Tannhäuser, Töfraskyttan og fleira

Kæru óperuvinir

Upptaka frá Tannhäuser í Bayreuth 2019 var sýnd á NRK2 í gær, sunnudag 17:45-20:45, með norskum skjátextum og er aðgengileg þar til annað kvöld.

Hljómsveitarstjóri: Valery Gergiev
Leikstjóri: Tobias Kratzer
Elisabeth: Lise Davidsen
Tannhäuser: Stephen Gould
Venus: Elena Zhidkova
Wolfram: Markus Eiche
Landgraf: Stephen Milling

John Rockwell segir í ágústhefti af Opera 2020 (Lockdown Listening)

Thus what I’m listening to or watching is new releases. In particular, the DG release of the 2019 Bayreuth Tannhäuser. With no expectations, I was thrilled by it live. I thought it the most fascinating Bayreuth production since Stefan Herheim’s Parsifal in 2012 …

The details and cultural references are way too many to enumerate; suffice it to say that while some Regietheater seems like a vulgar distortion, this works wonderfully well. 

Ég tek undir það sem hann segir, og frumleg sviðsetning truflaði mig ekki.

Á Arte (Þýskaland) var sýning á Töfraskyttunni frá Konzerthaus í Berlín, í gær, sunnudag 22:00-00:15, aðgengileg þar til annað kvöld. Katalónska teymið Fura Dels Baus sér um sviðsetningu. Ég hef ekki séð nema örlítinn hluta, en líst vel á og segi sama um sviðsetningu og John Rockwell um Tannhäuser. Sýningin var til að minnast þess að 200 ár eru liðin frá  því að óperan var frumsýnd snemma á þessu ári. Hljómsveitarstjóri er Christoph Eschenbach. Söngvararnir eru úrvalslið.

https://www.konzerthaus.de/en/season
https://bachtrack.com/opera-video/der-freischutz/348760

Ég er það mikið barn í mér að ég set furðulegan söguþráð Töfraskyttunnar ekki fyrir mig (fremur en Töfraflautunnar) og finnst tónlistin afar góð. Wagner sótti mikið til Webers. Mun atriðið í Úlfagili skjóta mér skelk í bringu?

Í dag er öld liðin frá því að Engelbert Humperdinck andaðist, en hann samdi ópruna Hans og Grétu.

Jenufa frá Berlín með Stuart Skelton er nú sýnd á MezzoLiveHD. Su 26.09. 20:15-22:00, Þr 15:00, Fö 07:30, Su 03.10. 00:00. Leikmynd nútímaleg, sýningi fær góða dóma.

Góða skemmtun,
Baldur