Söngtónleikar á næstunni

Ágætu félagar.

Mjög mikið er um söngtónleika á næstunni, m.a. styrkþeginn okkar til Bayreuth, Herdís Anna Jónasdóttir nú á sunnudag og svo aftur í La Traviata 6. og 7. nóv.  Hér er upptalið það sem er í október.

Fréttabréf með starf Wagnerfélagsins í vetur verður sent út um helgina.

Nýr þáttur um Wagner á BBC, Composer of the week:
https://www.bbc.co.uk/programmes/m00101sl 

Söngtónleikar í október:

10. okt. Ensemble Promena: Sígildir sunnudagar – Harpa, kl. 16. Ensemble Promena er nýstofnaður kammerhópur sem sérhæfir sig í flutningi rómantískrar tónlistar á upprunaleg hljóðfæri. Herdís Anna Jónasdóttir flytur ásamt hópnum á sex söngljóð Schumann og útsetningar Ariberts Reimann á söngvum Mendelssohns við ljóð Heines „… oder soll es Tod bedeuten?“. Síðan hljómar strengjakvartett Brahms op. 67 í B-dúr. https://www.harpa.is/ensemble-promena-sigildir-sunnudagar

10.okt kl 16,- Salurinn: Ljóð um ljóð og geit á beit. Sönglög við ljóð Þórarins Eldjárns í flutningi Erlu Dóru Vogler, Lilju Guðmundsdóttur og Evu Þyri Hilmarsdóttur.

12. okt. Andri Björn Róbertsson: Heimssviðið – Harpa, kl. 19.30. Andri Björn Róbertsson flytur sjö sönglög eftir Árna Thorsteinsson og Liederkreis op. 24 og 39 eftir R. Schumann. Ástríður Alda Sigurðardóttir leikur undir á píanó. https://www.harpa.is/andri-bjorn-robertsson-heimssvidid

17. okt. Andri Björn og Brák: Sígildir sunnudagar – Harpa, kl. 16. Barokkbandið Brák og Andri Björn Róbertsson flytja franska barokktónlist: tríósónötu eftir F. Couperin, fiðlusónata eftir Jean-Marie LeClair, auk stykkja M. Marais, og kantöturnar Aquilion et Orithie eftir J. P. Rameau og Poliphème eftir L.-N. Cléraumbault. https://www.harpa.is/andri-bjorn-og-brak-sigildir-sunnudagar

17. okt. Winterreise eftir Schubert – Salurinn, kl. 15. Jóhann Kristinsson flytur þennan víðfræga sönglagaflokk við ljóð Wilhelms Müller. Ammiel Bushakevitz leikur undir. https://salurinn.kopavogur.is/vidburdi/vidburdir-a-menningarhusin-forsida/vidburdur/2364/winterreise-vetrarferdin

29.okt– Das süsse Lied verhallt – Salurinn, kl.20. Tónleikar í samstarfi við Richard Wagner félagið þar sem fluttar verða perlur úr óperum Wagners. Hrólfur Sæmundsson baritón, Margrét Hrafnsdóttir sópran og Egill Árni Pálsson tenór, ásamt Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara eru flytjendur á tónleikunum en Árni Blandon leikari og bókmenntafræðingur mun leiða tónleikagesti inn í ástir og örlög sögupersónanna í veröld Wagners.