ruht’ an der Wand
Notung, der treue Freund,
als die Traute sein Herr sich gefreit.
Karlar og konur safanst saman full hneykslunar.
Karlar
Hvað? Ónýtti hann eiða?
Svívirti hann Gunnars sóma?
Gunnar
Ég væri smáður,
smán væri ber,
ef þú ei hnekkir
áburði þeim.
Guðrún
Segðu, Sigurður,
sveikstu þinn eið?
Nú rekur þú
ranga sök.
Karlar
Hreinsaðu þig
hafir þú rétt.
Eyddu þeim sökum,
sverðu nú eið!
Sigurður
Eyði ég sökum,
sverji ég eið,
hver vogar þá
sínu vopni til hans?
Högni
Mínum viguroddi
voga ég til.
Hann svari í sóma til eiðs!
Die Mannen
Wie? Brach er die Treue?
Trübte er Gunthers Ehre?
Gunther
Geschändet wär’ ich,
schmälich bewahrt,
gäbst du die Rede
nicht ihr zurück!
Gutrune
Treulos, Siegfried,
sannest du Trug?
Bezeuge, daß jene
falsch dich zeiht!
Die Mannen
Reinige dich,
bist du im Recht:
schweige die Klage,
schwöre den Eid!
Siegfried
Schweig’ ich die Klage,
schwör’ ich den Eid:
wer von euch wagt
seine Waffe daran?
Hagen
Meines Speeres Spitze
wag’ ich daran:
sie wahr’ in Ehren den Eid.
Karlar mynda hring um þá Högna og Sigurð.
Högni réttir fram spjótið, Sigurður leggur tvo fingur hægri handar á oddinn.
Sigurður
Bjarta vopn!
Vigurinn helgi!
Veit mínum ódáinseiði!
Nú við lagvopns fjöður
legg ég minn eið:
Oddur, hlustaðu á!
Ef eggjar mig skera,
skerðu mig þá,
hvar sem fjörtjón mig fellir,
felldu mig þá.
Segi sú kona satt
braut ég við bróður mitt heit.
Siegfried
Helle Wehr!
Heilige Waffe!
Hilf meinem ewigen Eide!
Bei des Speeres Spitze
sprech’ ich den Eid:
Spitze, achte des Spruchs!
Wo Scharfes mich schneidet,
schneide du mich;
wo der Tod mich soll treffen,
treffe du mich:
klagte das Weib dort wahr,
brach ich dem Bruder den Treu’!
Brynhildur æðir inn í hringinn, þrífur hönd Sigurðar af spjótinu og grípur um oddinn.
Brynhildur
Bjarta vopn!
Vigurinn helgi!
Veit mínum ódáinseiði!
Nú við lagvopns fjöður
legg ég minn eið:
Oddur, hlustaðu á!
Ég heiti á höfga þinn
honum að steypa!
Og ég eggja þína egg
að hún hann skeri!
Sem rauf hann hvern einasta eið,
hann meineið sór þetta sinn.
Karlar
Þór, hjálp oss!
Þeysi þinn stormur
og þaggi þá drynjandi smán!
Brünnhilde
Helle Wehr!
Heilige Waffe!
Hilf meinem ewigen Eide!
Bei des Speeres Spitze
sprech’ ich den Eid:
Spitze, achte des Spruchs!
Ich weihe deine Wucht,
daß sie ihn werfe;
deine Schärfe segne ich,
daß sie ihn schneide:
denn, brach seine Eide er all’,
schwur Meineid jetzt dieser Mann!
Diensleute
Hilf, Donner!
Tose dein Wetter,
zu schweigen die wütende Schmach!
Framsaga
Loki:
Þegar Brynhildur hafði orðið vitni að því sem hún taldi vera meinsæri Sigurðar féllst hún á ráð Högna um að Sigurður skyldi veginn. Síðan var haldið brúðkaup þeirra Brynhildar og Gunnars, Guðrúnar og Sigurðar. Högni átti ekki bara eftir að vega Sigurð. Hann reynir að ná hringnum af fingri Sigurðar þar sem hann liggur nár. Gunnar kemur í veg fyrir það. Þá drepur Högni bróður sinn. Svo reynir hann aftur að ræna hringnum. En þá hefur Iíkið hönd sína á loft með krepptan hnefann. Sagði ég ekki að hárin mundu rísa á höfði ykkar? Næst býður Brynhildur að gerð sé bálför Sigurðar Fáfnisbana. En ykkur grunar ekki hvernig hún endar.
