Meðferð persónuupplýsingar – Tillaga Selmu 13.9.2018

Ágætu félagar

Nú hafa tekið gildi nýjar reglur um persónuvernd.

 

Af því tilefni vill stjórnin gera eftirfarandi grein fyrir meðferð persónuupplýsinga á vegum félagsins.

 

Formaður, gjaldkeri og ritari hafa eftirfarandi upplýsingar um félagsmenn.

  1. Fullt nafn og kennitölu.
  2. Heimilisfang.
  3. Tölvupóstfang.

 

Það sem félagið gerir með þessi gögn:

  1. Hefur félagsmann á póstlista.
  2. Rukkar félagsgjöld.
  3. Tilkynnir með bréfi eða tölvupósti um atburði og málefni, sem ætla mætti að veki áhuga félaga, segir fréttir af starfi félagsins eða öðru sem vekja kynni áhuga, þar á meðal fréttir af listrænum viðburðum hjá einstökum félagsmönnum, sé þess óskað.
  4. Sendir fréttir af starfi Alþjóðasamtaka Wagnerfélaga og fréttabréf þess.
  5. Upplýsir um möguleika á hópferðum eða miðakaupum á erlenda viðburði.

 

Tölvupóstar eru jafnan þannig úr garði gerðir að póstföngum meðlima er ekki dreift til annarra meðlima. Undantekning aðeins ef um er að ræða lítinn ferðahóp, sem hyggst ferðast saman.

 

Stjórnin vonast til að félagar séu samþykkir þessari vörslu og meðferð persónugagna. Óski einhver eftir að vera ekki lengur á skrá og póstlista félagsins, vinsamlega tilkynnið það til formanns, Selmu Guðmundsdóttur: selmag@centrum.is

  1. to include you on our mailing lists
  2. to communicate (either by post, e-mail