Kæru tónlistarvinir
Mér hefur verið bent á þessa tónleika og er ánægja að koma upplýsingum um þá á framfæri.
Góða skemmtun,
Baldur
Þrátt fyrir samkomutakmarkanir verða tríótónleikar á tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar haldnir í Eldborg, Hörpu, 30. ágúst kl 16:00. Nóg pláss verður til þess að hægt verði að virða tveggja metra fjarlægðarmörk.
Sólveig Steinþórsdóttir, Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir og Jane Ade koma saman í fyrsta sinn sem píanótríó og flytja skemmtilegt og kraftmikið prógram með verkum eftir þá góðkunnu kappa Beethoven, Mendelssohn og Hafliða Hallgrímsson.
Dagskrá sunnudag 30. ágúst kl. 16:00 og upplýsingar um flytjendur
https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/sigild-pianotrio/?fbclid=IwAR0sabdxr7KAorYUJ-CCyXT5a_DiJZeUmraqi1tDlTU0WJCzGnaqKKlqNao