Töfraskyttan frá München laugardag 13.02. og15.02. til 15.03.

Bayerische Staatsoper Munchen

Töfraskyttan é netinu frá München laugardag 13. feb., síðan 15. feb. til 15. mars – ókeypis – Fleiri óperur frá München

Kæru óperuvinir

Á þessu ári eru liðnar tvær aldir frá því að óperan Töfraskyttan eftir Carl Maria von Weber var frumflutt í Berlín. Að því tilefni sýnir bæverska þjóðleikhúsið í München nýja sviðsetningu á óperunni, fyrst núna í febrúar, og aftur á óperuhátíðinni í júlí. Töfraskyttan verður sýnd án endurgjalds á netinu laugardaginn 13. febrúar. Sýningin hefst kl. 18:00 að íslenskun tíma, 19:00 að þýskum og stendur í 2 tíma og 15 mínútur. Hálftíma fyrr er kynning. Líklega er ekkert hlé. Sýningin er síðan aðgengileg frá 15. febrúar til 15. mars, einnig án endurgjalds.

Kynning frá Nationialtheater í München:

An old, dark folk tale, which was already told by the Brothers Grimm in their collection of fairy tales, forms the model for Carl Maria von Weber’s romantic opera Der Freischütz.  The libretto is largely based on August Apel’s novella from his Gespensterbuch. But in the adaptation by the composer and his librettist Friedrich Kind, the tragedy becomes a drama with a dubious happy ending. The new production of Der Freischütz, in a staging by Dmitri Tcherniakov and under the musical direction of Antonello Manacorda, celebrates its premiere online on 13 February with a free live broadcast on STAATSOPER.TV.  In the main roles you will experience Pavel Černoch (Max), Golda Schultz (Agathe), Anna Prohaska (Ännchen) and Kyle Ketelsen (Kaspar).

Í viðhengi er endurskoðaður listi yfir óperur sem sýndar verða á netinu frá München á fyrri hluta þessa árs. Sýningarnar verða allar án endurgjalds. Í viðhenginu bendi ég á nokkrar slóðir um Freischütz sem mér finnast mjög góðar. Ef þið hafið tíma, ættu þær að veita góðan undirbúning. Dmitri Tcherniakov, leikstjóri, er afar vel þekktur og nokkuð umdeildur. Í samræðum hans við óperustjórann, hljómsveitarstjórann og dramatúrg kemur fram að sýningin verður ekki hefðbundin. Ekkert var látið uppskátt um leikmynd og búninga. En í plaggi sem ég sendi seinna, segir:

2021-02-10 München NT live -vor 2021

In Tcherniakov’s work, the entire action takes place at Agathe and Max’s wedding party in a swanky skyscraper suite, where the test shot becomes a brutal recording ritual into the wealthy and important family of Kuno that psychologically wears Max down.

Hér er slóð fyrir meira en 50 ára frábæra, hefðbundna sviðsetningu á Töfraskyttunni. Söngvararnir voru mjög vel þekktir þá, satt að segja stórskotalið Þýskalands.

Nánar:
Væntanlegar útsendingar frá München

Freischütz, Hamburg, 1968
Hamburg Philarmonic Orchestra
Conductor: Leopold Ludwig
Producer: Rolf Liebermann

CAST:
Max – Ernst Kozub
Agathe – Arlene Saunders
Kaspar – Gottlob Frick
Ännchen – Edith Mathis
Ottokar – Tom Krause
Kuno – Toni Blankenheim
Kilian – Franz Grundheber
Hermit – Hans Sotin
Zamiel – Bernard Minetti

Góða skemmtun,
Baldur