Sælgæti frá Salzburg – Così fan tutte á sunnudag 2. ágúst á Arte

Kæru óperuvinir

Það er skammt stórra högga á milli. Sunnudaginn 2. ágúst kl. 15:00-17:45 að íslenskum tíma verður ný sviðsetning á Così fan tutte frá Salzburg sýnd á Arte, síðan á tímaflakki í tvo sólarhringa.  Ég geri ráð fyrir að nokkur tími líði þar til hún verður aðgengileg þar aftur. Langtímaveðurspár eru fremur hagstæðar fyrir innipúka. Ég veit ekki hvort sýningin verður seinna á arte.tv/en og það er óvíst hvort hún verður aðgengileg á Íslandi. Óperan er nokkuð stytt. Ég er ekki viss um að það komi mikið að sök. Kannski fást Mozartkúlur í Vínberinu á Laugavegi 43.

Sýningin er í háskerpu á frönsku Arte-stöðinni á sama tíma, en þá með skjátextum á frönsku.
Áður en útsendingin hefst, er dagskrá á Arte kl. 14:00-15:00 um Salzburgarhátíðina, sem var fyrst haldin árið 1920.
Hér eru upplýsingar af netinu. Hljómsveitarstjórinn er fyrsta konan sem veifar taktsprotanum á hátíðinni, fædd 1986.
Á hvaða leið er heimurinn, og Austurríki – what is the world, and Austria, coming to?

Wiener Philharmoniker
Dirigentin: Joana Mallwitz
Regie: Christopher Loy

Fiordiligi – Elsa Dreisig
Dorabella – Marianne Crebassa
Guglielmo – Andrè Schuen
Ferrando – Bogdan Volkov
Despina – Léa Desandre
Don Alfonso – Johannes-Martin Kränzle

Meira
https://salzburg.orf.at/stories/3052482/
https://marijanzlobec.wordpress.com/2020/07/23/salzburg-festival-cosi-fan-tutte-with-big-cuts/
https://news.imz.at/industry-news/news/elektra-cosi-fan-tutte-at-salzburg-festival-6974482/

Af efni á öðrum stöðvum má nefna þætti á SVT1 um Windsor-ættina og á SVT2 um 30 ára stríðið. Á BBC eru þættir um rithöfundinn V.S. Naipaul og um sögu Afríku.

Með góðri kveðju,
Baldur