Nú fer ég of fljótt yfir sögu. Eftir brúðkaupið fór Sigurður með mági sínum og Högna tiI veiða. Þá sagði hann þeim stoltur frá ævi sinni og afrekum. Hetjur eru alltaf veikar fyrir svoleiðis frásögnum. Þar til að því kom í sögunni að igðan vísaði honum veginn á Hindarfjall. Hann hafði öllu gleymt um fyrstu fundi þeirra Brynhildar þegar hann drakk óminnisveigina. Nú réttir Högni honum horn með minnisveig. Og þegar hann drekkur þá man hann.
III. Sigurður veginn
Sigurður hyggur vel að horninu og drekkur síðan hægt úr því.
Sigurður
Með hryggð ég þá lagði
hlustir við lauf.
Þar igðan sat og söng:
„Hæ, Sigurður, fell nú
þann fúla dverg!
Svo sá ég hans heitmey,
herlega dís,
á háum hamri hún svaf,
logi hár lék þar um sal.
Ef veður hann eld
vekur hann snót.
Brynhildur brúður hans er!“
Högni
Og fórst þú að
þeim fuglsins ráðum?
Sigurður
Án þess að hika
hélt ég af stað
Siegfried
In Leid zu dem Wipfel
lauscht’ ich hinauf;
da saß es noch und sang:
– Hei, Siegfried erschlug nun
den schlimmen Zwerg!
Jetzt wüßt‘ ich ihm noch
das herrlichste Weib: –
auf hohem Felsen sie schläft,
Feuer umbrennt ihren Saal;
durchschritt’ er die Brunst,
weckt’ er die Braut,
Brünnhilde wäre dann sein! –
Hagen
Und folgtest du
des Vögleins Rate?
Siegfried
Rasch ohne Zögern
zog ich nun aus.
Gunnar hlustar með vaxandi undrun.
þar til logandi fjall ég fann.
Svo eld þann óð ég,
og feng ég fann:
fagra sofandi dís
er bjartri brynju var klædd.
Ég hjálm leysti
af ljúfastri snót,
með kossi vakti hana vel.
Ó, hve mig fegin þá í fang
hin fagra Brynhildur tók!
Gunnar
Hvað heyri ég?
bis den feurigen Fels ich traf;
die Lohe durchschritt ich
und fand zum Lohn –
schlafend ein wonniges Weib
in lichter Waffen Gewand.
Den Helm löst’ ich
der herrlichen Maid;
mein Kuß erweckte sie kühn:
o, wie mich brünstig da umschlang
der schönen Brünnhilde Arm
Gunther
Was hör’ ich?
Tveir hrafnar fljúga úr runni, hnita hringa yfir Sigurði og hverfa í átt til Rínar.
Högni
Og namstu nú
þeirra hrafnanna hróp?
Hagen
Errätst du auch
dieser Reben Geraun’?
Sigurður hrekkur við og snýr baki við Högna.
Hefndir réðu þeir mér.
Rache rieten sie mir!
Hann rekur spjót sitt í Sigurð. Gunnar og Gjúkaþegnar þyrpast að Högna.
Sigurður hefur skjöld sinn tveim höndum til að kasta honum í Högna, en missir hann og fellur á hann.
Fjórir Gjúkaþegna
Högni! Hvað gerist?
Hvað gerðir þú?
Gunnar
Högni, hvað vannst þú?
Högni
Hefndi meineiðs!
Die Mannen
Hagen, was tust du?
Was tatest du?
Gunther
Hagen, was tatest du?
Hagen
Meineid rächt‘ ich!
Hann gengur hægt af vettvangi og hverfur yfir heiðarbrún. Gunnar lýtur harmi lostinn hjá Sigurði. Gjúkaþegnar slá hring um þá. Tveir styðja Sigurð svo hann getur setið. Augu hans ljóma.
Sigurður
Brynhildur,
brúður mín helg!
Vakna! Opnaðu augun!
Hver hefur svefn
sent þér á ný?
Hver batt þig í kvíðvænan blund?
Svo kom þar einn
og kyssti þig,
og brúðar hann braut
böndin hin römmu.
Þá brosir Brynhildur glöð!
Æ, þessi augu
opin um eilifð,
æ, þeirrar andar
andvörpin sælu!
Ólífið sæta,
unaðarskeifing …
Brynhildur kveður mig kært!
Siegfried
Brünnhilde
heilige Braut,
wach auf!
Öffne dein Auge!
Wer verschloß dich
wieder in Schlaf?
Wer band dich in Schlummer so bang?
Der Wecker kam;
er küßt dich wach,
und aber der Braut
bricht er die Bande:
da lacht ihm Brünnhildes Lust!
Ach, dieses Auge,
ewig nun offen!
Ach, dieses Atems
wonniges Wehen!
Süßes Vergehen,
seliges Grauen –
Brünnhild’ bietet mir – Grüß!
Sigurður deyr. Menn hans hefja líkið á loft og bera það upp heiðina. Líkförin er horfin sjónum þegar sorgargöngulagið hefst.
IV. Sorgargöngulag
Meðan sorgargöngulagið er leikið er þetta erindi úr Völuspá á tjaldinu:
Bræður munu berjast
og að bönum verðast,
munu systrungar
sifjum spilla;
hart er í heimi
hórdómur mikill,
skeggöld,
skildir eru klofnir,
vindöld, vargöld,
áður veröld steypist,
mun engi maður
öðrum þyrma.
V. Bálför Sigurðar Fáfnisbana - Brynhildur ríður á bálið Ragnarök
Brynhildur
Sterkum stofnum
staflið mér þar
á ströndu við Rín í köst.
Hátt og hýrt
brenni það bál
þar sem lofsamt Iík,
sú mætust hetja, skal mást.
Hans fák leiðið í log,
svo með mér hann fullhuga fylgi,
því að hetju helgastrar
heiðri að deila
nú lystir mitt eigið lík.
Nú heyrið Brynhildar boð!
Brünnhilde
Starke Scheite
schichtet mir dort
am Rande des Rheins zu Hauf:
hoch und hell
lodre die Glut,
die den edlen Leib
des hehrsten Helden verzehrt!
Sein Roß führet daher,
daß mit mir dem Recken es folge:
denn des Helden heiligste
Ehre zu teilen,
verlangt mein eigner Leib.
Vollbringt Brünnhildes Wort!
Ungir menn taka að reisa köstinn á fljótsbakkanum. Konur breiða voðir á hann og strá grösum og blómum. Brynhildur verður sem fyrr bergnumin af ásýnd Sigurðar. Svipur hennar sveipast smám saman dýrðarljóma.
Sem sólin skæra
skín mér hans ljós.
Hinn vænsti var hann,
sá er mig sveik.
Hann vífið blekkti
— vini tryggur —
og frá eigin konu
— ein var hún trúust —
skildi hann sig sverði með.
Hreinni en hann
sór enginn eiða.
Dyggar en hann
menn heiðra ekki sættir.
Hollar en hann
elskaði ei annar.
Og samt alla eiða,
allar sættir,
og sannastar ástir
sveik enginn sem hann.
Vitið hve það varð?
Wie die Sonne lauter
strahlt mir sein Licht:
der Reinste war er,
der mich verriet!
Die Gattin trügend
— treu dem Freunde, —
vor der eignen Trauten
— einzig ihm teuer —
schied er sich durch sein Schwert.
Echter als er
schwur keiner Eide;
treuer als er
hielt keiner Verträge;
lautrer als er
liebte kein andrer:
und doch, alle Eide,
alle Verträge,
die treueste Liebe
trog keiner wie er!
Wißt ihr, wie das ward?
Hún lítur til himins.
Ó þið sem eiða
eilífir gætið!
Lítið á jörð
mína lifandi sorg.
Og sjá ykkar eilífu sök!
Mína kæru heyr,
þú hæsti guð!
Fyrir hans djörfusta dáð,
sem þér mjög var í mun,
dæmdir þú hann
sem drýgði dáð
í bölvun sem bugaði þig.
Mig hlaut því
hinn hreinasti að svíkja
svo vizku öðlaðist víf!
Veit ég nú hvers þú þarft?
Alla hluti,
allt nú veit ég,
allt er orðið mér ljóst!
Nú þína hrafna
heyri ég þjóta.
Með boð sem sárt er beðið
báða tvo sendi ég heim.
Hvíl þig, hvíl þig, þú guð!
O ihr, der Eide
heilige Hüter!
Lenkt euren Blick
auf mein blühendes Leid:
erschaut eure ewige Schuld!
Meine Klage hör,
du hehrster Gott!
Durch seine tapferste Tat,
dir so tauglich erwünscht,
weihtest du den,
der sie gewirkt,
dem Fluche, dem du verfielest:
mich — mußte
der Reinste verraten,
daß wissend würde ein Weib!
Weiß nun, was dir frommt?
Alles! Alles!
Alles weiß ich:
alles ward mir nun frei!
Auch deine Raben
hör’ ich rauschen:
mit bang ersehnter Botschaft
send‘ ich die beiden nun heim.
Ruhe! Ruhe, du Gott!
Hún býður þegnum Gjúkunga að bera líkið á köstinn. Hún dregur hringinn af fingri Sigurðar og horfir á hann hugsi.
Nú arfur minn
eign mín skal verða.
Þig bölvabaug,
bannsetta hring,
þitt gull gríp ég
og gef það í burt.
Nú vatnsins hylja
vitrum dætrum,
þeim Rínar syndandi systrum,
ég þakka réttvísleg ráð!
Ef óskið þið
allt ykkur gef.
Úr minni ösku
eign ykkar takið.
Lát bálið sem brennir mig
bölinu létta af hring!
Í lygnum straum
leysið það upp,
og gætið svo hreins
hins hýra gulls.
Þið áður grétuð það gull.
nehm’ ich zu eigen.
Verfluchter Reif!
Furchtbarer Ring!
Dein Goid faß‘ ich
und geb’ es nun fort.
Der Wassertiefe
weise Schwestern,
des Rheines schwimmende Töchter,
euch dank’ ich redlichen Rat!
Was ihr begehrt,
ich geb’ es euch:
aus meiner Asche
nehmt es zu eigen!
Das Feuer, das mich verbrennt,
rein’ge vom Fluche den Ring!
Ihr in der Flut
löset ihn auf,
und lauter bewahrt
das lichte Gold,
das euch zum Unheil geraubt.
Hún dregur hringinn á fingur sér. Hún þrífur mikið blys af einum karlanna og hefur á loft;
Nú heim, þið hrafnar,
hvíslið því að Óðni
sem hér þið heyrðuð við Rín.
Á Brynhildarkletti
komið við
og kvikum eldi,
Loka, vísið í Valhöll!
Því að Ragnaraka
runnin er sól.
Svo ber ég mitt blys
að Valhöll, veglegri borg!
Fliegt heim, ihr Raben!
Raunt es eurem Herrn,
was hier am Rhein ihr gehört!
An Brünnhildes Felsen
fahret vorbei:
der dort noch lodert,
weiset Loge nach Walhall!
Denn der Götter Ende
dämmert nun auf:
so — werf’ ich den Brand
in Walhalls prangende Burg.
Hún kveikir í kestinum. Tveir hrafnar fljúga af kletti við Rín og hverfa í fjarska. Tveir menn leiða Grana áleiðis til hennar.
Grani, mitt hross,
Grane, mein Roß,
Hún hleypur til, tekur af Grana beizlið og hallar sér að honum.
ég heilsa þér!
Veiztu þá, minn vin,
hvert leið okkar liggur?
Á björtu báli
brennur þinn jarl.
Sigurður, mín hetja svo sönn.
Þeim vini að fylgja
fýsir þig glaðan?
Lokkar til hans
sá logi sem brosir?
Finndu svo brjóst mitt,
það brennur heitt,
bjartur eldur
mér brennur í sál:
faðma ég vil hann
er faðmar hann mig,
í voldugum kærleik
að vera honum gift!
Hæjahó! Grani!
Heilsaðu jarli!
Sigurður, Sigurður! Hér
sei mir gegrüßt!
Weißt du auch, mein Freund,
wohin ich dich führe?
In Feuer leuchtend,
liegt dort dein Herr,
Siegfried, mein seliger Held.
Dem Freunde zu folgen,
wieherst du freudig?
Lockt dich zu ihm
die lachende Lohe?
Fühl meine Brust auch,
wie sie entbrennt;
helles Feuer
das Herz mir erfaßt,
ihn zu umschlingen,
umschlossen von ihm,
in mächtigster Minne
vermählt ihm zu sein!
Heiaho! Grane!
Grüß deinen Herren!
Siegfried! Siegfried! Sieh!
Hún hefur stokkið á bak og Grani prjónar.
kemur konan þín sæl!
Selig grüßt dich dein Weib!
Hún ríður á bálið. Sviðið virðist alelda. Rín flæðir yfir bakka sína og slekkur eldinn. Högni verður var við Rínardætur og steypir sér til sunds.
Högni
Nú burt frá baug!
Hagen
Zurück von Ringe!
Voglinda og Vellgunnur draga hann niður í djúpið. Þær systur þjár hampa hringnum. Flóðið sjatnar. Bjarmi af eldi sést á himni. Valhöll brennur og allir æsir. Undir lok eftirspils birtist á tjaldi þetta erindi úr Völuspá:
Sér hún upp koma
öðru sinni
jörð úr ægi
iðjagræna.
Falla fossar,
flýgur örn yfir,
sá er á fjalli
fiska veiðir.
Endir