This week on OperaVision: Covid fan tutte

Ágætu óperuvinir

Ég vek athygli ykkar á sýningunni Covid van tutte sem verður sýnd ókeypis á operavision.eu frá laugardeginum 17. okt. til 25. febrúar 2021. Ég sá í nóvemberhefti tímaritsins Opera á netinu að gagnrýnandinn Henry Bacon var mjög ánægður þessa sýningu finnsku óperunnar. Karita Mattila var stjarna kvöldsins.

Alþjóðlegur dagur óperunnar verður sunnudaginn 25. október. Það er margt á dagskrá á OperaVision um þá helgi. Fidelio verða gerð rækileg skil, einnig verða fernir tónleikar. Meðal þess sem framundan er má nefna Der Schmied von Gent frá flæmsku óperunni, nokkuð óvenjuleg sýning.
Sjá nánar:

Góða skemmtun,
Baldur