Slæmar fréttir frá Metropolitanóperunni

Kæru óperuvinir

Þær slæmu fréttir voru að berast frá Metropolitanóperunni að allar fyrirhugaðar sýningar á vormisseri 2021 hafa verið felldar niður, óperubíóin þar með talin.
https://www.metopera.org/user-information/2020-21-season-update

Verkefni starfsársins 2021-2022 hafa verið kynnt. Tíu sýningar í kvikmyndahúsum eru ráðgerðar. Í fljótu bragði sýnist mér að engar þeirra bíósýninga sem ráðgerðar voru á vormisseri 2021 verði á sviði óperunnar 2021-2022.
https://www.metopera.org/season/2021-22-season/
https://www.metopera.org/user-information/the-202122-season/
https://www.metopera.org/about/press-releases/the-metropolitan-opera-cancels-its-202021-season/

Sjá umfjöllun á https://slippedisc.com
https://slippedisc.com/2020/09/did-the-met-really-need-to-close/
https://slippedisc.com/2020/09/why-peter-gelbs-job-is-now-safe/

Gelb’s job is safe because no-one wants it any more, or will for quite a while.

Góðu fréttirnar eru að Anna Netrebko hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Það á eftir að koma í ljós hvort verður af ráðgerðum nettónleikum á vegum Metropolitan 10. október.
https://slippedisc.com/2020/09/anna-netrebko-has-been-released-from-hospital/

Svo minni ég á tónleika GSO sem eru að hefjast, sinfónía nr. 2 eftir Schumann og Örlagasinfónía Beethovens. Það má líka sjá góðu hliðarnar á öllu. Þetta gæti jafnvel líka átt við á Keflavíkurflugvelli.

Bestu kveðjur,
Baldur