Þáttaraðir Árna Heimis Ingólfssonar um Beethoven

Kæru tónlistarvinir

Í dag, laugardag kl. 17:00 hefst þáttaröð um Beethoven í umsjón Árna Heimis Ingólfssonar. Þættirnir nefnast Beethoven, byltingarmaður tónlistarinnar. Þeir verða sjö, og verða endurteknir á miðvikudögum kl. 14:03.

Þættirnir eru:

  • Laugardag 24. október – (1:7) Æskuár í Bonn (1770-1792)
  • Laugardag 31. október – (2:7) Frægð og frami í Vínarborg (1792-1799)
  • Laugardag   7. nóvember – (3:7) Heyrnarleysi og hetjudáðir (1800-1805)
  • Laugardag 14. nóvember – (4:7) Á hátindi (1806-1811)
  • Laugardag 21. nóvember – (5:7) Beethoven verður ástfanginn (1812)
  • Laugardag 28. nóvember – (6:7) Átök og óvissa (1813-1818)
  • Laugardag   5. desember – (7:7) Síðustu árin (1819-1827)

Nú þegar eru komnar ítarlegar upplýsingar á vef RÚV um þau verk sem heyrast í fyrstu tveimur þáttunum.

Á sunnudagskvöldum frá 25. október kl 22:10 til 23:30 verður flutt önnur þáttaröð í umsjón Árna Heimis, Meistaraverk Beethovens. Kynning:

Þáttaröð í tilefni þess að 250 ár eru liðin frá fæðingu Beethovens, þar sem leiknir eru þættir úr verkum hans allt frá æskuárum hans í Bonn til dauðadags. Bæði hljóma verk sem eru meðal þeirra vinsælustu sem Beethoven samdi, en einnig verk sem sjaldan heyrast og fáir vita um.

Ég er þess fullviss að þættirnir verða fróðlegir og skemmtilegir.

Bestu kveðjur,
Baldur