Komið þið sæl á ný.
Guja Sandholt söngkona var svo væn að benda mér á þessa tónleikaröð. Mér er ánægja að vekja athygli ykkar á henni. Kannski verður framhald þegar líður á september.
En nú eru 2 m/s, hiti:13,4°, og tími kominn að njóta veðursins úti við.
Baldur
///////
Sæll Baldur,
Mér datt í hug að benda þér á nýja tónleikaröð í Norræna húsinu, Söngljóðasúpu, sem hóf göngu sína í síðustu viku. Hún er á vegum MATR, nýja kaffihússins í húsinu og unnin í samstarfi við Norræna húsið, Óperudaga og Sumarborgina.
Á fyrstu tónleikunum komu þær Hrafnhildur Árnadóttir og Ingileif Bryndís Þórsdóttir, píanóleikari, fram en á tónleikunum núna á þriðjudaginn, þann 25. ágúst munu Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzó-sópran og Francisco Javier Jáuregui Narváez, gítarleikari, flytja Atlantshafssöngva; lög frá löndum sem liggja að Norður- og Suður-Atlantshafi.
Öllum tónleikagestum er boðið upp á ljúffenga súpu á MATR fyrir tónleikana en húsið er opið frá klukkan 18:00 og hægt að koma og fá sér súpu hvenær sem er áður en tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.
Almennt miðaverð (súpa innifalin) er 3900 krónur en 3400 krónur fyrir eldri borgara, öryrkja og ungt fólk, 25 ára og yngra. Miðasala fer fram á kaffihúsinu en einnig er hægt að taka frá miða með því að senda tölvupóst á matr@matr.is
Við mælum með að fólk tryggi sér miða fyrirfram vegna afar takmarkaðs miðafjölda út af COVID-ástandinu.
Að sjálfsögðu er vel hugað að sóttvörnum og 2ja metra reglan í gildi hvarvetna í húsinu.
Frekari upplýsingar má finna á Facebook og í viðhenginu (https://www.facebook.com/events/906107336576887?acontext=%7B%22event_action_history%22%3A[%7B%22mechanism%22%3A%22search_results%22%2C%22surface%22%3A%22search%22%7D]%7D=
Þann 1. september munu svo þau Bjarni Thor Kristinsson, bassi, Lilja Guðmundsdóttir, sópran, og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari koma fram.
Bestu kveðjur,
Guja Sandholt
https://www.facebook.com/77144867225/posts/10158417862917226/