Píanótríóið “Tríó Vest” heldur hálftíma langa tónleika í streymi sunnudaginn 29. nóvember kl.12.15. Tríóið skipa: Áslaug Gunnarsdóttir á píanó, Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir á fiðlu og Victoría Tarevskaia á selló.
Þær eru allar kennarar við Tónmenntaskóla Reykjavíkur og hafa leikið saman í ýmsum kammermúsíkhópum og hljómsveitum um árabil.
Efnisskrá:
Píanótríó Opus 17 eftir Clöru Schumann.
- Allegro Moderato
- Scherzo. Tempo di Menuetto
- Andante
- Allegretto
Streymi fer fram á facebooksíðu Hannesarholts
Bestu kveðjur úr Hannesarholti
Helga Lára
Verkefna- og viðburðastjóri
[ Hannesarholt Menningarhús / Grundarstígur 10, 101 RVK / s. 511 1904 / Hannesarholt.is ]