Tristan á Íslandi og
íslenskur Tristan í Bayreuth
Bókmenntasöguleg óvissuferð

Erindi flutt á fundi félagsins 20. janúar 2024

Ásdís Egilsdóttir er prófessor emerita í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands. Áhugi hennar á klassískri tónlist vaknaði á barnsaldri í Listdansskóla Þjóðleikhússins. Hún söng í nokkur ár í Söngsveitinni Fílharmóníu og sótti tíma í blokkflautuleik og barokktónlist hjá Camillu Söderberg í Tónlistarskólanum í Reykjavík.

Erindið var flutt blaðalaust með tilvísun til meðfylgjandi skýringa sem eru vel þess virði að birta, þótt erindið sjálft varðveitist einungis í hugum áheyrenda.

Úr Snorra-Eddu

  • Svá skilðu þeir, at allir hlutir væri smíðaðir af nökkuru efni.
  • Mynd af Ormsbók, 14. öld

Helsta heimild Wagners

  • Tristan eftir Gottfried von Strassburg (d. 1210)
  • Mynd í miðháþýsku kvæðahandriti frá fyrri hluta fjórtándu aldar
  • Skáldið lauk ekki við kvæðið – aðrir tóku við

Wagner og miðaldasögur

  • Tristan kvænist eftir að hann verður að yfirgefa Ísold/Ísönd/Iseult
  • Hjónabandið ekki fullkomnað
  • Eiginkonan segir ósatt í lokin um að hin fyrri Ísold sé á leiðinni til að græða hann
  • Wagner lætur sér nægja eina Isolde

Lagt af stað … Tristrams saga

  • Frumtexti eftir Thomas d´Angleterre frá því um 1170
  • Varðveitt aðeins í brotum
  • Þýðandi hinn normannski (?) Bróðir Róbert. Hann þýddi nokkrar sögur úr frönsku á dögum Hákonar Hákonarsonar Noregskonungs
  • Þýðingin gerð 1226 samkvæmt vitnisburði sögunnar sjálfrar
  • Eini heildstæði vitnisburðurinn um frumtextann
  • Varðveitt heil í íslenskum 17. og 18. aldar pappírshandritum
  • „Ísoldurnar“ tvær: Ísönd/Ísodd

Um þýðingar – Byggt á Roman Jakobson,
On Linguistic Aspects of Translation (1959)

  • 1)  Þýðing innan tungumáls (intralingual translation
  • 2)  þýðing milli tungumála (interlingual translation
  • 3)  þýðing milli táknkerfa

  • Getur flutningur verks úr texta yfir í myndverk talist þýðing eða úr bundnu máli í prósa?
  • Eru mismunandi uppfærslur sama verks þýðing?
  • Þýðingarhugtakið í norrænum miðaldatextum: = merking, túlkun útlegging

Tristrams saga

Enn Tristram huggaði hana með miklu blíðlæti. Nú siglir Tristram, ok var fagrt veðr. Ok af því at ylrinn var heitr, þyrsti hann mjök, ok krafði hann þá víns at drekka, ok hljóp þegar upp einn þjónostusveinn Tristrams ok fyllti kerit af legli þeim, er drottning fèkk Bringvet at varðveita. Ok er Tristram hafði við tekit kerinu, þá drakk hann til hálfs, ok lèt hann meyna drekka þat sem eptir var í kerinu. Ok eru þau nú bædi svíkin af þeim drykk, er þau drukku, af því sveinninn mistók til ok kvam þeim þá báðum í harmfullt líf ok meinlæti ok langa hugsótt með líkams girnd ok tilfýsiligum hætti. Var þegar hugr Tristrams til Ísöndar ok hennar hugr allr á hánum, með svá ákafri ást, at öngva bót máttu þau þar í móti göra. Nú sigla þau alls segls byr ok hafa rètta stefnu til Englands.

Tristrams saga

Enn er hón leit unnasta sinn særðan, þá hvarf henni hugr ok fèll hón í óvit í rekkjuna hjá hánum, ok endrnýjast nú at nýju hennar harmr, sorg ok sút, grátr ok ógleði. Stundu síðan liðinni, sem hón vitkast við, faðmaði hón hann ok kyssti opt, svá mælandi ‘hinn sœtasti unnasti!’ með tárum sínum vætandi andlit sitt. Enn hann þegar í því angri ok meinlæti sinna sorga faðmaði hana með ástar þokka, svá at í sorg sinnar ástar fèkk sú hin fríða frú getnað. Í svá miklum harms meinlætum – hón í sorg, enn hann í sárum – váru þau þar þat barn getandi, er síðar var lifandi, ok allir hans vinir harmandi, enn þessa sögu hefjandi.

