Víkingur á morgun í Royal Albert Hall – o.fl.

Kæru tónlistarvinir

Á morgun, laugardag kl 18:30 að íslenskum tíma, kemur Víkingur Ólafsson fram á Proms í Royal Albert Hall. Það á ekki að vera erfitt að ná beinni útsendingu á BBC Radio 3, en tónleikarnir verða aðgengilegir á netinu fljótlega að þeim loknum.
https://www.bbc.co.uk/programmes/m000yths

Hljóðritun frá tónleikunum verður útvarpað á Rás 1 sunnudaginn 22. ágúst kl. 16:05.

Á NRK2 verður sýnd upptaka með Víkingi frá Berlín, kl. 18:30 á sunnudag.

Á laugardag kl. 18 verður endursýnd á SVT2 upptaka af óperunni Dóttir herdeildarinnar með Natalie Dessay og Juan Diego Flórez. Á sunnudag kl 15:20 á þýsku Arte verður sýnd upptaka frá Salzburg þar sem Anna Netrebko syngur óperuaríur.

Góða skemmtun,
Baldur