Kæru tónlistarvinir.
Hér er úr tölvupósti frá Selmu Guðmundsdóttur til Wagnerfélagsins.
Bendi á Kúnstpásutónleika Egils Árna og Ingibjargar Aldísar 5. okt, sem óperustjórinn var að greina frá rétt áðan. https://www.facebook.com/events/914036122861980?ref=newsfeed
Á næstunni eru einnig aðrir áhugaverðir söngtónleikar:
10. okt Ensemble Promena ásamt Herdísi Önnu Jónasdóttur. Útsetningar Ariberts Reimann á sönglögum Schumanns og Mendelssohn og strengjakvartett eftir Brahms.
12.okt. Útgáfutónleikar Andra Björns Róbertssonar ásamt Ástríði Öldu Sigurðardóttur. Schumann og Árni Thorsteinson.
17. okt. Jóhann Kristinsson syngur Vetrarferðina í Salnum.
29. október Wagnertónleikar í Salnum
6. og 7. nóvember La Traviata
Söngkonan fræga, Camilla Nylund á að syngja með Sinfóníunni 11. nóvember. Vier letzte Lieder eftir Richard Strauss.
Svo bæti ég þessu við.
Hefur eitthvert ykkar frétt nokkuð af óperusýningum Metropolitan í Kringlubíói? Mér var sagt í sumar að verið væri að ganga frá samningum. Ekkert er að finna á heimasíðu Sambíóanna. Fyrsta sýning, Boris Godunov, er laugardag 9. október, þ.e. eftir rúma viku.
https://www.metopera.org/season/in-cinemas/
Með góðri kveðju,
Baldur Símonarson