Saga af Tristram ok Ísodd

  • Íslensk sögugerð frá fjórtándu öld
  • Eitt skinnhandrit frá fimmtándu öld og fjögur pappírshandrit frá átjándu og nítjándu öld
  • Fræðimenn hafa deild um hvort hún sé klaufaleg eftiröpun eða skopstæling
  • Ef til vil ofætlun að telja söguna skopstælingu
  • “Ísoldurnar” tvær: Ísodd og Ísodd svarta (frá Spáni)
  • Sagnadansar bárust til Íslands á 15. – 16. öld en voru fyrst skráðir á 17. öld
  • Sagt frá tilfinningalífi persóna
  • Einstakir atburðir dregnir fram
  • Heitum tilfinningum fylgir hætta, jafnvel lífsháski
  • Ýkjur
  • Varðveitt í nokkrum gerðum
  • Viðlög fylgja
  • Úti stóð hún svarta Ísodd,
    hún sór við trú:
    „Svört eru segl á skipunum
    þeim eg sé nú.”


Þeim var ekki skapað nema skilja.

  • Og so snerist hann Tristram ungi
    í sænginni hart,
    heyrast mátti mílur fimm
    hans hjarta sprakk.

Og er sæll sem sofna náir hjá   henni.

Tristrams kvæði - sagnadans

  • Sagnadansar bárust til Íslands á 15. – 16. öld en voru fyrst skráðir á 17. öld
  • Sagt frá tilfinningalífi persóna
  • Einstakir atburðir dregnir fram
  • Heitum tilfinningum fylgir hætta, jafnvel lífsháski
  • Ýkjur
  • Varðveitt í nokkrum gerðum
  • Viðlög fylgja
  • Úti stóð hún svarta Ísodd,
    hún sór við trú:
    „Svört eru segl á skipunum
    þeim eg sé nú.”

Þeim var ekki skapað nema skilja.

  • Og so snerist hann Tristram ungi
    í sænginni hart,
    heyrast mátti mílur fimm
    hans hjarta sprakk.

Og er sæll sem sofna náir hjá   henni.

Áfram heldur Tristan/Tristram …

  • Tristrams saga og Indíönu. Þýðing á danskri “Almúgabók” frá 18. öld Tristram er hertogasonur frá Búrgund og Indíana keisaradóttir frá Indlandi
  • Heitar ástir en ekki óleyfilegt ástarsamband
  • Níels Jónsson (1752 – 1857):Tristans rímur og Indíönu
  • Sigurður Breiðfjörð (1798 – 1846): Rímur af Tristani og Indíönu
  • Rímur Sigurðar frægar vegna neikvæðs ritdóms Jónasar Hallgrímssonar en eiga skilið að vera metnar á eigin forsendum

Rímur Sigurðar Breiðfjörð

  • Listin felst í beitingu skáldamálsins
  • Dvalið við efni sem rímna skáldum voru kær:
  • Sjóferðir, orustur, en einnig ástir
  • Sagan af Tístran og Indíönu var samin eftir rímum Sigurðar
  • Varðveitt í varðveitt í fjórum pappírshandritum sem Magnús Jónsson í Tjaldanesi skrifaði á bilinu 1875 – 1913

Tristan og íslenskar þjóðsögur

  • Sagan af Fertram og Ísól bjarta
  • Sagan af Tristram og Ísól björtu
  • Tristram og Ísól bjarta
  • Sagan af Tristram og Ísoddu
  • Sagan af Helgu kóngsdóttur

Til Bayreuth!

Óperan Grettir eftir Þorkel Sigurbjörnsson,
libretto Böðvar Guðmundsson

  • Frumflutt í Bayreuth 2004
  • Einig flutt í Toronto
  • Íslenskir söngvarar
  • Hljómsveitarstjóri Guðmundur Emilsson
  • Leikstjóri Sveinn Einarsson
  • Söngskóli SSD hefur tekið óperuna til sýningar
  • Kammerópera – fimm söngvarar

Óperan Grettir í Toronto

  • Originally written for the Bayreuth Young Artists Festival in 2004, this chamber work for five singers and eight musicians gives a typical blood-and-guts Nordic tale a fairytale ending suitable for audiences of all ages. 

En hvar er Grettir?

  • Spesar þáttur, lok Grettis sögu
  • Grettir er fallinn
  • Þorsteinn drómundur bróðir Grettis leitar uppi Þorbjörn öngul, banamann hans
  • Finnur hann í Miklagarði og drepur
  • Verður þá varpað í fangeli og á að gjalda fyrir með lífi sínu
  • Þorsteinn drómundur, tenór
  • Spes mektarfrú, sópran
  • Þerna hennar, mezzósópran
  • Sigurður, eiginmaður Spes, bass-barytón
  • Gamall fangi, bassi

Ákjósanlegt óperuefni

  • Þorsteinn skemmtir döprum samfanga sínum með söng:
  • “Þó skulum við prófa,” segir Þorsteinn. Tók þá og kvað kvæði. Hann var raddmaður mikill svo að varla fannst hans líki. Sparði hann nú ekki af. Almenningsstræti var skammt fram frá dyflissunni. Kvað Þorsteinn svo hátt að gall í múrnum og hinum er áður var hálfdauður þótti mikið gaman að vera. Lét hann svo ganga fram á kveldið.

Þorsteinn vekur athygli fyrir söng

  • Svo bar til að þá er Þorsteinn skemmti um kveldið að Spes gekk um strætið nær dyflissunni að hún heyrði þangað rödd svo fagra að hún kallaðist öngva slíka heyrt hafa. Hún gekk með marga sveina og bað þá víkja þangað og vita hver þessa ágætu rödd hefði. Þeir kölluðu nú og spurðu hver þar væri svo harðlega spenntur. Þorsteinn nefndi sig.
  • Þá mælti Spes: “Ertu þvílíkur atgervimaður um annað sem á kveðandi?”

Söngur kemur upp um óleyfilegt ástarsamband

  • Það var eitt kveld er þau sátu í einu lofti þar sem í voru gripir hennar. Hún bað Þorstein kveða nokkuð því að hún hugði bónda sitja við drykk sem hann átti vanda til. Hún strengdi aftur dyrnar. Og er hann hafði kveðið um stund var brotist á hurðina og kallað að upp skyldi láta. Var þar kominn bóndinn með marga sveina. Húsfreyja hafði lokið upp einni stórri kistu og sýndi Þorsteini gripi sína. En er hún kenndi hver var vildi hún ekki lúka upp dyrnar. 
  • Bóndi svarar: “Nú er vel að þú gefur sjálf raun hver þú ert. Eða hvar er sá maður er mest renndi raustum áðan? Get eg að þér þyki hann fagurhljóðari en eg.” 

Spes vinnur eið

  • Kvendið nam staðar við fenið því að hoffólkinu þótti fenið óhreint yfirferðar.
  • Og svo sem þessi hinn mikli stafkarl sá húsfrúna, að hún var betur búin en aðrar konur, mælti hann svo til hennar: „Góða húsfreyja,“ sagði hann, „haf til lítillæti að eg beri þig yfir fen þetta því að vér erum skyldir til, stafkarlar, að þjóna þér það sem vér kunnum.“
  • „Hvað muntu vel bera mig,“ sagði hún, „er þú getur eigi borið sjálfan þig?“
  • „Þó væri þér lítillætisraun,“ segir hann, „og má eg eigi bjóða betur en eg hefi til og mun þér til alls betur takast að þú hafir eigi metnað við fátækan mann.“

Spes vinnur eið

  • Vit það fyrir víst,” segir hún, “berir þú mig eigi vel þá verður það þitt húðlát eða annarrar svívirðingar meiri.”
  • “Feginn vil eg hætta á það,” sagði hann og færðist á fætur út á díkið.
  • Hún lét sem hún hugði allillt til að hann bæri hana en þó fór hún á bak honum. Stumraði hann allseint og gekk við tvær hækjur.
  • Og er hann kemur á mitt fenið reiðir hann á ýmsar hliðar. Hún bað hann herða sig “og skaltu aldrei verri för farið hafa en þá ef þú fellir mig hér í niður.”

Spes vinnur eið

  • Leitar nú veslugur áfram og færist nú í aukana, kostar nú alls kapps við og kemst allnær landinu. Og þá drepur hann fæti og rýkur áfram svo að hann kastar henni upp á bakkann en féll sjálfur í díkið upp undir hendur. Og í því er hann liggur þanninn grípur hann til hennar, húsfrúinnar, og festi hvergi á klæðunum. Tekur hann þá saurugri hendi upp á kné henni og allt á lærið bert.

Spes vinnur eið

  • Gekk Spes til kirkju og var þar fjölmenni mikið fyrir. Gekk Sigurður að með kappi og bað hana færa sig undan áburði þeim sem hann hefði á hana borið.
  • Hún svarar: Ekki sinni eg þínum áburði. Eða hvern mann kallast þú hafa séð í húsi hjá mér? Því að jafnan verður til einnhver dugandi maður að vera hjá mér og kalla eg það blygðarlaust. En fyrir það vil eg sverja að öngum manni hefi eg gull gefið og af öngum manni hefi eg saurgast líkamlega utan af bónda mínum og þeim vondum stafkarli er tók sinni saurugri hendi á lær mér er eg var borin yfir díkið í dag.

Úr Tristrams sögu

  • Ok mælti þá Ísönd ‘konungr’ kvað hón ‘hlýð eið mínum. Aldri var sá karlmaðr fœddr af kvenmanni, at nær mèr nökkviðrikvæmi, nema þú, konungr, ok sá hinn pindi pílagrímr, er bar mik af bátnum ok fèll á mik, öllum yðr á sjándum. Svá hjálpi mèr guð í þessarri freistni, ok svá skíri hann mik af þessu járni. Ok aldri fèkk ek sakir nè syndir af öðrum manni.

Íslenskur Tristan í Bayreuth

  • Tristan/Tristram laumaði sér inn í Grettis sögu
  • Og þannig tókst íslenskum Tristan að lauma sér í dulargervi til Bayreuth
  • En við bíðum spennt eftir að kynnast næsta íslenska Tristan í Festspielhaus
  • Annað hvort þar eða á næstu árshátíð