Loading Viðburðir

« Viðburðir - allir

  • Þessi viðburður er liðinn

Niflungahringurinn – Hljóð og mynd

12.10.2024 kl. 14:00 - 16:00

Tími: 12. október 2024 kl. 14:00
Staður: Safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg

Ágætu félagar.
Á morgun kl 14 í Safnaðarheimili Neskirkju býður Wagnerfélagið upp á fyrsta fyrirlestur vetrarins. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir.

Heiti fyrirlestrarins er Niflungahringurinn – Hljóð og mynd.

Um fyrirlesturinn:
Niflungahringur Wagners er fáanlegur í tugum útgáfa, hvorttveggja í hljóði og mynd. Hlustendur hafa því úr miklu að moða ætli þeir sér að hlusta (eða horfa) á það sem komið hefur út. Við þetta bætist fjöldi óformlegra útgáfa sem býsna auðvelt er að nálgast.

Í þessu erindi á vegum Wagnerfélagsins verður gerð tilraun til þess að veita yfirlit yfir útgáfur (formlegar og óformlegar) á Nifflungahringnum, allt frá fyrstu heildarhljóðrituninni frá 1949 til dagsins í dag.

Um fyrirlesarann:
Magnús Lyngdal Magnússon, lauk prófi í sagnfræði og íslensku frá Háskóla Íslands og prófi í trompetleik frá Tónlistarskólanum á Akureyri. Hann er tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins og fjallar reglulega um klassíska tónlist í Ríkisútvarpinu.

Viðburðurinn er á vegum Richard Wagner félagsins á Íslandi.

Nánar

Dagsetning:
12.10.2024
Tímasetning:
14:00 - 16:00
Flokkur - Event: