Oper und Drama

Undirtitill

Ritun lokið 1851 – Fyrst útgefið 1852

Þetta rit er álitið vera mikilvægasta umfjöllun Wagners um tónsmíðalist og -tækni. Að hans dómi er tónlistin æðst allra listgreina. Hann lýsir því hvernig „tónmálun“ fari fram við undirbúning tónverks sem hafi áhrif á væntingar og tilfinningar áheyrenda. Í þessu sambandi kynnir Wagner hugmynd sína um „leiðarstef“ og hvernig þau gæði tónlistina merkingu, einnig sungnu máli.