Roger Scruton um Parsifal

Ágætu viðtakendur

Enski heimspekingurinn Sir Roger Scruton andaðist fyrr á þessu ári. Hann var fjölhæfur, hafði áhuga og eindregnar skoðanir á mörgu, en var afar umdeildur. Hann gerðist mikill íhaldsmaður þegar hann var í París á tímum stúdentauppreisnarinnar vorið 1968. Hann segir svo – talsvert öðruvísi en það sem margir telja nú: I suddenly realised I was on the other side. What I saw was an unruly mob of self-indulgent middle-class hooligans. When I asked my friends what they wanted, what were they trying to achieve, all I got back was this ludicrous Marxist gobbledegook. I was disgusted by it, and thought there must be a way back to the defence of western civilization against these things. That’s when I became a conservative. I knew I wanted to conserve things rather than pull them down.

Wikipedia: Roger Scruton

Nú, nokkrum mánuðum eftir andlát hans er bók hans, Wagner´s Parisfal: The Music of Redemption, komin út. Parsifal er líklega umdeildasta ópera Wagners. Ég veit um góða Wagneraðdáendur sem þola ekki Parsifal og finnst söguþráður og efnistök vera viðbjóðsleg. Öðrum er sama þá að þeir fái ekkert páskaegg, bara ef þeir sjá Parsifal, á mynddiski, netinu eða jafnvel á sviði.

Í viðhengi eru tveir ritdómar, annar úr The Guardian eftir dálkahöfundinn Stuart Jeffries, hinn úr Telegraph eftir meninngarritstjórann og tónlistargagnrýnandann Rupert Christiansen, en faðir hans var ritstjóri “Torygraph”. Þeir munu vera danskir að langfeðgatali.

Hvað finnst ykkur?

Með góðri kveðju,
Baldur